Kæru Maríu Lilju á hendur Mbl vísað frá Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. mars 2024 10:58 María Lilja Ingveldar-Þrastardóttir Kemp er stödd í Kaíró þar sem hún heldur áfram að aðstoða palestínskt fólk með dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar að komast út af Gasa. Vísir/Vilhelm Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands hefur vísað frá kæru Maríu Lilju Ingveldar Þrastardóttur Kemp á hendur Mbl.is og Árvakri fyrir brot á siðareglum í frétt miðilsins. Ástæðan var sú að María Lilja var hvorki til umfjöllunar í fréttinni né hafði bein tengsl við umfjöllunarefnið. María Lilja kærði til siðanefndar frétt Mbl frá 20. janúar síðastliðnum þar sem fjallað var um kæru ónefnds lögmanns á hendur palestínskum mótmælendur á Austurvelli fyrir hatursorðræðu og hótanir. Í fréttinni kom fram að lögmaður, sem ekki var nafngreindur í fréttinni, hefði lagt fram kæru sem beindist aðallega að einum nafngreindum mótmælanda sem sagði á Facebook: „Drepið gyðingana hvar sem þið finnið þá, rífið þá á hol, mígið yfir þá [og] lík þeirra. Ég sver að við munum dæma þá að við hlið Paradísar. Bölvun hvíli á sonum Zíons [gyðingum], sonum apa og svína.“ Fram kom í frétt Mbl að lögmaðurinn óskaði eftir flýtimeðferð hjá dómstólum vegna þess að hinir kærðu hefðu meðal annars birt myndir af árásarvopnum á samfélagsmiðlum. María Lilja taldi umfjöllunina ekki setta fram af heiðarleika og fela í sér órökstuddar ásakanir á hendur stórum hópi fólks í viðkvæmri stöðu. Ætla mætti að vinnubrögðin væru til þess fallin að kynda undir hatur og óvild í garð ákveðins hóps. Þá var gerð athugasemd við myndaval með fréttinni en myndin var af palestínsku fólki á Austurvelli. Siðanefndin komst að þeirri niðurstöðu að þar sem María Lilja væri ekki til umfjöllunar í fréttinni og hefði ekki bein tengsl við umfjöllunarefnið þá uppfyllti aðild hennar ekki málsmeðferðarreglur siðanefndarinnar. Var kærunni því vísað frá. Fjölmiðlar Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Reykjavík Tengdar fréttir Bjargar börnum á Gasa og vinnur meiðyrðamál á Íslandi Landsréttur hefur staðfest sýknudóm úr héraði yfir Maríu Lilju Þrastardóttur aðgerðarsinna. Huginn Þór Grétarsson rithöfundur stefndi Maríu Lilju fyrir ummæli sem hún lét falla á Facebook í maí fyrir sex árum. María Lilja var ekki viðstödd dómsuppkvaðninguna en hún er að bjarga Palestínumönnum frá Gasa. 9. febrúar 2024 17:26 Kærir mbl til siðanefndar blaðamanna vegna skrifa um flóttamenn María Lilja Þrastardóttir hefur kært mbl til siðanefndar blaðamanna vegna fréttar um kæru á hendur palestínskum mótmælenda fyrir hatursorðræðu. María segir fréttina ekki setta fram af heiðarleika eða hlutleysi og gera saklausum mönnum upp alvarlegar sakir. 20. janúar 2024 22:43 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
María Lilja kærði til siðanefndar frétt Mbl frá 20. janúar síðastliðnum þar sem fjallað var um kæru ónefnds lögmanns á hendur palestínskum mótmælendur á Austurvelli fyrir hatursorðræðu og hótanir. Í fréttinni kom fram að lögmaður, sem ekki var nafngreindur í fréttinni, hefði lagt fram kæru sem beindist aðallega að einum nafngreindum mótmælanda sem sagði á Facebook: „Drepið gyðingana hvar sem þið finnið þá, rífið þá á hol, mígið yfir þá [og] lík þeirra. Ég sver að við munum dæma þá að við hlið Paradísar. Bölvun hvíli á sonum Zíons [gyðingum], sonum apa og svína.“ Fram kom í frétt Mbl að lögmaðurinn óskaði eftir flýtimeðferð hjá dómstólum vegna þess að hinir kærðu hefðu meðal annars birt myndir af árásarvopnum á samfélagsmiðlum. María Lilja taldi umfjöllunina ekki setta fram af heiðarleika og fela í sér órökstuddar ásakanir á hendur stórum hópi fólks í viðkvæmri stöðu. Ætla mætti að vinnubrögðin væru til þess fallin að kynda undir hatur og óvild í garð ákveðins hóps. Þá var gerð athugasemd við myndaval með fréttinni en myndin var af palestínsku fólki á Austurvelli. Siðanefndin komst að þeirri niðurstöðu að þar sem María Lilja væri ekki til umfjöllunar í fréttinni og hefði ekki bein tengsl við umfjöllunarefnið þá uppfyllti aðild hennar ekki málsmeðferðarreglur siðanefndarinnar. Var kærunni því vísað frá.
Fjölmiðlar Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Reykjavík Tengdar fréttir Bjargar börnum á Gasa og vinnur meiðyrðamál á Íslandi Landsréttur hefur staðfest sýknudóm úr héraði yfir Maríu Lilju Þrastardóttur aðgerðarsinna. Huginn Þór Grétarsson rithöfundur stefndi Maríu Lilju fyrir ummæli sem hún lét falla á Facebook í maí fyrir sex árum. María Lilja var ekki viðstödd dómsuppkvaðninguna en hún er að bjarga Palestínumönnum frá Gasa. 9. febrúar 2024 17:26 Kærir mbl til siðanefndar blaðamanna vegna skrifa um flóttamenn María Lilja Þrastardóttir hefur kært mbl til siðanefndar blaðamanna vegna fréttar um kæru á hendur palestínskum mótmælenda fyrir hatursorðræðu. María segir fréttina ekki setta fram af heiðarleika eða hlutleysi og gera saklausum mönnum upp alvarlegar sakir. 20. janúar 2024 22:43 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Bjargar börnum á Gasa og vinnur meiðyrðamál á Íslandi Landsréttur hefur staðfest sýknudóm úr héraði yfir Maríu Lilju Þrastardóttur aðgerðarsinna. Huginn Þór Grétarsson rithöfundur stefndi Maríu Lilju fyrir ummæli sem hún lét falla á Facebook í maí fyrir sex árum. María Lilja var ekki viðstödd dómsuppkvaðninguna en hún er að bjarga Palestínumönnum frá Gasa. 9. febrúar 2024 17:26
Kærir mbl til siðanefndar blaðamanna vegna skrifa um flóttamenn María Lilja Þrastardóttir hefur kært mbl til siðanefndar blaðamanna vegna fréttar um kæru á hendur palestínskum mótmælenda fyrir hatursorðræðu. María segir fréttina ekki setta fram af heiðarleika eða hlutleysi og gera saklausum mönnum upp alvarlegar sakir. 20. janúar 2024 22:43