Ráðist á Árna Tómas á læknastofu hans Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. mars 2024 11:49 Árni, sem er 74 ára, segist hafa jafnað sig að mestu eftir árásina. Læknablaðið Árni Tómas Ragnarsson gigtarlæknir varð fyrir líkamsárás á læknastofu sinni í vikunni, þegar tveir menn mættu á stofuna og kröfðust þess að hann breytti læknisvottorði sem hann hafði skrifað fyrir móður annars þeirra. „Hún hafði flúið til Spánar eftir að ég var hættur, þar sem fíklamál eru frjálslegri. Hún bað mig um að skrifa vottorð um að hún hefði fengið dópið hjá mér og að ég bætti við að hún væri að taka þetta vegna gigtar og gamals fótbrots,“ segir Árni Tómas í samtali við Heimildina. Hann vildi hins vegar aðeins staðfesta að hún væri fíkill en konan og sonur hennar sættu sig ekki við þau málalok. „Þess vegna ruddust þeir inn til mín, nokkuð ógnandi, og heimtuðu nýtt vottorð, sem ég neitaði þeim um. Þeir urðu nokkuð æstir, einkum sonur konunnar, en ég neitaði stöðugt og vísaði þeim út. Þegar sá fyrri var við það að fara kom sá seinni og kýldi mig mjög föstu höggi fyrir bringspalirnar þannig að ég lá emjandi á gólfinu um hríð. Það sást síðan til þeirra hlaupa út Austurstræti,“ segir Árni Tómas. Hann segist hafa komist heim að sjálfsdáðun og jafnað sig að mestu en þetta sé í fyrsta sinn sem „fíklamál hans“ hafi endað með ofbeldi. Árni Tómas ítrekar við Heimildina að árásin breyti engu um afstöðu hans til sprautufíkla, sem séu „ágætisfólk“. Viðurkennir að hafa kallað landlækni miður fallegum nöfnum Árni Tómas var í desember síðastliðnum sviptur leyfi til að skrifa út morfínskyld lyf en hann hafði þá verið mjög opinn með það að gefa út ávísanir til fíknisjúklinga. Hann kvartaði vegna ákvörðunarinnar en segist ekkert hafa heyrt frá Ölmu Möller landlækni. Í viðtalinu við Heimildina viðurkennir Árni Tómas að hafa kallað Ölmu miður fallegum nöfnum í tölvupóstum til hennar en játar jafnframt að hafa verið meðvitaður um að hann væri kominn „út á svolítið hálan ís“ þegar hann hóf að skrifa upp á morfín fyrir skjólstæðinga Frú Ragnheiðar, skaðaminnkandi úrræðis á vegum Rauða krossins. Heimildin birtir einnig texta úr bréfi embættisins til Árna Tómasar sem er dagsett 7. mars síðastliðinn en þar segir meðal annars: „Við hjá embættinu höfum gert allt sem í okkar valdi stendur til að bregðast við og aðstoða þennan hóp. Best hefði verið ef þú hefðir, í þágu skjólstæðinga þinna, unnið þetta með okkur eins og við báðum þig um í bréfi um boðun sviptingar, en því neitaðir þú jú blákalt.“ Sviptingin hefði alls ekki verið fyrirvaralaus. „Það er engin áfrýjunarleið. Ég var bara sviptur og vertu blessaður. Ég hef staðið í þessu lengi og er orðinn uppgefinn. Ég get ekki staðið í þessu lengur. Það góða við það sem ég hef verið að gera er ekki bara að láta þessum strákum líða betur heldur hef ég vakið athygli á málefninu. Nú eru margir að tala um þetta, málefnið er í umræðunni og það er kannski það sem ég skil helst eftir mig. Menn geta ekki horft fram hjá þessu lengur,“ sagði Árni Tómas í nýlegu viðtali við Vísi. Hér má finna ítarlegt viðtal Heimildarinnar við Árna Tómas. Fíkn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Viðhaldsmeðferðir við fíkn eigi ekki að vera í höndum einstaka lækna Landlæknir segir að mál geðlæknisins, sem sviptur var ávísanaleyfi á dögunum, sé fordæmalaust vegna magns þeirra ópíóíðalyfja sem skrifað var upp á. Svokallaðar viðhaldsmeðferðir eigi ekki heima hjá einstökum læknum en kallar eftir heildstæðri stefnu stjórnvalda í vímuefnamálum. 17. apríl 2023 22:02 Ávísanir morfínlyfja til fíkla í nafni skaðaminnkunar engin lausn Lyfjaávísanir morfínlyfja til fíkla í nafni skaðaminnkunar er engin lausn, að mati framkvæmdastjóra lækninga hjá SÁÁ. Fíklar sem séu í neyslu geti fengið lyfjameðferð. 17. desember 2023 19:00 Segir sviptingu Árna Tómasar mögulega ekki hugsaða til enda Greint var frá því í gær að Árni Tómas Ragnarsson gigtarlæknir hafi verið sviptur læknaleyfi sínu að hluta og gæti ekki lengur ávísað lyfjum til sjúklinga sinna. Árni hefur aðstoðað hóp fíkla en hann aðhyllist skaðaminnkandi úrúrræði. 15. desember 2023 08:30 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
„Hún hafði flúið til Spánar eftir að ég var hættur, þar sem fíklamál eru frjálslegri. Hún bað mig um að skrifa vottorð um að hún hefði fengið dópið hjá mér og að ég bætti við að hún væri að taka þetta vegna gigtar og gamals fótbrots,“ segir Árni Tómas í samtali við Heimildina. Hann vildi hins vegar aðeins staðfesta að hún væri fíkill en konan og sonur hennar sættu sig ekki við þau málalok. „Þess vegna ruddust þeir inn til mín, nokkuð ógnandi, og heimtuðu nýtt vottorð, sem ég neitaði þeim um. Þeir urðu nokkuð æstir, einkum sonur konunnar, en ég neitaði stöðugt og vísaði þeim út. Þegar sá fyrri var við það að fara kom sá seinni og kýldi mig mjög föstu höggi fyrir bringspalirnar þannig að ég lá emjandi á gólfinu um hríð. Það sást síðan til þeirra hlaupa út Austurstræti,“ segir Árni Tómas. Hann segist hafa komist heim að sjálfsdáðun og jafnað sig að mestu en þetta sé í fyrsta sinn sem „fíklamál hans“ hafi endað með ofbeldi. Árni Tómas ítrekar við Heimildina að árásin breyti engu um afstöðu hans til sprautufíkla, sem séu „ágætisfólk“. Viðurkennir að hafa kallað landlækni miður fallegum nöfnum Árni Tómas var í desember síðastliðnum sviptur leyfi til að skrifa út morfínskyld lyf en hann hafði þá verið mjög opinn með það að gefa út ávísanir til fíknisjúklinga. Hann kvartaði vegna ákvörðunarinnar en segist ekkert hafa heyrt frá Ölmu Möller landlækni. Í viðtalinu við Heimildina viðurkennir Árni Tómas að hafa kallað Ölmu miður fallegum nöfnum í tölvupóstum til hennar en játar jafnframt að hafa verið meðvitaður um að hann væri kominn „út á svolítið hálan ís“ þegar hann hóf að skrifa upp á morfín fyrir skjólstæðinga Frú Ragnheiðar, skaðaminnkandi úrræðis á vegum Rauða krossins. Heimildin birtir einnig texta úr bréfi embættisins til Árna Tómasar sem er dagsett 7. mars síðastliðinn en þar segir meðal annars: „Við hjá embættinu höfum gert allt sem í okkar valdi stendur til að bregðast við og aðstoða þennan hóp. Best hefði verið ef þú hefðir, í þágu skjólstæðinga þinna, unnið þetta með okkur eins og við báðum þig um í bréfi um boðun sviptingar, en því neitaðir þú jú blákalt.“ Sviptingin hefði alls ekki verið fyrirvaralaus. „Það er engin áfrýjunarleið. Ég var bara sviptur og vertu blessaður. Ég hef staðið í þessu lengi og er orðinn uppgefinn. Ég get ekki staðið í þessu lengur. Það góða við það sem ég hef verið að gera er ekki bara að láta þessum strákum líða betur heldur hef ég vakið athygli á málefninu. Nú eru margir að tala um þetta, málefnið er í umræðunni og það er kannski það sem ég skil helst eftir mig. Menn geta ekki horft fram hjá þessu lengur,“ sagði Árni Tómas í nýlegu viðtali við Vísi. Hér má finna ítarlegt viðtal Heimildarinnar við Árna Tómas.
Fíkn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Viðhaldsmeðferðir við fíkn eigi ekki að vera í höndum einstaka lækna Landlæknir segir að mál geðlæknisins, sem sviptur var ávísanaleyfi á dögunum, sé fordæmalaust vegna magns þeirra ópíóíðalyfja sem skrifað var upp á. Svokallaðar viðhaldsmeðferðir eigi ekki heima hjá einstökum læknum en kallar eftir heildstæðri stefnu stjórnvalda í vímuefnamálum. 17. apríl 2023 22:02 Ávísanir morfínlyfja til fíkla í nafni skaðaminnkunar engin lausn Lyfjaávísanir morfínlyfja til fíkla í nafni skaðaminnkunar er engin lausn, að mati framkvæmdastjóra lækninga hjá SÁÁ. Fíklar sem séu í neyslu geti fengið lyfjameðferð. 17. desember 2023 19:00 Segir sviptingu Árna Tómasar mögulega ekki hugsaða til enda Greint var frá því í gær að Árni Tómas Ragnarsson gigtarlæknir hafi verið sviptur læknaleyfi sínu að hluta og gæti ekki lengur ávísað lyfjum til sjúklinga sinna. Árni hefur aðstoðað hóp fíkla en hann aðhyllist skaðaminnkandi úrúrræði. 15. desember 2023 08:30 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Viðhaldsmeðferðir við fíkn eigi ekki að vera í höndum einstaka lækna Landlæknir segir að mál geðlæknisins, sem sviptur var ávísanaleyfi á dögunum, sé fordæmalaust vegna magns þeirra ópíóíðalyfja sem skrifað var upp á. Svokallaðar viðhaldsmeðferðir eigi ekki heima hjá einstökum læknum en kallar eftir heildstæðri stefnu stjórnvalda í vímuefnamálum. 17. apríl 2023 22:02
Ávísanir morfínlyfja til fíkla í nafni skaðaminnkunar engin lausn Lyfjaávísanir morfínlyfja til fíkla í nafni skaðaminnkunar er engin lausn, að mati framkvæmdastjóra lækninga hjá SÁÁ. Fíklar sem séu í neyslu geti fengið lyfjameðferð. 17. desember 2023 19:00
Segir sviptingu Árna Tómasar mögulega ekki hugsaða til enda Greint var frá því í gær að Árni Tómas Ragnarsson gigtarlæknir hafi verið sviptur læknaleyfi sínu að hluta og gæti ekki lengur ávísað lyfjum til sjúklinga sinna. Árni hefur aðstoðað hóp fíkla en hann aðhyllist skaðaminnkandi úrúrræði. 15. desember 2023 08:30