Dýr eiga ekki að þjást Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar 14. mars 2024 10:30 Dýr geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Við berum öll siðferðilega og lagalega skyldu gagnvart dýrum, bæði hvað varðar meðferð og aðbúnað, hjálparskyldu og tilkynningarskyldu. Rík lagaleg skylda hvílir á stjórnvöldum að gæta að velferð dýra. Hér á landi gerist það að dýr séu látin þjást á meðan mál eru í ferli hjá yfirvöldum. Það er með öllu óviðunandi að dýr séu látin þjást svo vikum og jafnvel árum skiptir, verja þarf velferð dýra mun betur hér á landi. Þegar ný lög um velferð dýra voru sett árið 2013 gáfu þau góða von um aukna áherslu stjórnvalda á dýravelferð í landinu. Lögin eru að mörgu leyti góð og með þeim var jafnframt staðfest að dýr eru skyni gæddar verur. Ísland steig með þessu þýðingarmikið skref og varð eitt fárra landa heims sem viðurkenna að dýr hafi sinn tilverurétt sem beri að virða. Minnkað eftirlit með dýravelferð Nýjum dýravelferðarlögum fylgdi þó breyting sem hefur reynst mjög illa. Það staðfestir nýleg skýrsla Ríkisendurskoðunar um eftirlit Matvælastofnunar (MAST) með velferð búfjár, margt er verulega ábótavant hvað varðar eftirlitið. Með nýjum lögum var eftirlit með dýravelferð fært til MAST, tíðni heimsókna minnkuð og ríkari áhersla lögð á ábendingar frá almenningi. Eftirlitið fór úr því að vera reglubundið árlegt eftirlit sem það var áður hjá sveitarfélögunum í svokallað áhættumiðað eftirlit þar sem langt getur liðið milli eftirlitsheimsókna. Dæmi um það er að það líða þrjú ár milli eftirlitsheimsókna hjá bæjum sem halda nautgripi og sauðfé og fjögur ár hjá þeim sem halda hross. Þetta er langur tími. Graðnaut sem eru eldri en 6 mánaða skulu alfarið haldin inni lögum samkvæmt sem þýðir að aðeins þeir aðilar sem eiga erindi í gripahúsin sjá aðbúnað þeirra. Ef þessir aðilar tilkynna slæman aðbúnað þá veit viðkomandi búfjáreigandi yfirleitt hver tilkynnti sem hefur fælandi áhrif, þessir aðilar geta veigrað sér við að tilkynna til að verða ekki fyrir áreiti eða tapa viðskiptum. Á meðan þjást dýrin. Að stjórnvöld treysti á ábendingar frá almenningi í jafn ríkum mæli og nú er gert verndar ekki dýrin. Augljóslega þarf að auka tíðni eftirlitsheimsókna. Núverandi fyrirkomulag ver ekki velferð dýra Með minnkuðu eftirliti var stöðugildum dýraeftirlitsfólks jafnframt fækkað, úr um 12 stöðugildum í 6. Svæði dýraeftirlitsfólks er gríðarstórt og hafa þau eftirlit með hundruðum starfsstöðva sem halda búfé, ásamt því að bregðast við ábendingum vegna gæludýra. Það er dagljóst að þetta fyrirkomulag gengur ekki upp. Núverandi fyrirkomulag eftirlits með dýravelferð er óviðunandi. Það veitir búfjáreigendum lítið aðhald, það er ekki fyrirbyggjandi og ver ekki velferð dýra eins og á að vera. Nauðsynlegt er að stjórnvöld endurskoði reglur um eftirlitið og það verði árlegt á öllum starfsstöðvum eins og áður var. Jafnframt þarf að bregðast mun hraðar við þegar dýravelferðarmál koma upp. Dýr eiga ekki að þjást. Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) skorar á stjórnvöld að bæta eftirlit með velferð dýra og hefur sambandið hrundið af stað undirskriftasöfnun. Hægt er að skrifa undir hér: Ekkert dýr á að þjást (dyravernd.is) Höfundur er formaður Dýraverndarsambands Íslands (DÍS). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Linda Karen Gunnarsdóttir Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Dýr geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Við berum öll siðferðilega og lagalega skyldu gagnvart dýrum, bæði hvað varðar meðferð og aðbúnað, hjálparskyldu og tilkynningarskyldu. Rík lagaleg skylda hvílir á stjórnvöldum að gæta að velferð dýra. Hér á landi gerist það að dýr séu látin þjást á meðan mál eru í ferli hjá yfirvöldum. Það er með öllu óviðunandi að dýr séu látin þjást svo vikum og jafnvel árum skiptir, verja þarf velferð dýra mun betur hér á landi. Þegar ný lög um velferð dýra voru sett árið 2013 gáfu þau góða von um aukna áherslu stjórnvalda á dýravelferð í landinu. Lögin eru að mörgu leyti góð og með þeim var jafnframt staðfest að dýr eru skyni gæddar verur. Ísland steig með þessu þýðingarmikið skref og varð eitt fárra landa heims sem viðurkenna að dýr hafi sinn tilverurétt sem beri að virða. Minnkað eftirlit með dýravelferð Nýjum dýravelferðarlögum fylgdi þó breyting sem hefur reynst mjög illa. Það staðfestir nýleg skýrsla Ríkisendurskoðunar um eftirlit Matvælastofnunar (MAST) með velferð búfjár, margt er verulega ábótavant hvað varðar eftirlitið. Með nýjum lögum var eftirlit með dýravelferð fært til MAST, tíðni heimsókna minnkuð og ríkari áhersla lögð á ábendingar frá almenningi. Eftirlitið fór úr því að vera reglubundið árlegt eftirlit sem það var áður hjá sveitarfélögunum í svokallað áhættumiðað eftirlit þar sem langt getur liðið milli eftirlitsheimsókna. Dæmi um það er að það líða þrjú ár milli eftirlitsheimsókna hjá bæjum sem halda nautgripi og sauðfé og fjögur ár hjá þeim sem halda hross. Þetta er langur tími. Graðnaut sem eru eldri en 6 mánaða skulu alfarið haldin inni lögum samkvæmt sem þýðir að aðeins þeir aðilar sem eiga erindi í gripahúsin sjá aðbúnað þeirra. Ef þessir aðilar tilkynna slæman aðbúnað þá veit viðkomandi búfjáreigandi yfirleitt hver tilkynnti sem hefur fælandi áhrif, þessir aðilar geta veigrað sér við að tilkynna til að verða ekki fyrir áreiti eða tapa viðskiptum. Á meðan þjást dýrin. Að stjórnvöld treysti á ábendingar frá almenningi í jafn ríkum mæli og nú er gert verndar ekki dýrin. Augljóslega þarf að auka tíðni eftirlitsheimsókna. Núverandi fyrirkomulag ver ekki velferð dýra Með minnkuðu eftirliti var stöðugildum dýraeftirlitsfólks jafnframt fækkað, úr um 12 stöðugildum í 6. Svæði dýraeftirlitsfólks er gríðarstórt og hafa þau eftirlit með hundruðum starfsstöðva sem halda búfé, ásamt því að bregðast við ábendingum vegna gæludýra. Það er dagljóst að þetta fyrirkomulag gengur ekki upp. Núverandi fyrirkomulag eftirlits með dýravelferð er óviðunandi. Það veitir búfjáreigendum lítið aðhald, það er ekki fyrirbyggjandi og ver ekki velferð dýra eins og á að vera. Nauðsynlegt er að stjórnvöld endurskoði reglur um eftirlitið og það verði árlegt á öllum starfsstöðvum eins og áður var. Jafnframt þarf að bregðast mun hraðar við þegar dýravelferðarmál koma upp. Dýr eiga ekki að þjást. Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) skorar á stjórnvöld að bæta eftirlit með velferð dýra og hefur sambandið hrundið af stað undirskriftasöfnun. Hægt er að skrifa undir hér: Ekkert dýr á að þjást (dyravernd.is) Höfundur er formaður Dýraverndarsambands Íslands (DÍS).
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun