Íslenski boltinn

TF Besta á suð­rænar slóðir: Ekki vildu allir fara um borð

Aron Guðmundsson skrifar
Opnuð hefur verið loftbrú fyrir TF-Besta yfir til Spánar
Opnuð hefur verið loftbrú fyrir TF-Besta yfir til Spánar Vísir

Hver á fætur öðrum pakka meistara­­flokkar ís­­lenskra fé­lags­liða í fót­­bolta niður í töskur og halda út fyrir land­s­steinana í æfinga­­ferðir fyrir komandi tíma­bil. Ekki fara þó öll lið Bestu deildar kvenna er­lendis í æfingaferðir fyrir komandi tíma­bil. Einu liði hentaði ekki að fara núna, öðru stóð það til boða en á­kvað að fara ekki. Þau sem fara þó út halda til Spánar.

Þór/KA: 5. sæti á síðasta tíma­bili - Þjálfari: Jóhann K. Gunnars­son

Norðan­konur ætla að halda til Kanarí­eyja. Þar mun lið Þór/KA, sem endaði í 5.sæti Bestu deildarinnar á síðasta tíma­bili, dvelja á Koala Gard­en sem er afar hentugt þar sem að æfinga­svæði liðsins verður við hlið dvalar­staðarins. 

Mun án efa fara vel um lið Þór/KA á Koala Gardan á Kanaríeyjum

Þór/KA hefur farið með himin­skautum í Lengju­bikarnum undan­farnar vikur þar sem liðið hefur unnið alla sína leiki og því ætti mórallinn innan leik­manna­hópsins að vera orðinn ansi góður nú þegar.

Valur: 1. sæti á síðasta tíma­bili - Þjálfari: Pétur Péturs­son

Ís­lands­meistarar Vals munu yfir sex daga tíma­bil stilla sig saman á Campoamor á Spáni og undirbúa sig fyrir titilvörnina.

Það styttist í að Valskonur hefji titilvörn sína í Bestu deildinniVísir/Díego

FH: 6. sæti á síðasta tíma­bili - Þjálfari: Hlynur Svan Ei­ríks­son

Lið svart­hvíta liðsins í Hafnar­firði, FH, mun ekki fara út í æfinga­ferð er­lendis fyrir komandi tíma­bil í Bestu deildinni. Í svari frá Davíð Þór Viðars­syni, yfir­manni knatt­spyrnu­mála hjá FH, segir að liðinu hafi staðið það til boða en að það hafi á­kveðið að fara ekki. FH endaði í 6. sæti Bestu deildarinnar á síðasta tíma­bili.

Stjarnan: 4. sæti á síðasta tíma­bili - Þjálfari: Kristján Guð­munds­son

Lið Stjörnunnar í Bestu deild kvenna ætlar að fara sömu leið og karla­lið ÍA og Vestra hvað æfinga­ferð varðar. Stjarnan heldur til Ís­lendinga­eyjunnar Tenerife um mið­bik apríl­mánaðar og mun þar dvelja á Hotel Jardín Ca­leta. Þar munu án efa nokkrir Ís­lendingar verða á þeirra vegi.

Stjarnan mun dvelja á Hotel Jardín Ca­leta á Íslendingaeyjunni Tenerife

Breiða­blik: 2. sæti á síðasta tíma­bili - Þjálfari: Nik Cham­berlain

Liðið sem endaði í 2.sæti Bestu deildarinnar á síðasta tíma­bili, Breiða­blik, mun ekki fara í æfinga­ferð út fyrir land­steinana fyrir þetta tíma­bil.

Í svari frá fé­laginu segir að æfinga­ferð hafi ekki hentað á þessum tíma­punkti. Liðið hafi skipt um þjálfara, inn var fenginn Nik Cham­berlain frá Þrótti, og það hafi því miður ekki fundist tími sem hentaði hópnum og passaði inn í æfinga­á­ætlarnir liðsins.

Kefla­vík: 8. sæti á síðasta tíma­bili - Þjálfari: Jon­a­t­han Ri­car­do Glenn

Eftir upp og niður tíma­bil í fyrra, sem endaði með því að liðið endaði í 8. sæti Bestu deildarinnar, mun lið Kefla­víkur stilla saman strengi á Salou á Spáni, rétt sunnan við Barcelona, fyrir komandi tíma­bil. Þar munu Suður­nesja­konur dvelja yfir viku tíma­bil.

Salou rétt sunnan við Barcelona. Þar mun lið Keflavíkur dvelja í æfingarferð sinni

Tinda­stóll: 7. sæti á síðasta tíma­bili - Þjálfari: Hall­dór Jón Sigurðs­son

Lið Tinda­stóls kom inn sem ný­liði í Bestu deildina á síðasta tíma­bili og endaði í sjöunda sæti og munu stefna að því að gera betur í ár. Sem liður í undir­búningi fyrir það ætlar liðið að halda til Campoamor á Tor­revi­eja svæðinu á austur­hluta Spánar.

Fylkir: 2. sæti Lengju­deildarinnar á síðasta tíma­bili - Þjálfari: Gunnar M. Jóns­son

Og líkt og Vals­konur og lið Tinda­stóls mun lið Fylkis einnig dvelja á Hotel Campoamor á Tor­revi­eja svæðinu yfir sjö daga tíma­bil. Fylkir kemur inn sem ný­liði í deildina þetta tíma­bilið eftir að hafa háð harða bar­áttu við lið Víkings Reykja­víkur um topp­sæti Lengju­deildarinnar á síðasta tíma­bili.

Hotel Golf Campoamor. Dvalarstaður Fylkis

Þróttur R: 3. sæti á síðasta tíma­bili - Þjálfari: Ólafur Kristjáns­son

Líkt og Breiða­blik og FH mun lið Þróttar Reykja­víkur ekki halda út í æfinga­ferð fyrir komandi tíma­bil. Þróttur er að halda inn í sitt fyrsta tíma­bil undir stjórn hins reynslu­mikla Ólafs Kristjáns­sonar sem tók við þjálfara­stöðunni af Nik Cham­berlain sem hélt yfir til Breiða­bliks. Þróttur endaði í 3.sæti Bestu deildarinnar á síðasta tíma­bili.

Víkingur R: 1. sæti Lengju­deildarinnar á síðasta tíma­bili - Þjálfari: John Andrews

Spút­niklið síðasta tíma­bils. Lið ríkjandi bikar­meistarar Víkings Reykja­víkur halda, eftir nokkra daga, út til Salou á austur­strönd Spánar. Þar munu Víkings­konur dvelja yfir viku tíma­bil á Ca­mbrils Park og stilla strengi enn betur saman fyrir sitt fyrsta tíma­bil í efstu deild í langan tíma. Víkingur bar sigur úr býtum í Lengju­deildinni á síðasta tíma­bili.

Cambrils Park á Salou

Tengdar fréttir

TF-Besta hefur sig til flugs: Allir út í sólina nema KR

Hver á fætur öðrum pakka meistara­flokkar ís­lenskra fé­lags­liða í fót­bolta niður í töskur og halda út fyrir land­ssteinana í æfinga­ferðir fyrir komandi tíma­bil. Öll lið Bestu deildar karla, nema KR sem fer ekki út í æfingar­ferð, halda út til Spánar þetta árið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×