Vorið vaknar: Randver í Mínígarðinum og Dagur B. á Röntgen Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 14. mars 2024 13:01 Randver og Dagur voru meðal þeirra sem nutu lífsins síðustu helgi. Eftir enn annan langan íslenskan vetur er loksins vor í lofti. Það sést á mannlífinu því hlutirnir eru aftur farnir að gerast og skemmtilegt fólk skemmtir sér úti um allt land langt fram á nætur. Þannig létu sjálf forsetahjónin þau Guðni og Eliza sig meðal annars ekki vanta í Hörpunni um helgina. Sjálfur Spaugstofumaðurinn Randver Þorláksson var til fyrirmyndar í Mínígarðinum um helgina. Þar fór hann vafalaust holu í höggi á nokkrum stöðum þó lítið virðist vera að frétta af mögulegri endurkomu Spaugstofunnar. Lífið var líka í Borgarleikhúsinu þar sem ýmsir nutu lífsins. Þannig virtust hjónin Jón Gnarr og Jóhanna Jóhannsdóttir sem betur er þekkt sem Jóga, skemmta sér konunglega á leiksýningunni Fúsi: Aldur og fyrri störf. Þar voru líka ein glæsilegustu hjón landsins, leikararnir Björn Thors og Unnur Ösp Stefánsdóttir. Menningar var ekki bara notið í leikhúsunum því það var allt krökkt af gestum í Bíó Paradís á laugardagskvöldinu. Verið var að sýna magnaða leikna mynd byggð á ævisögu Mohamedou Old Slahi sem fangelsaður var og pyntaður í fimmtán ár í Guantanamo fangelsinu fyrir rangar sakargiftir. Hann mætti sjálfur til að spjalla við gesti og gangandi. Það þýddi að sjálfsögðu að þangað mættu alvöru kanónur líkt og Ögmundur Jónasson fyrrverandi ráðherra, Gunnar Smári Egilsson fjölmiðlamaður og Sósíalistaforingi og leikstjórinn Arthur Björg Bollason. Síðasta helgi snerist þó meira og minna um tónleika einnar farsælustu tónlistarkonu Íslands Laufeyjar. Þangað mættu enda rúm tíu þúsund manns þrjá daga í röð, þó miklu fleiri hefðu verið til í að mæta eins og Vísir greindi frá á sínum tíma. Í Eldborg voru mættir stjórnmálamenn eins og Lilja Dögg Alfreðsdóttir viðskipta-og menningarmálaráðherra, enda tónleikaferðin líklega í starfslýsingunni. Þar voru líka fyrrverandi stjórnmálamenn líkt og sjónvarpsmaðurinn Gísli Marteinn Baldursson og þá lét Haraldur Þorleifsson sig ekki vanta. Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid mættu að sjálfsögðu í Hörpuna. Mögulegi forsetaframbjóðandinn Halla Tómasdóttir fékk sér vín og máltíð í góðra vinkvenna hópi á Hafnartorg Gallerí. Þar var einnig staddur Hörður Guðbrandsson verkalýðsforingi með meiru. Alma Möller, landlæknir og mögulegur forsetaframbjóðandi naut lífsins á meðan hinumegin í miðbænum á veitingahúsinu Brút. Vorveðrið hafði góð áhrif á djammið. Viðar Örn Kjartansson fótboltamaðurinn knái var allt í öllu á skemmtistaðnum Hax á laugardagskvöldinu. Atkvæðamestur á djamminu var þó líklega Dagur B. Eggertsson en hann var feykilega öflugur á dansgólfinu á skemmtistaðnum Röntgen. Ekki voru þó allir að djamma um helgina. Eða í hið minnsta ekki um miðjan dag. Einn ástsælasti leikari þjóðarinnar Björn Hlynur mætti til að mynda í leðurjakka í síðdegisverkin í Húsasmiðjunni í Skútuvogi. Þar hefur hann líklega verið að útrétta fyrir einn skemmtilegasta sportbar landsins, Ölver. Guðmundur Emil, einkaþjálfari þjóðarinnar, var svo í þungum þönkum á rafhlaupahjóli í sólinni við tjörnina í miðbæ Reykjavíkur síðdegis á sunnudaginn. Hann var að sjálfsögðu ber að ofan, enda geðveikt veður. Frægir á ferð Tengdar fréttir Eiður Smári í karókí og Árni Oddur á skíðum Árni Oddur Þórðarson, fyrrverandi forstjóri Marels, er á meðal þeirra sem skellti sér á skíði í Hlíðarfjalli á dögunum. Það þarf ekki að fara í alpana til að eiga draumadaga í brekkunum. Já, frægir eru víða á ferð. 1. mars 2024 14:02 Taílenskt hjá Kára Stef og Dorrit heitasta gellan Forsetaframbjóðendur safna undirskriftum, leikarar fjárfesta í Crocs og Kári Stefánsson er hreinlega úti um allt. Dorrit Moussaieff er orðin 74 ára en bar af á frumsýningu þótt margar gellur væru á svæðinu. Frægir hafa sannarlega verið á ferðinni undanfarið. 15. febrúar 2024 11:02 Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf Fleiri fréttir „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Sjá meira
Sjálfur Spaugstofumaðurinn Randver Þorláksson var til fyrirmyndar í Mínígarðinum um helgina. Þar fór hann vafalaust holu í höggi á nokkrum stöðum þó lítið virðist vera að frétta af mögulegri endurkomu Spaugstofunnar. Lífið var líka í Borgarleikhúsinu þar sem ýmsir nutu lífsins. Þannig virtust hjónin Jón Gnarr og Jóhanna Jóhannsdóttir sem betur er þekkt sem Jóga, skemmta sér konunglega á leiksýningunni Fúsi: Aldur og fyrri störf. Þar voru líka ein glæsilegustu hjón landsins, leikararnir Björn Thors og Unnur Ösp Stefánsdóttir. Menningar var ekki bara notið í leikhúsunum því það var allt krökkt af gestum í Bíó Paradís á laugardagskvöldinu. Verið var að sýna magnaða leikna mynd byggð á ævisögu Mohamedou Old Slahi sem fangelsaður var og pyntaður í fimmtán ár í Guantanamo fangelsinu fyrir rangar sakargiftir. Hann mætti sjálfur til að spjalla við gesti og gangandi. Það þýddi að sjálfsögðu að þangað mættu alvöru kanónur líkt og Ögmundur Jónasson fyrrverandi ráðherra, Gunnar Smári Egilsson fjölmiðlamaður og Sósíalistaforingi og leikstjórinn Arthur Björg Bollason. Síðasta helgi snerist þó meira og minna um tónleika einnar farsælustu tónlistarkonu Íslands Laufeyjar. Þangað mættu enda rúm tíu þúsund manns þrjá daga í röð, þó miklu fleiri hefðu verið til í að mæta eins og Vísir greindi frá á sínum tíma. Í Eldborg voru mættir stjórnmálamenn eins og Lilja Dögg Alfreðsdóttir viðskipta-og menningarmálaráðherra, enda tónleikaferðin líklega í starfslýsingunni. Þar voru líka fyrrverandi stjórnmálamenn líkt og sjónvarpsmaðurinn Gísli Marteinn Baldursson og þá lét Haraldur Þorleifsson sig ekki vanta. Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid mættu að sjálfsögðu í Hörpuna. Mögulegi forsetaframbjóðandinn Halla Tómasdóttir fékk sér vín og máltíð í góðra vinkvenna hópi á Hafnartorg Gallerí. Þar var einnig staddur Hörður Guðbrandsson verkalýðsforingi með meiru. Alma Möller, landlæknir og mögulegur forsetaframbjóðandi naut lífsins á meðan hinumegin í miðbænum á veitingahúsinu Brút. Vorveðrið hafði góð áhrif á djammið. Viðar Örn Kjartansson fótboltamaðurinn knái var allt í öllu á skemmtistaðnum Hax á laugardagskvöldinu. Atkvæðamestur á djamminu var þó líklega Dagur B. Eggertsson en hann var feykilega öflugur á dansgólfinu á skemmtistaðnum Röntgen. Ekki voru þó allir að djamma um helgina. Eða í hið minnsta ekki um miðjan dag. Einn ástsælasti leikari þjóðarinnar Björn Hlynur mætti til að mynda í leðurjakka í síðdegisverkin í Húsasmiðjunni í Skútuvogi. Þar hefur hann líklega verið að útrétta fyrir einn skemmtilegasta sportbar landsins, Ölver. Guðmundur Emil, einkaþjálfari þjóðarinnar, var svo í þungum þönkum á rafhlaupahjóli í sólinni við tjörnina í miðbæ Reykjavíkur síðdegis á sunnudaginn. Hann var að sjálfsögðu ber að ofan, enda geðveikt veður.
Frægir á ferð Tengdar fréttir Eiður Smári í karókí og Árni Oddur á skíðum Árni Oddur Þórðarson, fyrrverandi forstjóri Marels, er á meðal þeirra sem skellti sér á skíði í Hlíðarfjalli á dögunum. Það þarf ekki að fara í alpana til að eiga draumadaga í brekkunum. Já, frægir eru víða á ferð. 1. mars 2024 14:02 Taílenskt hjá Kára Stef og Dorrit heitasta gellan Forsetaframbjóðendur safna undirskriftum, leikarar fjárfesta í Crocs og Kári Stefánsson er hreinlega úti um allt. Dorrit Moussaieff er orðin 74 ára en bar af á frumsýningu þótt margar gellur væru á svæðinu. Frægir hafa sannarlega verið á ferðinni undanfarið. 15. febrúar 2024 11:02 Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf Fleiri fréttir „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Sjá meira
Eiður Smári í karókí og Árni Oddur á skíðum Árni Oddur Þórðarson, fyrrverandi forstjóri Marels, er á meðal þeirra sem skellti sér á skíði í Hlíðarfjalli á dögunum. Það þarf ekki að fara í alpana til að eiga draumadaga í brekkunum. Já, frægir eru víða á ferð. 1. mars 2024 14:02
Taílenskt hjá Kára Stef og Dorrit heitasta gellan Forsetaframbjóðendur safna undirskriftum, leikarar fjárfesta í Crocs og Kári Stefánsson er hreinlega úti um allt. Dorrit Moussaieff er orðin 74 ára en bar af á frumsýningu þótt margar gellur væru á svæðinu. Frægir hafa sannarlega verið á ferðinni undanfarið. 15. febrúar 2024 11:02