SFF fá nýtt nafn en verða áfram SFF Atli Ísleifsson skrifar 12. mars 2024 13:08 Heiðrún Jónsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu. Aðsend Samtök fjármálafyrirtækja, heildarsamtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu hér á landi, hafa fengið nýtt nafn og munu hér eftir bera heitið Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu. Í tilkynningu segir að skammstöfun samtakanna verði áfram SFF og munu samtökin áfram bera heitið Finance Iceland á ensku. Nafnabreytingin var samþykkt einróma á félagsfundi SFF. Haft er eftir Heiðrúnu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu, að þeim þyki nýja nafnið endurspegla betur þann fjölbreytta hóp aðildarfélaga sem sé innan raða samtakanna, sem séu meðal annars sparisjóðir, verðbréfafyrirtæki, tryggingafélög, bankar, félög í lánastarfsemi, eignastýringu, greiðslumiðlun og bakvinnslu fyrir fjármálamarkaði. „Með þessu náum við einnig betur utan um þá þjónustu sem aðildarfélög okkar veita landsmönnum á hverjum degi. Við töldum einnig fara vel á því að kynna nýtt nafn samtakanna þegar við höldum upp á 150 ára afmæli innlendrar löggjafar um fjármálaþjónustu hér á landi, en árið 1874 undirritaði Kristján IX. fyrstu tilskipunina um sparisjóðina í landinu, sama dag og hann staðfesti fyrstu stjórnarskrá Íslendinga. Á þessum tíma hafa fjármálastofnanir í landinu vaxið og dafnað með íslensku samfélagi og tekið ótrúlegum breytingum,“ segir Heiðrún. Aðildarfélög SFF eru 25 en hjá þeim starfa um 3.300 starfsmenn. Samtökin urðu til í núverandi mynd árið 2006, en forverar samtakanna eiga sér mun lengri sögu. Sex sérfræðingar starfa á skrifstofu SFF. Samhliða þessari breytingu hafa samtökin endurnýjað vörumerki og heimasíðu samtakanna sff.is þar sem finna má ýmsan fróðleik og gagnlegar upplýsingar sem tengjast fjármálaþjónustu. Félagasamtök Fjármálafyrirtæki Mest lesið Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Súpan með pappírnum innkölluð Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Neytendur Fleiri fréttir Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Sjá meira
Í tilkynningu segir að skammstöfun samtakanna verði áfram SFF og munu samtökin áfram bera heitið Finance Iceland á ensku. Nafnabreytingin var samþykkt einróma á félagsfundi SFF. Haft er eftir Heiðrúnu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu, að þeim þyki nýja nafnið endurspegla betur þann fjölbreytta hóp aðildarfélaga sem sé innan raða samtakanna, sem séu meðal annars sparisjóðir, verðbréfafyrirtæki, tryggingafélög, bankar, félög í lánastarfsemi, eignastýringu, greiðslumiðlun og bakvinnslu fyrir fjármálamarkaði. „Með þessu náum við einnig betur utan um þá þjónustu sem aðildarfélög okkar veita landsmönnum á hverjum degi. Við töldum einnig fara vel á því að kynna nýtt nafn samtakanna þegar við höldum upp á 150 ára afmæli innlendrar löggjafar um fjármálaþjónustu hér á landi, en árið 1874 undirritaði Kristján IX. fyrstu tilskipunina um sparisjóðina í landinu, sama dag og hann staðfesti fyrstu stjórnarskrá Íslendinga. Á þessum tíma hafa fjármálastofnanir í landinu vaxið og dafnað með íslensku samfélagi og tekið ótrúlegum breytingum,“ segir Heiðrún. Aðildarfélög SFF eru 25 en hjá þeim starfa um 3.300 starfsmenn. Samtökin urðu til í núverandi mynd árið 2006, en forverar samtakanna eiga sér mun lengri sögu. Sex sérfræðingar starfa á skrifstofu SFF. Samhliða þessari breytingu hafa samtökin endurnýjað vörumerki og heimasíðu samtakanna sff.is þar sem finna má ýmsan fróðleik og gagnlegar upplýsingar sem tengjast fjármálaþjónustu.
Félagasamtök Fjármálafyrirtæki Mest lesið Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Súpan með pappírnum innkölluð Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Neytendur Fleiri fréttir Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Sjá meira