Kröfurnar um titil minnki klárlega ekki með innkomu Gylfa Aron Guðmundsson skrifar 15. mars 2024 09:16 Valsmenn eru skiljanlega í skýjunum með að hafa landað Gylfa Þór Sigurðssyni. Viðbót við leikmannahóp liðsins sem vakið hefur gríðarlega athygli. Vísir/Samsett mynd Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, er þakklátur fólkinu í knattspyrnudeild félagsins fyrir að hafa landað Gylfa Þór Sigurðssyni sem skrifaði undir tveggja ára samning í gær. Gylfi sé á ákveðinni persónulegri vegferð, vilji á sama tíma vinna titla með Val og segir Arnar að kröfurnar um að hann fari að skila inn titlum sem þjálfari liðsins minnki klárlega ekki með innkomu Gylfa Þórs. „Aðdragandinn að þessu er langur eins og þið vitið. Við fengum Gylfa Þór til okkar á æfingar um síðasta sumar. Þá ríkti mikil eftirvænting fyrir því að við myndum fá þennan frábæra knattspyrnumann aftur á knattspyrnuvöllinn. Hvað þá til Íslands. Hann ákveður svo að fara út til Lyngby og síðan þá hefur haldist gott samband okkar á milli,“ segir Arnar aðspurður um aðdragandann að skiptum Gylfa Þórs yfir til Vals. Þráðurinn tekinn upp „Þegar að þessi staða kemur svo aftur upp núna. Þá er þráðurinn bara tekinn upp. Það er rosalega mikill metnaður, fyrst og fremst, í þessu félagi sem skilar þessu. Heiður að fá að þjálfa hjá Val. Þetta rúma ár sem ég hef verið hjá félaginu hef ég séð hversu mikill metnaður býr í því. Hvað fólk er reiðubúið að leggja mikið á sig. Stjórnarmenn, meistaraflokksráðið og allt fólkið í kringum félagið. Menn vilja búa til umgjörð sem laðar að svona toppleikmenn eins og Gylfa Þór. Það átti stóran þátt í því að draga hann til okkar.“ Gylfi Þór Sigurðsson og Arnar Grétarsson þjálfari Vals eftir að Gylfi hafði krotað undir samning Valur Koma Gylfa Þórs á Hlíðarenda séu geggjaðar fréttir. Fyrir alla Valsara sem og allt knattspyrnuáhugafólk á Íslandi, að fá þennan frábæra knattspyrnumann á völlinn á Íslandi. „Það er eftirvænting og fyrst og fremst spenna ríkjandi fyrir því,“ segir Arnar. „Við höfum alltaf haldið góðu sambandi við hann. Höfum alltaf sagst taka á móti honum með opnum örmum og boðið hann velkominn ef hugur hans leitaði til Íslands. Við skiljum það þó líka á sama tíma að svona leikmaður, með svona prófíl, gæti á hverri stundu fengið eitthvað meira aðlaðandi tilboð erlendis frá. Við vonuðumst náttúrulega alltaf til þess að hann myndi kannski enda ferilinn á Íslandi.“ Hjá Gylfa Þór ríki enn mikill metnaður. „Hann ætlar að koma heim og standa sig vel. Hann er ekki að koma heim til þess að leggja skóna á hilluna. Honum langar að gera alvöru hluti, hætta á toppnum. Hann vill kveðja knattspyrnusviðið með þeim hætti að menn muni eftir honum í alvöru standi.“ „Gylfi hefur enn ekki unnið stóran titil þrátt fyrir að eiga geggjaðan feril að baki sem atvinnumaður. Hann vill koma heim, standa sig virkilega vel og vinna titla með Val. Það hljómar mjög vel í mín eyru sem og eyru allra Valsmanna. Þetta eru bara frábærar fréttir fyrir alla.“ Pressan minnkar allavegana ekki Fyrir komandi tímabil í Bestu deildinni hefur lið ríkjandi Íslands- og bikarmeistara verið talið líklegast til afreka. Valsmenn hafa verið það lið sem talið er geta veitt Víkingum hvað mesta samkeppni í deildinni og er koma Gylfa Þórs til félagsins byr í segl félagsins. Er meiri pressa komin á þig núna, með komu Gylfa Þórs, sem þjálfari liðsins að fara skila inn titlum? „Pressan minnkar allavegana ekki með komu Gylfa Þórs í leikmannahóp liðsins. En ég hef alveg sagt það, meðal annars þegar að ég kom til félagsins í fyrra, að Valur stæði kannski aðeins aftar en bestu lið deildarinnar. En það er alveg klárt, og var það líka í fyrra miðað við leikmannahóp okkar, að við ætlum að reyna landa öllum þeim titlum sem í boði eru. Það eru ekki óraunhæfar kröfur.“ „Við vitum alveg að Víkingur Reykjavík er með hrikalega flott lið. Þá hafa Breiðablik og KR verið að bæta við sig sterkum leikmönnum. Það eru mörg lið þarna úti sem gera tilkall í að gera einhverja hluti. Kröfurnar hjá Val eru þær, og munu verða það áfram, að það er farið inn í hvert einasta mót til þess að sækja titil eða titla. Þær kröfur minnka klárlega ekki með tilkomu Gylfa. Hvort það séu auknar kröfur á mig persónulega sem þjálfari liðsins veit ég ekki. Ég tek því ekki þannig. Ég bara fagna því að Gylfi Þór sé kominn í raðir okkar Valsmanna. Þetta eykur okkar líkur á að ná okkar markmiðum. Sömuleiðis lyftir þetta öllu félaginu.“ Valur Besta deild karla Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Enski boltinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Sjá meira
„Aðdragandinn að þessu er langur eins og þið vitið. Við fengum Gylfa Þór til okkar á æfingar um síðasta sumar. Þá ríkti mikil eftirvænting fyrir því að við myndum fá þennan frábæra knattspyrnumann aftur á knattspyrnuvöllinn. Hvað þá til Íslands. Hann ákveður svo að fara út til Lyngby og síðan þá hefur haldist gott samband okkar á milli,“ segir Arnar aðspurður um aðdragandann að skiptum Gylfa Þórs yfir til Vals. Þráðurinn tekinn upp „Þegar að þessi staða kemur svo aftur upp núna. Þá er þráðurinn bara tekinn upp. Það er rosalega mikill metnaður, fyrst og fremst, í þessu félagi sem skilar þessu. Heiður að fá að þjálfa hjá Val. Þetta rúma ár sem ég hef verið hjá félaginu hef ég séð hversu mikill metnaður býr í því. Hvað fólk er reiðubúið að leggja mikið á sig. Stjórnarmenn, meistaraflokksráðið og allt fólkið í kringum félagið. Menn vilja búa til umgjörð sem laðar að svona toppleikmenn eins og Gylfa Þór. Það átti stóran þátt í því að draga hann til okkar.“ Gylfi Þór Sigurðsson og Arnar Grétarsson þjálfari Vals eftir að Gylfi hafði krotað undir samning Valur Koma Gylfa Þórs á Hlíðarenda séu geggjaðar fréttir. Fyrir alla Valsara sem og allt knattspyrnuáhugafólk á Íslandi, að fá þennan frábæra knattspyrnumann á völlinn á Íslandi. „Það er eftirvænting og fyrst og fremst spenna ríkjandi fyrir því,“ segir Arnar. „Við höfum alltaf haldið góðu sambandi við hann. Höfum alltaf sagst taka á móti honum með opnum örmum og boðið hann velkominn ef hugur hans leitaði til Íslands. Við skiljum það þó líka á sama tíma að svona leikmaður, með svona prófíl, gæti á hverri stundu fengið eitthvað meira aðlaðandi tilboð erlendis frá. Við vonuðumst náttúrulega alltaf til þess að hann myndi kannski enda ferilinn á Íslandi.“ Hjá Gylfa Þór ríki enn mikill metnaður. „Hann ætlar að koma heim og standa sig vel. Hann er ekki að koma heim til þess að leggja skóna á hilluna. Honum langar að gera alvöru hluti, hætta á toppnum. Hann vill kveðja knattspyrnusviðið með þeim hætti að menn muni eftir honum í alvöru standi.“ „Gylfi hefur enn ekki unnið stóran titil þrátt fyrir að eiga geggjaðan feril að baki sem atvinnumaður. Hann vill koma heim, standa sig virkilega vel og vinna titla með Val. Það hljómar mjög vel í mín eyru sem og eyru allra Valsmanna. Þetta eru bara frábærar fréttir fyrir alla.“ Pressan minnkar allavegana ekki Fyrir komandi tímabil í Bestu deildinni hefur lið ríkjandi Íslands- og bikarmeistara verið talið líklegast til afreka. Valsmenn hafa verið það lið sem talið er geta veitt Víkingum hvað mesta samkeppni í deildinni og er koma Gylfa Þórs til félagsins byr í segl félagsins. Er meiri pressa komin á þig núna, með komu Gylfa Þórs, sem þjálfari liðsins að fara skila inn titlum? „Pressan minnkar allavegana ekki með komu Gylfa Þórs í leikmannahóp liðsins. En ég hef alveg sagt það, meðal annars þegar að ég kom til félagsins í fyrra, að Valur stæði kannski aðeins aftar en bestu lið deildarinnar. En það er alveg klárt, og var það líka í fyrra miðað við leikmannahóp okkar, að við ætlum að reyna landa öllum þeim titlum sem í boði eru. Það eru ekki óraunhæfar kröfur.“ „Við vitum alveg að Víkingur Reykjavík er með hrikalega flott lið. Þá hafa Breiðablik og KR verið að bæta við sig sterkum leikmönnum. Það eru mörg lið þarna úti sem gera tilkall í að gera einhverja hluti. Kröfurnar hjá Val eru þær, og munu verða það áfram, að það er farið inn í hvert einasta mót til þess að sækja titil eða titla. Þær kröfur minnka klárlega ekki með tilkomu Gylfa. Hvort það séu auknar kröfur á mig persónulega sem þjálfari liðsins veit ég ekki. Ég tek því ekki þannig. Ég bara fagna því að Gylfi Þór sé kominn í raðir okkar Valsmanna. Þetta eykur okkar líkur á að ná okkar markmiðum. Sömuleiðis lyftir þetta öllu félaginu.“
Valur Besta deild karla Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Enski boltinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Sjá meira