Á allt eins von á gosi um helgina Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. mars 2024 12:05 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur rýnir nótt sem dag í nýjustu gögn er varða jarðhræringar á Reykjanesskaganum. vísir/Arnar Halldórsson Framhald jarðhræringa á Reykjanesskaga er þrungið mun meiri óvissu nú en áður. Eldfjallafræðingur segir að tregða gæti verið komin í kerfið og kvika gæti þannig mögulega leitað upp á öðrum slóðum en áður. Þá sé spá tveggja vísindamanna um möguleg lok jarðhræringanna síðsumars athyglisverð. Veðurstofan gaf það út í tilkynningu í gær að merki væru um að meira magn kviku þurfi að safnast fyrir undir Svartsengi en áður til að koma af stað eldgosi. Tímasetning á næsta mögulega gosi væri jafnframt þrungin meiri óvissu en áður. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur horfir nú til næstu daga. „Ef það kemur ekki til goss finnst mér líklegt að það sé komin tregða í aðfærslukerfið og að þessi gosrás sem notuð hefur verið í undanförnum gosum er kannski ekki eins greiðfær fyrir kvikuna eins og hefur verið,“ segir Þorvaldur. Kvikan gæti verið orðin deig, og þannig sterkari en áður - og þá haldið aftur af miklu álagi. Fyrir liggur að svipað magn af kviku hafi nú safnast undir Svartsengi og fyrir síðustu gos, rúmlega tíu milljón rúmmetrar. „Ef það er meiri samsöfnun á kviku heldur en það þá myndi ég halda það að það væri eitthvað sem stíflaði þessa gosrás sem hefur verið í gangi og þá gæti kvikan farið í aðrar áttir. Hún gæti farið þá í norðurhluta Sundhnúkareinarinnar eða jafnvel i suðurhluta Sundhnúkareinarinnar, sem væri mjög slæmt, en gæti líka stokkið í eldvarpareinina. Og þá myndi virknin færast frá þessum innviðum. En það er ekki nokkur leið fyrir okkur að spá fyrir um hvernig sú atburðarás verður. Kerfið er komið að þolmörkum og það kæmi mér ekkert á óvart að það gysi nú um helgina. En það getur líka farið á hinn veginn.“ Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur og Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur gáfu út spá í gær sem vakti athygli; niðurstaða þeirra er sú að umbrotum við Grindavík ljúki nú síðsumars. Hvað gefurðu fyrir þetta? „Bara mjög áhugaverð spá. Þeir nota upplýsingar sem koma um innflæði á kviku og það virðist hafa dregið úr því með tíma. Og ef það ferli heldur áfram þá náttúrulega endar þetta. Þannig að þetta er bara mjög áhugaverð spá og verður gaman að fylgjast með og sjá hvort hún gangi eftir.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Spáð fyrir um endalok umbrota við Grindavík Merki eru um að meira magn kviku þurfi að safnast fyrir undir Svartsengi en áður, til að koma af stað nýju kvikuhlaupi og ríkir meiri óvissa um tímasetningu þess. Tveir jarðvísindamenn segja kvikusöfnunina vera að hægja á sér og hafa þeir spáð fyrir um lok umbrotanna við Grindavík síðsumars. 14. mars 2024 20:24 Spá því að umbrotum við Grindavík ljúki síðsumars „Við teljum að nú liggi fyrir vísindagögn, sem leyfa okkur að áætla hvenær kvikuhreyfingum og gosum lýkur í Sundhnúks gígaröðinni,“ segja jarðvísindamennirnir Haraldur Sigurðsson jarðfræðingur og Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur í sameiginlegri grein sem birt er á eldfjallabloggi Haraldar. Niðurstaða þeirra, sem þeir kalla einfalda spá, er að umbrotunum við Grindavík ljúki síðsumars árið 2024, eftir fjóra til fimm mánuði. 14. mars 2024 14:44 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Veðurstofan gaf það út í tilkynningu í gær að merki væru um að meira magn kviku þurfi að safnast fyrir undir Svartsengi en áður til að koma af stað eldgosi. Tímasetning á næsta mögulega gosi væri jafnframt þrungin meiri óvissu en áður. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur horfir nú til næstu daga. „Ef það kemur ekki til goss finnst mér líklegt að það sé komin tregða í aðfærslukerfið og að þessi gosrás sem notuð hefur verið í undanförnum gosum er kannski ekki eins greiðfær fyrir kvikuna eins og hefur verið,“ segir Þorvaldur. Kvikan gæti verið orðin deig, og þannig sterkari en áður - og þá haldið aftur af miklu álagi. Fyrir liggur að svipað magn af kviku hafi nú safnast undir Svartsengi og fyrir síðustu gos, rúmlega tíu milljón rúmmetrar. „Ef það er meiri samsöfnun á kviku heldur en það þá myndi ég halda það að það væri eitthvað sem stíflaði þessa gosrás sem hefur verið í gangi og þá gæti kvikan farið í aðrar áttir. Hún gæti farið þá í norðurhluta Sundhnúkareinarinnar eða jafnvel i suðurhluta Sundhnúkareinarinnar, sem væri mjög slæmt, en gæti líka stokkið í eldvarpareinina. Og þá myndi virknin færast frá þessum innviðum. En það er ekki nokkur leið fyrir okkur að spá fyrir um hvernig sú atburðarás verður. Kerfið er komið að þolmörkum og það kæmi mér ekkert á óvart að það gysi nú um helgina. En það getur líka farið á hinn veginn.“ Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur og Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur gáfu út spá í gær sem vakti athygli; niðurstaða þeirra er sú að umbrotum við Grindavík ljúki nú síðsumars. Hvað gefurðu fyrir þetta? „Bara mjög áhugaverð spá. Þeir nota upplýsingar sem koma um innflæði á kviku og það virðist hafa dregið úr því með tíma. Og ef það ferli heldur áfram þá náttúrulega endar þetta. Þannig að þetta er bara mjög áhugaverð spá og verður gaman að fylgjast með og sjá hvort hún gangi eftir.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Spáð fyrir um endalok umbrota við Grindavík Merki eru um að meira magn kviku þurfi að safnast fyrir undir Svartsengi en áður, til að koma af stað nýju kvikuhlaupi og ríkir meiri óvissa um tímasetningu þess. Tveir jarðvísindamenn segja kvikusöfnunina vera að hægja á sér og hafa þeir spáð fyrir um lok umbrotanna við Grindavík síðsumars. 14. mars 2024 20:24 Spá því að umbrotum við Grindavík ljúki síðsumars „Við teljum að nú liggi fyrir vísindagögn, sem leyfa okkur að áætla hvenær kvikuhreyfingum og gosum lýkur í Sundhnúks gígaröðinni,“ segja jarðvísindamennirnir Haraldur Sigurðsson jarðfræðingur og Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur í sameiginlegri grein sem birt er á eldfjallabloggi Haraldar. Niðurstaða þeirra, sem þeir kalla einfalda spá, er að umbrotunum við Grindavík ljúki síðsumars árið 2024, eftir fjóra til fimm mánuði. 14. mars 2024 14:44 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Spáð fyrir um endalok umbrota við Grindavík Merki eru um að meira magn kviku þurfi að safnast fyrir undir Svartsengi en áður, til að koma af stað nýju kvikuhlaupi og ríkir meiri óvissa um tímasetningu þess. Tveir jarðvísindamenn segja kvikusöfnunina vera að hægja á sér og hafa þeir spáð fyrir um lok umbrotanna við Grindavík síðsumars. 14. mars 2024 20:24
Spá því að umbrotum við Grindavík ljúki síðsumars „Við teljum að nú liggi fyrir vísindagögn, sem leyfa okkur að áætla hvenær kvikuhreyfingum og gosum lýkur í Sundhnúks gígaröðinni,“ segja jarðvísindamennirnir Haraldur Sigurðsson jarðfræðingur og Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur í sameiginlegri grein sem birt er á eldfjallabloggi Haraldar. Niðurstaða þeirra, sem þeir kalla einfalda spá, er að umbrotunum við Grindavík ljúki síðsumars árið 2024, eftir fjóra til fimm mánuði. 14. mars 2024 14:44