Allt að 75 hús ónýt Árni Sæberg skrifar 13. mars 2024 10:43 Talið er að altjón hafi orðið á allt að 75 húsum í Grindavík. Vísir/Vilhelm Náttúruhamfaratryggingu Íslands hefur borist um fimm hundruð tilkynningar um tjón í Grindavík frá því að atburðir hófust þar 10. nóvember síðastliðinn. Við yfirferð innsendra tilkynninga hefur komið í ljós að sendar hafa verið fleiri en ein tilkynning vegna nokkurra mála og eru því mál sem krefjast meðferðar af hálfu NTÍ nokkru færri en innsendar tilkynningar, eða 474. Í tilkynningu á vef Náttúruhamfaratryggingar segir að tjónamati sé lokið í 196 málum, úrvinnsla matsmanna hafin í 217 málum en 61 mál bíði tjónaskoðunar. Af þessum 474 málum séu 414 vegna húseigna, 54 vegna lausafjár og innbús og sex vegna veitukerfa. Altjón á allt að 75 húsum Tilkynningar vegna húseigna skiptist þannig að 335 eru vegna íbúðarhúsnæðis og 79 vegna atvinnuhúsnæðis. Endanlegur fjöldi altjónshúsa liggi ekki fyrir en að óbreyttu megi búast við að þau verði á bilinu 70 til 75. Uppgjör vegna altjóns á húseignum sé hafið í 62 málum, þar af séu 34 vegna íbúðarhúsnæðis þar sem heildarbótafjárhæð sé um 2,4 milljarðar króna og 28 vegna atvinnuhúsnæðis þar sem heildarbótafjárhæð sé um 3,4 milljarðar króna. Tjón undir eigin áhættu í 82 tilvikum Bótafjárhæðir vegna hlutatjóns liggi nú fyrir í 112 málum og unnið sé að kynningu þeirra mála fyrir eigendum. Af þeim sé 102 hlutatjónsmál vegna íbúðarhúsnæðis þar sem heildarbótafjárhæð sé samtals um 180 milljónir króna, eða að meðaltali um 1,8 milljón í hverju máli. Búið sé að meta tíu hlutatjónsmál vegna atvinnuhúsnæðis þar sem heildarbætur nemi samtals 46 milljónum króna, eða um 4,6 milljónum að meðaltali í hverju máli. Í 82 málum sé það mat matsmanna að tjón sé lægra en eigin áhætta eða að atburðurinn sé ekki orsök tjóns á eigninni og muni því ekki koma til greiðslu tjónabóta í þeim málum. Eigin áhætta í hverju tjóni er að lágmarki 400 þúsund krónur. Alls hafi borist 54 tilkynningar um tjón á lausafé og innbúi og tjónamati sé lokið í 37 málum. Metin bótafjárhæð í þessum 37 málum sé um 60 milljónir króna. Sex tilkynningar hafi borist vegna tjóns á veitukerfum en umfang þess tjóns liggi ekki fyrir. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Grindvíkingar í hjólhýsum og pínulitlum íbúðum Forseti bæjarstjórnar í Grindavík segir 130 fjölskyldur úr Grindavík enn búa við óviðunandi húsnæðiskost. Dæmi séu um fólk sem búi í hjólhýsum og fjölskyldur í um tuttugu fermetra íbúðum. Farið er fram á frekari stuðning ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum. 12. mars 2024 12:02 Altjón á yfir sextíu húsum í Grindavík Altjón er á 60 til 65 húsum við sprungusvæðin í Grindavík. Á öðrum svæðum í bænum er tjónið mun minna en búist var við. Sviðsstjóri vátryggingasviðs NTÍ segir varhugavert að ráðast í viðgerðir á eignum á meðan atburðinum sé ekki lokið. 1. mars 2024 12:03 Mat á skemmdum eigna í Grindavík nánast lokið Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) hafa lokið við að skoða og meta skemmdir á flestum íbúðar- og atvinnueignum í Grindavík. Unnið er að kostnaðarmati og gerð matsgerða en fyrstu húsnæðiseigendur bæjarins fá matsgerðir kynntar í lok næstu viku. 1. mars 2024 09:44 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Fleiri fréttir Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Sjá meira
Í tilkynningu á vef Náttúruhamfaratryggingar segir að tjónamati sé lokið í 196 málum, úrvinnsla matsmanna hafin í 217 málum en 61 mál bíði tjónaskoðunar. Af þessum 474 málum séu 414 vegna húseigna, 54 vegna lausafjár og innbús og sex vegna veitukerfa. Altjón á allt að 75 húsum Tilkynningar vegna húseigna skiptist þannig að 335 eru vegna íbúðarhúsnæðis og 79 vegna atvinnuhúsnæðis. Endanlegur fjöldi altjónshúsa liggi ekki fyrir en að óbreyttu megi búast við að þau verði á bilinu 70 til 75. Uppgjör vegna altjóns á húseignum sé hafið í 62 málum, þar af séu 34 vegna íbúðarhúsnæðis þar sem heildarbótafjárhæð sé um 2,4 milljarðar króna og 28 vegna atvinnuhúsnæðis þar sem heildarbótafjárhæð sé um 3,4 milljarðar króna. Tjón undir eigin áhættu í 82 tilvikum Bótafjárhæðir vegna hlutatjóns liggi nú fyrir í 112 málum og unnið sé að kynningu þeirra mála fyrir eigendum. Af þeim sé 102 hlutatjónsmál vegna íbúðarhúsnæðis þar sem heildarbótafjárhæð sé samtals um 180 milljónir króna, eða að meðaltali um 1,8 milljón í hverju máli. Búið sé að meta tíu hlutatjónsmál vegna atvinnuhúsnæðis þar sem heildarbætur nemi samtals 46 milljónum króna, eða um 4,6 milljónum að meðaltali í hverju máli. Í 82 málum sé það mat matsmanna að tjón sé lægra en eigin áhætta eða að atburðurinn sé ekki orsök tjóns á eigninni og muni því ekki koma til greiðslu tjónabóta í þeim málum. Eigin áhætta í hverju tjóni er að lágmarki 400 þúsund krónur. Alls hafi borist 54 tilkynningar um tjón á lausafé og innbúi og tjónamati sé lokið í 37 málum. Metin bótafjárhæð í þessum 37 málum sé um 60 milljónir króna. Sex tilkynningar hafi borist vegna tjóns á veitukerfum en umfang þess tjóns liggi ekki fyrir.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Grindvíkingar í hjólhýsum og pínulitlum íbúðum Forseti bæjarstjórnar í Grindavík segir 130 fjölskyldur úr Grindavík enn búa við óviðunandi húsnæðiskost. Dæmi séu um fólk sem búi í hjólhýsum og fjölskyldur í um tuttugu fermetra íbúðum. Farið er fram á frekari stuðning ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum. 12. mars 2024 12:02 Altjón á yfir sextíu húsum í Grindavík Altjón er á 60 til 65 húsum við sprungusvæðin í Grindavík. Á öðrum svæðum í bænum er tjónið mun minna en búist var við. Sviðsstjóri vátryggingasviðs NTÍ segir varhugavert að ráðast í viðgerðir á eignum á meðan atburðinum sé ekki lokið. 1. mars 2024 12:03 Mat á skemmdum eigna í Grindavík nánast lokið Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) hafa lokið við að skoða og meta skemmdir á flestum íbúðar- og atvinnueignum í Grindavík. Unnið er að kostnaðarmati og gerð matsgerða en fyrstu húsnæðiseigendur bæjarins fá matsgerðir kynntar í lok næstu viku. 1. mars 2024 09:44 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Fleiri fréttir Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Sjá meira
Grindvíkingar í hjólhýsum og pínulitlum íbúðum Forseti bæjarstjórnar í Grindavík segir 130 fjölskyldur úr Grindavík enn búa við óviðunandi húsnæðiskost. Dæmi séu um fólk sem búi í hjólhýsum og fjölskyldur í um tuttugu fermetra íbúðum. Farið er fram á frekari stuðning ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum. 12. mars 2024 12:02
Altjón á yfir sextíu húsum í Grindavík Altjón er á 60 til 65 húsum við sprungusvæðin í Grindavík. Á öðrum svæðum í bænum er tjónið mun minna en búist var við. Sviðsstjóri vátryggingasviðs NTÍ segir varhugavert að ráðast í viðgerðir á eignum á meðan atburðinum sé ekki lokið. 1. mars 2024 12:03
Mat á skemmdum eigna í Grindavík nánast lokið Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) hafa lokið við að skoða og meta skemmdir á flestum íbúðar- og atvinnueignum í Grindavík. Unnið er að kostnaðarmati og gerð matsgerða en fyrstu húsnæðiseigendur bæjarins fá matsgerðir kynntar í lok næstu viku. 1. mars 2024 09:44