Sturlun á leikmannamarkaði NFL-deildarinnar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. mars 2024 12:01 Kirk Cousins var að fá enn einn risasamninginn í NFL-deildinni. vísir/getty Leikmannamarkaðurinn opnaði í NFL-deildinni í gær og sjaldan eða aldrei hafa jafn margar stjörnur skipt um félag á einum degi. Það er alltaf líf þegar markaðurinn opnar en óvenju margir, stórir bitar voru á lausu. Stærsta fréttin var sú að leikstjórnandinn Kirk Cousins fór frá Minnesota Vikings til Atlanta Falcons. Það sem meira er þá fékk þessi 35 ára leikstjórnandi, sem sleit hásin á síðustu leiktíð, fjögurra ára samning upp á 180 milljónir dollara. Þar af er öruggt að hann fær 100 milljónir. Í hans stað hefur Vikings fengið Sam Darnold sem var varaleikstjórnandi hjá 49ers síðasta vetur. Hlauparinn Saquon Barkley yfirgaf svo NY Giants og fór til erkifjendanna í Philadelphia Eagles. Hann fékk þar þriggja ára samning upp á 38 milljónir dollara en sá samningur gæti hækkað í 47 milljónir dollara. Hlauparinn Josh Jacobs fór frá Raiders til Packers. Í leiðinni ákvað Packers að sleppa hlauparanum Aaron Jones sem finnur sér líklega nýtt heimili í dag. Russell Wilson er svo orðinn nýr leikstjórnandi Pittsburgh Steelers svo fátt eitt sé nefnt. Hér að neðan má sjá lista yfir helstu félagaskipti hingað til. Leikstjórnendur: Russell Wilson frá Broncos til Steelers. Gardner Minshew frá Colts til Raiders Tyrod Taylor frá Jets til Giants Jacoby Brissett frá Commanders til Patriots Hlauparar: Saquon Barkley frá Giants til Eagles Josh Jacobs frá Raiders til Packers Tony Pollard frá Cowboys til Titans D´Andre Swift frá Eagles til Bears Austin Ekeler frá Chargers til Commanders Zack Moss frá Colts til Bengals Devin Singletary frá Texans til Giants Gus Edwards frá Ravens til Chargers Annað: Robert Hunt frá Miami til Carolina (sóknarlínumaður) Christian Wilkins frá Dolphins til Raiders (varnarmaður) Jonathan Greenard frá Texans til Vikings (varnarmaður) Xavier McKinney frá Giants til Packers (varnarmaður) NFL Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira
Það er alltaf líf þegar markaðurinn opnar en óvenju margir, stórir bitar voru á lausu. Stærsta fréttin var sú að leikstjórnandinn Kirk Cousins fór frá Minnesota Vikings til Atlanta Falcons. Það sem meira er þá fékk þessi 35 ára leikstjórnandi, sem sleit hásin á síðustu leiktíð, fjögurra ára samning upp á 180 milljónir dollara. Þar af er öruggt að hann fær 100 milljónir. Í hans stað hefur Vikings fengið Sam Darnold sem var varaleikstjórnandi hjá 49ers síðasta vetur. Hlauparinn Saquon Barkley yfirgaf svo NY Giants og fór til erkifjendanna í Philadelphia Eagles. Hann fékk þar þriggja ára samning upp á 38 milljónir dollara en sá samningur gæti hækkað í 47 milljónir dollara. Hlauparinn Josh Jacobs fór frá Raiders til Packers. Í leiðinni ákvað Packers að sleppa hlauparanum Aaron Jones sem finnur sér líklega nýtt heimili í dag. Russell Wilson er svo orðinn nýr leikstjórnandi Pittsburgh Steelers svo fátt eitt sé nefnt. Hér að neðan má sjá lista yfir helstu félagaskipti hingað til. Leikstjórnendur: Russell Wilson frá Broncos til Steelers. Gardner Minshew frá Colts til Raiders Tyrod Taylor frá Jets til Giants Jacoby Brissett frá Commanders til Patriots Hlauparar: Saquon Barkley frá Giants til Eagles Josh Jacobs frá Raiders til Packers Tony Pollard frá Cowboys til Titans D´Andre Swift frá Eagles til Bears Austin Ekeler frá Chargers til Commanders Zack Moss frá Colts til Bengals Devin Singletary frá Texans til Giants Gus Edwards frá Ravens til Chargers Annað: Robert Hunt frá Miami til Carolina (sóknarlínumaður) Christian Wilkins frá Dolphins til Raiders (varnarmaður) Jonathan Greenard frá Texans til Vikings (varnarmaður) Xavier McKinney frá Giants til Packers (varnarmaður)
NFL Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira