„Þetta eru ofsafengin viðbrögð“ Árni Sæberg og Heimir Már Pétursson skrifa 12. mars 2024 13:28 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vísir/Vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir boðun verkbanns af hálfu Samtaka atvinnulífsins vera ofsafengin viðbrögð við hófsömum kröfum VR. Samtök atvinnulífsins tilkynntu í dag að stjórn samtakanna hefði samþykkt einróma að boða til allsherjaratkvæðagreiðslu um verkbann á félagsmenn VR. „Tilgangur boðaðs verkbanns af hálfu SA er að þrýsta á forystu VR að ljúka yfirstandandi kjaraviðræðum í takt við þá stefnu sem þegar hefur verið mörkuð,“ var haft eftir Sigríði Margréti Oddsdóttur, framkvæmdastjóra SA, í fréttatilkynningu. Fréttmaður náði tali af Ragnari Þór í Karphúsinu skömmu eftir að fréttatilkynningin barst. „Þetta eru ofsafengin viðbrögð, svo vægt sé til orða tekið, miðað við þær hófstilltu kröfur sem við höfum sett fram gagnvart 150 manna hópi uppi á Keflavíkurflugvelli. Sem vinnur á lágmarkskjörum undir vinnuskipulagi sem fæst okkar sem hér búum myndum telja boðleg. Viðbrögðin eru ofsafengin og setja málin í annan farveg.“ Tugþúsundir félagsmanna undir Ragnar Þór segir að boðað verkbann SA þýði að allt skrifstofufólk innan VR sé nú undir í boðuðum verkfallsaðgerðum á Keflavíkurflugvelli. Unnið sé að því að greina hópinn sem er undir og farið ítarlega yfir stöðuna innan VR. „Þetta eru þúsundir ef ekki tugþúsundir félagsmanna okkar.“ Digrir verkfallssjóðir Hann segir að rætt verði á fundi samninganefndar á eftir hvernig verður brugðist við nýjast útspili SA. „Þetta eru auðvitað stórtíðindi. Ofsafengin nálgun, eins og ég kom inn á áðan, gagnvart þessum fámenna hópi sem er á lágmarkskjörum og er að biðja um leiðréttingu. Við munum bregðast við með yfirlýsingu síðar í dag.“ Ráða verkfallssjóðir við það ef þúsundir eða tugþúsundir félagsmanna verða launalausar? „Við erum með mjög öfluga sjóði, mjög öfluga sjóði. Þannig að þeir eru vel í stakk búnir til þess að takast á við ýmislegt. En eins og ég segi, á þessu stigi er best að segja sem minnst. Við þurfum auðvitað að koma saman, samninganefnd félagsins, og ráða ráðum okkar um hvernig við bregðumst við þessu og að sjálfsögðu taka síðan ákvarðanir um næstu skref.“ Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir SA gæti gripið til verkbanns skelli verkföll á Icelandair Formaður VR reiknar með að röð verkfallsaðgerða starfsmanna félagins hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli verði samþykktar í atkvæðagreiðslu sem lýkur á morgun. Ekki er útilokað að Samtök atvinnulífsins boði verkbann á starfsmenn VR sigli deilan í algeran hnút. 12. mars 2024 11:58 Hlé á spennuþrungnum viðræðum VR og SA Brugðið getur til beggja vona í samningaviðræðum verslunarmanna og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara. Fundur þeirra hófst klukkan tíu í morgun og lauk upp úr klukkan tíu í kvöld. 11. mars 2024 22:25 Verkfall VR í aðdraganda páska hefði mikil áhrif Verkfall félagsmanna VR hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli hefst á miðnætti á föstudag eftir viku verði aðgerðirnar samþykktar í atkvæðagreiðslu sem hófst í dag. Viðræður deiluaðila hófst hjá ríkissáttasemjara í morgun. 11. mars 2024 20:31 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Sjá meira
Samtök atvinnulífsins tilkynntu í dag að stjórn samtakanna hefði samþykkt einróma að boða til allsherjaratkvæðagreiðslu um verkbann á félagsmenn VR. „Tilgangur boðaðs verkbanns af hálfu SA er að þrýsta á forystu VR að ljúka yfirstandandi kjaraviðræðum í takt við þá stefnu sem þegar hefur verið mörkuð,“ var haft eftir Sigríði Margréti Oddsdóttur, framkvæmdastjóra SA, í fréttatilkynningu. Fréttmaður náði tali af Ragnari Þór í Karphúsinu skömmu eftir að fréttatilkynningin barst. „Þetta eru ofsafengin viðbrögð, svo vægt sé til orða tekið, miðað við þær hófstilltu kröfur sem við höfum sett fram gagnvart 150 manna hópi uppi á Keflavíkurflugvelli. Sem vinnur á lágmarkskjörum undir vinnuskipulagi sem fæst okkar sem hér búum myndum telja boðleg. Viðbrögðin eru ofsafengin og setja málin í annan farveg.“ Tugþúsundir félagsmanna undir Ragnar Þór segir að boðað verkbann SA þýði að allt skrifstofufólk innan VR sé nú undir í boðuðum verkfallsaðgerðum á Keflavíkurflugvelli. Unnið sé að því að greina hópinn sem er undir og farið ítarlega yfir stöðuna innan VR. „Þetta eru þúsundir ef ekki tugþúsundir félagsmanna okkar.“ Digrir verkfallssjóðir Hann segir að rætt verði á fundi samninganefndar á eftir hvernig verður brugðist við nýjast útspili SA. „Þetta eru auðvitað stórtíðindi. Ofsafengin nálgun, eins og ég kom inn á áðan, gagnvart þessum fámenna hópi sem er á lágmarkskjörum og er að biðja um leiðréttingu. Við munum bregðast við með yfirlýsingu síðar í dag.“ Ráða verkfallssjóðir við það ef þúsundir eða tugþúsundir félagsmanna verða launalausar? „Við erum með mjög öfluga sjóði, mjög öfluga sjóði. Þannig að þeir eru vel í stakk búnir til þess að takast á við ýmislegt. En eins og ég segi, á þessu stigi er best að segja sem minnst. Við þurfum auðvitað að koma saman, samninganefnd félagsins, og ráða ráðum okkar um hvernig við bregðumst við þessu og að sjálfsögðu taka síðan ákvarðanir um næstu skref.“
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir SA gæti gripið til verkbanns skelli verkföll á Icelandair Formaður VR reiknar með að röð verkfallsaðgerða starfsmanna félagins hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli verði samþykktar í atkvæðagreiðslu sem lýkur á morgun. Ekki er útilokað að Samtök atvinnulífsins boði verkbann á starfsmenn VR sigli deilan í algeran hnút. 12. mars 2024 11:58 Hlé á spennuþrungnum viðræðum VR og SA Brugðið getur til beggja vona í samningaviðræðum verslunarmanna og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara. Fundur þeirra hófst klukkan tíu í morgun og lauk upp úr klukkan tíu í kvöld. 11. mars 2024 22:25 Verkfall VR í aðdraganda páska hefði mikil áhrif Verkfall félagsmanna VR hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli hefst á miðnætti á föstudag eftir viku verði aðgerðirnar samþykktar í atkvæðagreiðslu sem hófst í dag. Viðræður deiluaðila hófst hjá ríkissáttasemjara í morgun. 11. mars 2024 20:31 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Sjá meira
SA gæti gripið til verkbanns skelli verkföll á Icelandair Formaður VR reiknar með að röð verkfallsaðgerða starfsmanna félagins hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli verði samþykktar í atkvæðagreiðslu sem lýkur á morgun. Ekki er útilokað að Samtök atvinnulífsins boði verkbann á starfsmenn VR sigli deilan í algeran hnút. 12. mars 2024 11:58
Hlé á spennuþrungnum viðræðum VR og SA Brugðið getur til beggja vona í samningaviðræðum verslunarmanna og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara. Fundur þeirra hófst klukkan tíu í morgun og lauk upp úr klukkan tíu í kvöld. 11. mars 2024 22:25
Verkfall VR í aðdraganda páska hefði mikil áhrif Verkfall félagsmanna VR hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli hefst á miðnætti á föstudag eftir viku verði aðgerðirnar samþykktar í atkvæðagreiðslu sem hófst í dag. Viðræður deiluaðila hófst hjá ríkissáttasemjara í morgun. 11. mars 2024 20:31