Kennedy vill NFL leikstjórnanda sem varaforsetaefni sitt Aron Guðmundsson skrifar 13. mars 2024 16:00 Robert F. Kennedy yngri, forsetaframbjóðandi, hefur viðrað þá hugmynd við NFL leikstjórnandann Aaron Rodgers að hann verði varaforsetaefni sitt í komandi forsetakosningum í Bandaríkjuum Vísir/Samsett mynd Robert F. Kennedy yngri, óháður frambjóðandi til embættis forseta Bandaríkjanna, er sagður hafa viðrað þá hugmynd við NFL leikstjórnandann Aaron Rodgers eða hann verði varaforsetaefni sitt í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum. Það er The New York Times sem greinir frá og segir að Kennedy hafi bæði rætt við Rodgers sem og fjölbragðaglímukappann Jesse Ventura, fyrrverandi ríkisstjóra Minnesota og kannað hug þeirra á að verða varaforsetaefni sitt. Rodgers og Ventura hafi báðir tekið vel í það. Aaron Rodgers er leikstjórnandi New York Jets og hefur á sínum ferli einu sinni staðið uppi sem NFL-meistari og í fjórgang verið valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar. Rodgers lék nær ekkert með New York Jets á síðasta tímabili í NFL deildinni eftir að hafa slitið hásin í upphafi tímabils. Kennedy hefur sjálfur látið hafa það eftir sér að Rodgers og Ventura séu báðir efstir á lista hjá sér yfir möguleg varaforsetaefni. Robert F. Kennedy yngri er bróðursonur John F. Kennedy, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna sem var myrtur í júní árið 1968. Framboð Kennedy yngri er sjálfstætt, það er að segja hvorki á vegum Demókrata- eða Repúblikanaflokksins. Sem óháður frambjóðandi reynir Kennedy nú, í aðdraganda forsetakosninganna sem fara fram í nóvember seinna á þessu ári, að koma sér inn á kjörseðilinn í sem flestum af ríkjunum fimmtíu sem kjósa næsta forseta Bandaríkjanna. Hingað til er hann búinn að koma sér á kjörseðilinn í fjórum ríkjum. Óljóst er, fari svo að Rodgers færi í framboð með Kennedy, hvernig hann myndi tvinna saman kosningabaráttu og spilamennsku sína í NFL-deildinni. Eitthvað yrði undan að láta hið minnsta. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 NFL Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Sjá meira
Það er The New York Times sem greinir frá og segir að Kennedy hafi bæði rætt við Rodgers sem og fjölbragðaglímukappann Jesse Ventura, fyrrverandi ríkisstjóra Minnesota og kannað hug þeirra á að verða varaforsetaefni sitt. Rodgers og Ventura hafi báðir tekið vel í það. Aaron Rodgers er leikstjórnandi New York Jets og hefur á sínum ferli einu sinni staðið uppi sem NFL-meistari og í fjórgang verið valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar. Rodgers lék nær ekkert með New York Jets á síðasta tímabili í NFL deildinni eftir að hafa slitið hásin í upphafi tímabils. Kennedy hefur sjálfur látið hafa það eftir sér að Rodgers og Ventura séu báðir efstir á lista hjá sér yfir möguleg varaforsetaefni. Robert F. Kennedy yngri er bróðursonur John F. Kennedy, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna sem var myrtur í júní árið 1968. Framboð Kennedy yngri er sjálfstætt, það er að segja hvorki á vegum Demókrata- eða Repúblikanaflokksins. Sem óháður frambjóðandi reynir Kennedy nú, í aðdraganda forsetakosninganna sem fara fram í nóvember seinna á þessu ári, að koma sér inn á kjörseðilinn í sem flestum af ríkjunum fimmtíu sem kjósa næsta forseta Bandaríkjanna. Hingað til er hann búinn að koma sér á kjörseðilinn í fjórum ríkjum. Óljóst er, fari svo að Rodgers færi í framboð með Kennedy, hvernig hann myndi tvinna saman kosningabaráttu og spilamennsku sína í NFL-deildinni. Eitthvað yrði undan að láta hið minnsta.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 NFL Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Sjá meira