Bræðurnir spila sinn fyrsta landsleik: „Gott að geta rifist aftur“ Sindri Sverrisson skrifar 14. mars 2024 08:00 Bræðurnir Arnór Snær Óskarsson og Benedikt Gunnar Óskarsson á fyrstu landsliðsæfingunni í Grikklandi í vikunni. Instagram/@hsi_iceland Benedikt Gunnar Óskarsson átti sannkallaðan draumadag á laugardag þegar hann varð bikarmeistari í handbolta, skoraði 17 mörk í úrslitaleiknum og var svo boðinn velkominn í landsliðið strax eftir leik. Bróðir hans, Arnór Snær, er einnig mættur til Aþenu þar sem þeir munu spila sína fyrstu landsleiki gegn Grikklandi á næstu dögum. Fyrri leikurinn við Grikki er á morgun en sá seinni á laugardaginn. Benedikt og Arnór voru samherjar hjá Val og léku þar undir stjórn núverandi landsliðsþjálfara, Snorra Steins Guðjónssonar, áður en Arnór fór í atvinnumennsku til Þýskalands síðasta sumar. Þeir voru ekki í upphaflega landsliðshópnum sem Snorri valdi fyrir leikina við Grikki og fengu því gleðitíðindin seinna en aðrir – Benedikt á laugardag og Arnór á mánudaginn. „Held ég hafi ekki verið hærra uppi“ „Ég var að spila í Höllinni og hitti svo Snorra eftir leikinn og hann óskaði mér til hamingju, og sagði mér að ég væri að fara með honum til Grikklands,“ segir Benedikt sem hafði sett met með því að skora sautján mörk í úrslitaleiknum gegn ÍBV, þegar hann fékk svo að vita að hann væri kominn í landsliðið. „Ég held ég hafi ekki verið hærra uppi. Þetta er alltaf markmiðið en ég bjóst kannski ekki við þessu núna. En mann langaði alltaf að vera hérna.“ Arnór hefur undanfarið leikið undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar hjá Gummersbach í Þýskalandi. Hann var valinn í landsliðið fyrir leiki við Tékka fyrir ári síðan en kom ekkert við sögu þá, svo nú er komið að hans fyrstu landsleikjum. „Á sunnudaginn var leikur hjá mér með Gummersbach og ég var svo á æfingu á mánudeginum, búinn að kaupa mér flug heim til Íslands í helgarferð, þegar Guðjón hringdi í mig og sagði að ég væri ekkert á leiðinni heim heldur til Grikklands. Snorri hringdi svo í mig og ég fór beint upp í vél. Það hefur alltaf verið draumur hjá manni að spila fyrir landsliðið þannig að maður var mjög glaður að fá símtalið. Svo þegar maður er mættur hingað þá er það alvöru „reality check“, að vera mættur með öllum strákunum. Ógeðslega gaman,“ segir Arnór. „Stoltur stóri bróðir“ Bræðurnir njóta þess að vera saman á ný og Arnór kveðst ekki hafa fundið neina afbrýðisemi þó að litli bróðir hans væri valinn í landsliðið tveimur dögum fyrr en hann. „Ég var bara stoltur fyrir hans hönd. Þetta er ekkert keppni á milli okkar um hvor verði á undan í landsliðið, þó að það væri vissulega gaman að fara á sama tíma og spila með honum, eins og við erum að gera núna. En ég er fyrst og fremst stoltur stóri bróðir, hann hendir í 17 mörk og verður bikarmeistari, og er svo valinn í landsliðið,“ segir Arnór. „Það er langt síðan að ég hitti Benna svo það er gott að geta spjallað aftur og farið að rífast aftur eins og við gerðum í Valsheimilinu,“ bætir hann við og Benedikt er sama sinnis. „Við getum rifist vel á æfingum en erum bara eðlilegir hérna inni á hóteli,“ segir hann léttur. Landslið karla í handbolta Valur Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Sjá meira
Fyrri leikurinn við Grikki er á morgun en sá seinni á laugardaginn. Benedikt og Arnór voru samherjar hjá Val og léku þar undir stjórn núverandi landsliðsþjálfara, Snorra Steins Guðjónssonar, áður en Arnór fór í atvinnumennsku til Þýskalands síðasta sumar. Þeir voru ekki í upphaflega landsliðshópnum sem Snorri valdi fyrir leikina við Grikki og fengu því gleðitíðindin seinna en aðrir – Benedikt á laugardag og Arnór á mánudaginn. „Held ég hafi ekki verið hærra uppi“ „Ég var að spila í Höllinni og hitti svo Snorra eftir leikinn og hann óskaði mér til hamingju, og sagði mér að ég væri að fara með honum til Grikklands,“ segir Benedikt sem hafði sett met með því að skora sautján mörk í úrslitaleiknum gegn ÍBV, þegar hann fékk svo að vita að hann væri kominn í landsliðið. „Ég held ég hafi ekki verið hærra uppi. Þetta er alltaf markmiðið en ég bjóst kannski ekki við þessu núna. En mann langaði alltaf að vera hérna.“ Arnór hefur undanfarið leikið undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar hjá Gummersbach í Þýskalandi. Hann var valinn í landsliðið fyrir leiki við Tékka fyrir ári síðan en kom ekkert við sögu þá, svo nú er komið að hans fyrstu landsleikjum. „Á sunnudaginn var leikur hjá mér með Gummersbach og ég var svo á æfingu á mánudeginum, búinn að kaupa mér flug heim til Íslands í helgarferð, þegar Guðjón hringdi í mig og sagði að ég væri ekkert á leiðinni heim heldur til Grikklands. Snorri hringdi svo í mig og ég fór beint upp í vél. Það hefur alltaf verið draumur hjá manni að spila fyrir landsliðið þannig að maður var mjög glaður að fá símtalið. Svo þegar maður er mættur hingað þá er það alvöru „reality check“, að vera mættur með öllum strákunum. Ógeðslega gaman,“ segir Arnór. „Stoltur stóri bróðir“ Bræðurnir njóta þess að vera saman á ný og Arnór kveðst ekki hafa fundið neina afbrýðisemi þó að litli bróðir hans væri valinn í landsliðið tveimur dögum fyrr en hann. „Ég var bara stoltur fyrir hans hönd. Þetta er ekkert keppni á milli okkar um hvor verði á undan í landsliðið, þó að það væri vissulega gaman að fara á sama tíma og spila með honum, eins og við erum að gera núna. En ég er fyrst og fremst stoltur stóri bróðir, hann hendir í 17 mörk og verður bikarmeistari, og er svo valinn í landsliðið,“ segir Arnór. „Það er langt síðan að ég hitti Benna svo það er gott að geta spjallað aftur og farið að rífast aftur eins og við gerðum í Valsheimilinu,“ bætir hann við og Benedikt er sama sinnis. „Við getum rifist vel á æfingum en erum bara eðlilegir hérna inni á hóteli,“ segir hann léttur.
Landslið karla í handbolta Valur Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Sjá meira