Fimmtíu milljónir árlega í rekstur bílastæða við HÍ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. mars 2024 14:07 Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. Vísir/Ívar Fannar Gjaldtaka á bílastæðum við Háskóla Íslands hefst í haust. Rektor háskólans segir tilganginn að draga úr bílaumferð um svæðið og auka kostnaðarvitund starfsfólks og nemenda um bílastæðin en Háskólinn hefur borgað fimmtíu milljónir árlega fyrir rekstur stæðanna. Gjald verður tekið fyrir notkun bílastæða milli átta og fjögur á virkum dögum og verður bílastæðum skipt í tvö gjaldsvæði. Á völdum stæðum næst byggingum Háskólans verður alltaf tekið gjald líkt og verið hefur í skeifunni, svokölluðu, við Aðalbyggingu og við Gimli. Önnur stæði verða í gjaldflokki P3 og þar verður einnig tekið almennt gjald en nemendur og starfsfólk munu geta skráð bíla sína til að fá heimild til að leggja í þau stæði með mánaðarlegri áskrift upp á fimmtán hundruð krónur. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir að gjaldtaka hafi verið til umræðu í árafjöld. „Við erum að huga að umhverfismálum fyrir það fyrsta, það er hérna að rísa spítali og háskólinn er að stækka og við verðum að bregðast við varðandi þessa umferð sem er að aukast mjög á Hringbrautinni. Við erum líka að horfa á það að háskólinn er að greiða talsverðan kostnað, tugi milljóna á ári í að sjá um bílastæðið.“ Rekstur bílastæðanna kostar Háskólann um fimmtíu milljónir árlega. Jón Atli segir að fólk hafi gagnrýnt Háskólaráð fyrir að skrefið sé ekki nógu stórt en þetta sé aðeins fyrsta skrefið. „Síðan í framhaldinu getum við farið í frekari aðgerðir svo þetta er fyrsta skrefið í að bregðast við þessum vanda.“ Stúdentaráð Háskóla Íslands vildi mótvægisaðgerðir og að strætókort yrðu niðurgreidd. „Því miður, fjárhagur Háskóla Íslands er þannig að við getum ekki gert það og það hefur líka áhrif á það að við tökum þetta litla skref, sem er 1500 krónur á mánuði til þess að byrja þetta, bregðast við vandanum að einhverju leyti en síðan höfum við í hyggju að halda áfram og reyna að koma með einhverjar mótvægisaðgerðir fyrir stúdenta og starfsfólk svo við getum hjálpað þeim.“ Bílastæði Háskólar Reykjavík Hagsmunir stúdenta Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Gjaldtaka hefst á bílastæðum HÍ í haust Gjaldtaka mun hefjast á bílastæðum við Háskóla Íslands í haust. Gjald verður tekið fyrir notkun bílastæða milli átta og fjögur á virkum dögum og verður bílastæðum skipt í tvö gjaldsvæði. 13. mars 2024 18:16 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Sjá meira
Gjald verður tekið fyrir notkun bílastæða milli átta og fjögur á virkum dögum og verður bílastæðum skipt í tvö gjaldsvæði. Á völdum stæðum næst byggingum Háskólans verður alltaf tekið gjald líkt og verið hefur í skeifunni, svokölluðu, við Aðalbyggingu og við Gimli. Önnur stæði verða í gjaldflokki P3 og þar verður einnig tekið almennt gjald en nemendur og starfsfólk munu geta skráð bíla sína til að fá heimild til að leggja í þau stæði með mánaðarlegri áskrift upp á fimmtán hundruð krónur. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir að gjaldtaka hafi verið til umræðu í árafjöld. „Við erum að huga að umhverfismálum fyrir það fyrsta, það er hérna að rísa spítali og háskólinn er að stækka og við verðum að bregðast við varðandi þessa umferð sem er að aukast mjög á Hringbrautinni. Við erum líka að horfa á það að háskólinn er að greiða talsverðan kostnað, tugi milljóna á ári í að sjá um bílastæðið.“ Rekstur bílastæðanna kostar Háskólann um fimmtíu milljónir árlega. Jón Atli segir að fólk hafi gagnrýnt Háskólaráð fyrir að skrefið sé ekki nógu stórt en þetta sé aðeins fyrsta skrefið. „Síðan í framhaldinu getum við farið í frekari aðgerðir svo þetta er fyrsta skrefið í að bregðast við þessum vanda.“ Stúdentaráð Háskóla Íslands vildi mótvægisaðgerðir og að strætókort yrðu niðurgreidd. „Því miður, fjárhagur Háskóla Íslands er þannig að við getum ekki gert það og það hefur líka áhrif á það að við tökum þetta litla skref, sem er 1500 krónur á mánuði til þess að byrja þetta, bregðast við vandanum að einhverju leyti en síðan höfum við í hyggju að halda áfram og reyna að koma með einhverjar mótvægisaðgerðir fyrir stúdenta og starfsfólk svo við getum hjálpað þeim.“
Bílastæði Háskólar Reykjavík Hagsmunir stúdenta Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Gjaldtaka hefst á bílastæðum HÍ í haust Gjaldtaka mun hefjast á bílastæðum við Háskóla Íslands í haust. Gjald verður tekið fyrir notkun bílastæða milli átta og fjögur á virkum dögum og verður bílastæðum skipt í tvö gjaldsvæði. 13. mars 2024 18:16 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Sjá meira
Gjaldtaka hefst á bílastæðum HÍ í haust Gjaldtaka mun hefjast á bílastæðum við Háskóla Íslands í haust. Gjald verður tekið fyrir notkun bílastæða milli átta og fjögur á virkum dögum og verður bílastæðum skipt í tvö gjaldsvæði. 13. mars 2024 18:16