Sendi fjölskyldu sína úr landi af ótta við stungumanninn Bjarki Sigurðsson skrifar 12. mars 2024 14:54 Mustafa Al Hamoodi er eigandi OK Market. Vísir/Rúnar Eigandi OK Market í Valshverfinu sendi fjölskyldu sína úr landi vegna hótana manns sem síðan stakk hann í versluninni í síðustu viku. Hann segir manninn hafa áreitt sig stanslaust í sex ár og lögregluna ekki gera neitt til þess að aðstoða hann. Maðurinn heldur áfram að hóta honum þrátt fyrir að vera í gæsluvarðhaldi. Á fimmtudaginn mætti karlmaður í verslun OK Market í Valshverfinu í Reykjavík og réðst á tvo starfsmenn vopnaður hnífi. Maðurinn var síðar handtekinn og úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna árásarinnar. Árásin náðist á myndband sem sjá má í fréttinni hér fyrir neðan. Árásarmaðurinn er góðkunningi lögreglunnar og hefur hlotið nokkra dóma síðan hann fékk hér alþjóðlega vernd árið 2018, meðal annars fyrir líkamsárás, húsbrot og fleira. Lögreglan aðstoði hann ekki neitt Einn starfsmannanna sem varð fyrir árásinni er eigandi OK Market, Mustafa Al Hamoodi. Hann segir manninn hafa áreitt sig stanslaust í sex ár fram að árásinni. „Ég þekki hann ekki en ég var að vinna sem túlkur árið 2018. Þá fór ég með öðrum manni sem var að kæra þennan mann. Ég var bara að túlka. Síðan þá hefur hann alltaf elt mig. Sendir mér hótanir í tölvupósti og á Facebook. Hann hefur tvisvar komið heim til mín, gert skemmdir á tveimur bílum, ég er búinn að kæra hann fimm sinnum en lögreglan segist ekkert geta gert því þeir geta ekki sannað að hann sé að hóta mér því hann breytir um netfang,“ segir Mustafa. Hótaði að drepa fjölskyldu hans Daginn áður en maðurinn kom í verslunina hafði hann reynt að hringja í Mustafa sem svaraði honum ekki. Þegar hann mætti í verslunina spurði hann hvers vegna hann væri ekki að svara í símann og Mustafa bað hann um að hætta að hringja í sig og hætta að mæta í verslunina. Þá dró maðurinn upp hnífinn. „Ég er búinn að senda fjölskylduna mína í burtu frá Íslandi fyrir sjö mánuðum út af honum. Hann var alltaf að koma heim til mín, senda mér mynd af íbúðinni minni. Hóta að drepa konuna mína og börnin mín. Ég nenni ekki svona bulli,“ segir Mustafa. Hann er með ör á hökunni og skurð á tungunni eftir árásina. Hann óttast að þetta martraðarástand haldi áfram losni maðurinn úr fangelsi. Maðurinn náði að skera í andlit Mustafa.Vísir/Rúnar Hótanirnar halda áfram í gæsluvarðhaldi „Hann ætlar út aftur. Hann stoppar aldrei. Hann er ekki búinn að stoppa síðan árið 2018. Hann sat inni í eitt ár og um leið og hann komst út kom hann hingað strax. Hann er alltaf að hugsa um mig. Ég skil ekki af hverju,“ segir Mustafa. Hann segist ekki vera viss hvort hann væri enn á lífi ef samstarfsfélagi hans hafi ekki verið á svæðinu og aðstoðað hann við að berjast við manninn. Maðurinn var handtekinn á fimmtudag en eftir tvo daga í gæsluvarðhaldi var hann búinn að hringja aftur í Mustafa og hóta honum. „Þegar fjölskyldan mín var hér var ég alltaf að hugsa: „Kannski er hann á leið heim til mín. Kannski gerir hann eitthvað.“ Alltaf þegar ég fór að heiman horfði ég til beggja hliða og athugaði hvort hann væri að koma,“ segir Mustafa. Reykjavík Lögreglumál Verslun Mál Mohamad Kourani Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Sjá meira
Á fimmtudaginn mætti karlmaður í verslun OK Market í Valshverfinu í Reykjavík og réðst á tvo starfsmenn vopnaður hnífi. Maðurinn var síðar handtekinn og úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna árásarinnar. Árásin náðist á myndband sem sjá má í fréttinni hér fyrir neðan. Árásarmaðurinn er góðkunningi lögreglunnar og hefur hlotið nokkra dóma síðan hann fékk hér alþjóðlega vernd árið 2018, meðal annars fyrir líkamsárás, húsbrot og fleira. Lögreglan aðstoði hann ekki neitt Einn starfsmannanna sem varð fyrir árásinni er eigandi OK Market, Mustafa Al Hamoodi. Hann segir manninn hafa áreitt sig stanslaust í sex ár fram að árásinni. „Ég þekki hann ekki en ég var að vinna sem túlkur árið 2018. Þá fór ég með öðrum manni sem var að kæra þennan mann. Ég var bara að túlka. Síðan þá hefur hann alltaf elt mig. Sendir mér hótanir í tölvupósti og á Facebook. Hann hefur tvisvar komið heim til mín, gert skemmdir á tveimur bílum, ég er búinn að kæra hann fimm sinnum en lögreglan segist ekkert geta gert því þeir geta ekki sannað að hann sé að hóta mér því hann breytir um netfang,“ segir Mustafa. Hótaði að drepa fjölskyldu hans Daginn áður en maðurinn kom í verslunina hafði hann reynt að hringja í Mustafa sem svaraði honum ekki. Þegar hann mætti í verslunina spurði hann hvers vegna hann væri ekki að svara í símann og Mustafa bað hann um að hætta að hringja í sig og hætta að mæta í verslunina. Þá dró maðurinn upp hnífinn. „Ég er búinn að senda fjölskylduna mína í burtu frá Íslandi fyrir sjö mánuðum út af honum. Hann var alltaf að koma heim til mín, senda mér mynd af íbúðinni minni. Hóta að drepa konuna mína og börnin mín. Ég nenni ekki svona bulli,“ segir Mustafa. Hann er með ör á hökunni og skurð á tungunni eftir árásina. Hann óttast að þetta martraðarástand haldi áfram losni maðurinn úr fangelsi. Maðurinn náði að skera í andlit Mustafa.Vísir/Rúnar Hótanirnar halda áfram í gæsluvarðhaldi „Hann ætlar út aftur. Hann stoppar aldrei. Hann er ekki búinn að stoppa síðan árið 2018. Hann sat inni í eitt ár og um leið og hann komst út kom hann hingað strax. Hann er alltaf að hugsa um mig. Ég skil ekki af hverju,“ segir Mustafa. Hann segist ekki vera viss hvort hann væri enn á lífi ef samstarfsfélagi hans hafi ekki verið á svæðinu og aðstoðað hann við að berjast við manninn. Maðurinn var handtekinn á fimmtudag en eftir tvo daga í gæsluvarðhaldi var hann búinn að hringja aftur í Mustafa og hóta honum. „Þegar fjölskyldan mín var hér var ég alltaf að hugsa: „Kannski er hann á leið heim til mín. Kannski gerir hann eitthvað.“ Alltaf þegar ég fór að heiman horfði ég til beggja hliða og athugaði hvort hann væri að koma,“ segir Mustafa.
Reykjavík Lögreglumál Verslun Mál Mohamad Kourani Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Sjá meira