Árásarmaðurinn staðið í hótunum við vararíkissaksóknara Árni Sæberg skrifar 10. mars 2024 09:20 Helgi Magnús vararíkissaksóknari hefur lengi mátt sæta hótunum af hálfu mannsins. Vísir Karlmaður um þrítugt, sem úrskurðaður hefur verið í fjögurra vikna gæsluvarðhald fyrir hnífstunguárás í verslun í Valshverfinu í Reykjavík, er sá sami og hefur um nokkurt skeið staðið í hótunum við Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara. Fólskuleg hnífstunguárás versluninni OK Market á fimmtudag hefur vakið nokkurn óhug. Myndband úr öryggismyndavél verslunarinnar sýnir mann ganga inn í verslunina og ráðast að því er virðist tilefnislaust á tvo menn bakvið afgreiðslukassa verslunarinnar með hníf. DV greindi frá því í morgun að árásarmaðurinn, sem á að baki töluverðan brotaferil, sé maðurinn sem hefur lengi staðið í hótunum við Helga Magnús og fjölskyldu hans. Helgi Magnús greinir sjálfur frá þessu í lokaðri færslu á Facebook. „Þessi maður hefur verið að hóta að drepa mig og mína fjölskyldu í 3 ár og hlaut dóm í Landsrétti fyrir ári síðan,“ hefur DV eftir Helga Magnúsi. Langur brotaferill Í dómi Héraðsdóms Reykjaness yfir manninum, sem staðfestur var af Landsrétti, segir að maðurinn sé af erlendu bergi brotinn og hafi komið hingað til lands árið 2017. Á árunum 2017 til 2021 hafi lögregla haft til meðferðar 91 tilvik þar sem maðurinn hafi verið grunaður um refsiverða háttsemi, meðal annars hótanir, líkamsárásir, húsbrot, eignaspjöll og brot gegn nálgunarbanni. Helgi Magnús bar fyrir dómi á sínum tíma að maðurinn hafi kært annan hælisleitanda til lögreglu en málið hafi verið fellt niður, hann hafi staðfest niðurfellinguna fyrir hönd embættis síns. Skömmu síðar hafi sér borist fjöldi tölvupósta frá fleiri en einu netfangi og efni þeirra hafi bent til þess að þeir væru frá manninum. „I will kill you!“ „This is our last messaga … Remember if Kourani dies … you and your family will die … clans,“ segir í einum skilaboðunum en sambærileg skilaboð voru fleiri en eitt. Þá var maðurinn einnig ákærður fyrir að hafa komið að skrifstofum ríkissaksóknara og verið þar með háreysti. Þegar hann hafi séð Helga Magnús hafi hann hrópað „I will kill you!“ eða „Ég mun myrða þig!“ á íslensku. Úrskurðaður í gæsluvarðhald og Helgi Magnús rólegri Maðurinn var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald á föstudag að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Ég þarf ekki að búast við honum við útidyrnar með hníf í hönd, né börnin mín og konan, næstu fjórar vikur ef þetta stendur,“ er haft eftir Helga Magnúsi. Lögreglumál Reykjavík Mál Mohamad Kourani Tengdar fréttir Stungumaðurinn í Hlíðarenda úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald Karlmaður um þrítugt var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir stunguárás sem framin var í Hlíðarendahverfinu í Reykjavík í gær. Var það að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 8. mars 2024 19:52 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Sjá meira
Fólskuleg hnífstunguárás versluninni OK Market á fimmtudag hefur vakið nokkurn óhug. Myndband úr öryggismyndavél verslunarinnar sýnir mann ganga inn í verslunina og ráðast að því er virðist tilefnislaust á tvo menn bakvið afgreiðslukassa verslunarinnar með hníf. DV greindi frá því í morgun að árásarmaðurinn, sem á að baki töluverðan brotaferil, sé maðurinn sem hefur lengi staðið í hótunum við Helga Magnús og fjölskyldu hans. Helgi Magnús greinir sjálfur frá þessu í lokaðri færslu á Facebook. „Þessi maður hefur verið að hóta að drepa mig og mína fjölskyldu í 3 ár og hlaut dóm í Landsrétti fyrir ári síðan,“ hefur DV eftir Helga Magnúsi. Langur brotaferill Í dómi Héraðsdóms Reykjaness yfir manninum, sem staðfestur var af Landsrétti, segir að maðurinn sé af erlendu bergi brotinn og hafi komið hingað til lands árið 2017. Á árunum 2017 til 2021 hafi lögregla haft til meðferðar 91 tilvik þar sem maðurinn hafi verið grunaður um refsiverða háttsemi, meðal annars hótanir, líkamsárásir, húsbrot, eignaspjöll og brot gegn nálgunarbanni. Helgi Magnús bar fyrir dómi á sínum tíma að maðurinn hafi kært annan hælisleitanda til lögreglu en málið hafi verið fellt niður, hann hafi staðfest niðurfellinguna fyrir hönd embættis síns. Skömmu síðar hafi sér borist fjöldi tölvupósta frá fleiri en einu netfangi og efni þeirra hafi bent til þess að þeir væru frá manninum. „I will kill you!“ „This is our last messaga … Remember if Kourani dies … you and your family will die … clans,“ segir í einum skilaboðunum en sambærileg skilaboð voru fleiri en eitt. Þá var maðurinn einnig ákærður fyrir að hafa komið að skrifstofum ríkissaksóknara og verið þar með háreysti. Þegar hann hafi séð Helga Magnús hafi hann hrópað „I will kill you!“ eða „Ég mun myrða þig!“ á íslensku. Úrskurðaður í gæsluvarðhald og Helgi Magnús rólegri Maðurinn var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald á föstudag að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Ég þarf ekki að búast við honum við útidyrnar með hníf í hönd, né börnin mín og konan, næstu fjórar vikur ef þetta stendur,“ er haft eftir Helga Magnúsi.
Lögreglumál Reykjavík Mál Mohamad Kourani Tengdar fréttir Stungumaðurinn í Hlíðarenda úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald Karlmaður um þrítugt var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir stunguárás sem framin var í Hlíðarendahverfinu í Reykjavík í gær. Var það að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 8. mars 2024 19:52 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Sjá meira
Stungumaðurinn í Hlíðarenda úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald Karlmaður um þrítugt var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir stunguárás sem framin var í Hlíðarendahverfinu í Reykjavík í gær. Var það að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 8. mars 2024 19:52