Stefán Ingimar með lögregluna á hælunum áratugum saman Jón Þór Stefánsson skrifar 13. mars 2024 18:08 Stefán Ingimar Koeppen Brynjarsson, er eftirlýstur grunaður um fíkniefnabrot. Interpol Stefán Ingimar Koeppen Brynjarsson, maður sem er eftirlýstur á vef alþjóðalögreglunnar Interpol að beiðni lögreglu á Íslandi, hlaut þungan fangelsisdóm hér á landi í kringum síðustu aldamót. Þá hefur hann hlotið dóm í Þýskalandi og verið handtekinn í Mexíkó. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vakti athygli á eftirlýsingunni í dag. Fram kemur að málið tengist rannsókn á innflutningi og dreifingu fíkniefna. Um er að ræða annað skipti sem Interpol lýsir eftir Íslendingi á þessu ári. Hitt var í tengslum við stóra kókaínmálið svokallaða, en samkvæmt heimildum fréttastofa tengist leitin að Stefáni öðru máli sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar. Þungur fíkniefnadómur Stefán Ingimar Koeppen Brynjarsson er fæddur árið 1975. Árið 2003 hlaut hann átta ára fangelsisdóm í Hæstarétti fyrir fíkniefnalagabrot, sem er með þyngstu dómum sem hafa fallið í fíkniefnamálum hér á landi. Stefán var einn þriggja sakborninga en hinir tveir hlutu talsvert vægari dóma. Í málinu þyngdi Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Reykjaness sem hafði dæmt hann í sex ára fangelsi. Stefán var sakfelldur fyrir að hafa staðið í stórfelldum innflutningi fíknefna hingað til lands. Það var annars vegar árið 1998 og hins vegar 2001. Hinir sakborningarnir voru dæmdir fyrir milligöngu í því, meðal annars með því að taka við umtalsverðu magni fíkniefna frá Stefáni og selja þau eða ætla að gera það. Hann var fundinn sekur um innflutning á samtals 5,6 kílóum af amfetamíni og 930 grömmum af kókaíni. Jafnframt var hann dæmdur fyrir að hafa í vörslum sínum samtals 312 grömm af kókaíni. Í dómi Hæstaréttar segir að Stefán hafi verið „aðalmaðurinn“ í þessari skipulögðu brotastarfsemi. Brot hans hefðu verið ítrekuð, ásetningur hans einarður og að hann ætti sér engar málsbætur. Flúði til Þýskalands Í dómi Hæstaréttar kemur fram að Stefán, sem hafði íslenskt og þýskt ríkisfang, hafi farið af landi brott til Þýskalands árið 2000 áður en hinum voru birtar ákærur fyrir brotin sem áttu sér stað 1998. „Hann lét sér samt ekki segjast og hélt áfram brotastarfsemi sinni og sendi hingað frá Þýskalandi mikið magn af fíkniefnum,“ segir í dómi Hæstaréttar. Snemma árs 2002 var Stefán handtekinn í Hollandi og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Hann var í kjölfarið framseldur til Íslands, en Hæstiréttur Hollands heimilaði framsalið með ákveðnum skilyrðum á saksókninni. Komist í kast við lögin víðar Stefán hafði áður hlotið dóm. Hæstiréttur reifar brotaferil hans í dómi sínum, en þar kemur fram að hann hafi árið 1998 verið dæmdur fyrir fíkniefnainnflutning. Þá hlaut hann tveggja ára dóm, skilorðsbundinn til tveggja ára. Þýski dómurinn hafði ítrekunaráhrif á refsingu hans í Hæstarétti, en líkt og áður segir hlaut hann átta ára dóm þar. DV greindi frá því árið 2017 að Stefán hefði verið handtekinn í Cancún í Mexíkó, grunaður um fíkniefnasmygl. Í umfjölluninni kom fram að handtaka Stefáns tengdist annarri handtöku á Íslendingi í Norður-Ameríku. Það er þegar kona var handtekinn í Kanada árið 2016 með tæpt kíló af kókaíni í golfsetti sem fannst í farangri hennar. Samkvæmt DV hafði Stefán verið búsettur í Mexíkó um árabil. Þá sagði að eftir handtökuna hefði hann verið fluttur í Cefereso-fangelsið, sem er í borginni Perote. Lögreglumál Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vakti athygli á eftirlýsingunni í dag. Fram kemur að málið tengist rannsókn á innflutningi og dreifingu fíkniefna. Um er að ræða annað skipti sem Interpol lýsir eftir Íslendingi á þessu ári. Hitt var í tengslum við stóra kókaínmálið svokallaða, en samkvæmt heimildum fréttastofa tengist leitin að Stefáni öðru máli sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar. Þungur fíkniefnadómur Stefán Ingimar Koeppen Brynjarsson er fæddur árið 1975. Árið 2003 hlaut hann átta ára fangelsisdóm í Hæstarétti fyrir fíkniefnalagabrot, sem er með þyngstu dómum sem hafa fallið í fíkniefnamálum hér á landi. Stefán var einn þriggja sakborninga en hinir tveir hlutu talsvert vægari dóma. Í málinu þyngdi Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Reykjaness sem hafði dæmt hann í sex ára fangelsi. Stefán var sakfelldur fyrir að hafa staðið í stórfelldum innflutningi fíknefna hingað til lands. Það var annars vegar árið 1998 og hins vegar 2001. Hinir sakborningarnir voru dæmdir fyrir milligöngu í því, meðal annars með því að taka við umtalsverðu magni fíkniefna frá Stefáni og selja þau eða ætla að gera það. Hann var fundinn sekur um innflutning á samtals 5,6 kílóum af amfetamíni og 930 grömmum af kókaíni. Jafnframt var hann dæmdur fyrir að hafa í vörslum sínum samtals 312 grömm af kókaíni. Í dómi Hæstaréttar segir að Stefán hafi verið „aðalmaðurinn“ í þessari skipulögðu brotastarfsemi. Brot hans hefðu verið ítrekuð, ásetningur hans einarður og að hann ætti sér engar málsbætur. Flúði til Þýskalands Í dómi Hæstaréttar kemur fram að Stefán, sem hafði íslenskt og þýskt ríkisfang, hafi farið af landi brott til Þýskalands árið 2000 áður en hinum voru birtar ákærur fyrir brotin sem áttu sér stað 1998. „Hann lét sér samt ekki segjast og hélt áfram brotastarfsemi sinni og sendi hingað frá Þýskalandi mikið magn af fíkniefnum,“ segir í dómi Hæstaréttar. Snemma árs 2002 var Stefán handtekinn í Hollandi og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Hann var í kjölfarið framseldur til Íslands, en Hæstiréttur Hollands heimilaði framsalið með ákveðnum skilyrðum á saksókninni. Komist í kast við lögin víðar Stefán hafði áður hlotið dóm. Hæstiréttur reifar brotaferil hans í dómi sínum, en þar kemur fram að hann hafi árið 1998 verið dæmdur fyrir fíkniefnainnflutning. Þá hlaut hann tveggja ára dóm, skilorðsbundinn til tveggja ára. Þýski dómurinn hafði ítrekunaráhrif á refsingu hans í Hæstarétti, en líkt og áður segir hlaut hann átta ára dóm þar. DV greindi frá því árið 2017 að Stefán hefði verið handtekinn í Cancún í Mexíkó, grunaður um fíkniefnasmygl. Í umfjölluninni kom fram að handtaka Stefáns tengdist annarri handtöku á Íslendingi í Norður-Ameríku. Það er þegar kona var handtekinn í Kanada árið 2016 með tæpt kíló af kókaíni í golfsetti sem fannst í farangri hennar. Samkvæmt DV hafði Stefán verið búsettur í Mexíkó um árabil. Þá sagði að eftir handtökuna hefði hann verið fluttur í Cefereso-fangelsið, sem er í borginni Perote.
Lögreglumál Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira