„Ótrúlega stolt og þakklát eftir daginn í dag“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. mars 2024 17:51 Sigríður Margrét gæddi sér á vöfflum eins og hefð er fyrir þegar samningar nást í Karphúsinu. vísir/ívar fannar Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segist bæði stolt og þakklát eftir að undirritun kjarasamninga lauk í Karphúsinu í dag. Búið sé að leggja grunn að efnahagslegum stöðugleika. Viðræður við VR hefjast í næstu viku. Í dag skrifuðu fagfélögin svokölluðu undir langtímasamning við Samtök atvinnulífsins. Til fagfélaganna teljast Rafiðnaðarsamband Íslands, Matvís, VM og Grafía. Samningurinn er til fjögurra ára og byggir á sömu forsendum og langtímasamningar breiðfylkingar Eflingar, Samiðnar og SGS sem náðust fyrr í vikunni. „Við erum hér komin með langtíma kjarasamning sem getur byggt undir efnahagslegan stöðugleika. Við erum bara ótrúlega stolt og þakklát eftir daginn í dag,“ sagði Sigíður Margrét í samtali við fréttastofu að lokinni undirritun samninga í Karphúsinu í dag. Með samningsundirritun er búið að semja við stóra hópa, bæði fagfélög og breiðfylkingu. Sigríður og bætir við að um mikil tímamót sé að ræða, samningarnir séu afar mikilvægir. „Það má segja að þessir stóru hópar hafi lagt upp með launastefnunni sem við munum síðan vinna eftir. Það hefur verið þannig í gegnum þessar viðræður, að öll stóru félögin komu að þeim. Við erum með þessi sameiginlegu markmið og þessir samningar eru til þess fallnir að verðbólga geti minnkað, svo það séu sköpuð skilyrði fyrir því að stýrivextir geti lækkað. Það er lykilatriði fyrir fólk og fyrirtæki hérlendis.“ Spurð út í stöðu stéttarfélagsins VR, sem sleit sig frá viðræðunum, segir Sigríður: „Viðræðurnar við VR fara af stað af fullum krafti á mánudaginn, það er þannig að VR hefur þegar tekið þátt í þessum viðræðum. Við höfum verið að semja núna formlega frá 28. desember og óformlega frá því í nóvember. Stóran hluta af þeim tíma var VR við samningaborðið. Þetta upplegg er því líka í samráði við VR.“ Sigríður segir lítið hafa skilið á milli VR og annarra samningsaðila. „Það snerist fyrst og fremst um forsenduákvæði, núna erum við búin að ganga frá þessum stóru málum og ég bara treysti því að viðræðurnar gangi vel í næstu viku. Það er búið að marka stefnu og leggja grunn að efnahagslegum stöðugleika. Þetta er bara risastórt verkefni og við höfum allan tímann verið sammála um þessi helstu markmið.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Atvinnurekendur Vinnumarkaður Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Í dag skrifuðu fagfélögin svokölluðu undir langtímasamning við Samtök atvinnulífsins. Til fagfélaganna teljast Rafiðnaðarsamband Íslands, Matvís, VM og Grafía. Samningurinn er til fjögurra ára og byggir á sömu forsendum og langtímasamningar breiðfylkingar Eflingar, Samiðnar og SGS sem náðust fyrr í vikunni. „Við erum hér komin með langtíma kjarasamning sem getur byggt undir efnahagslegan stöðugleika. Við erum bara ótrúlega stolt og þakklát eftir daginn í dag,“ sagði Sigíður Margrét í samtali við fréttastofu að lokinni undirritun samninga í Karphúsinu í dag. Með samningsundirritun er búið að semja við stóra hópa, bæði fagfélög og breiðfylkingu. Sigríður og bætir við að um mikil tímamót sé að ræða, samningarnir séu afar mikilvægir. „Það má segja að þessir stóru hópar hafi lagt upp með launastefnunni sem við munum síðan vinna eftir. Það hefur verið þannig í gegnum þessar viðræður, að öll stóru félögin komu að þeim. Við erum með þessi sameiginlegu markmið og þessir samningar eru til þess fallnir að verðbólga geti minnkað, svo það séu sköpuð skilyrði fyrir því að stýrivextir geti lækkað. Það er lykilatriði fyrir fólk og fyrirtæki hérlendis.“ Spurð út í stöðu stéttarfélagsins VR, sem sleit sig frá viðræðunum, segir Sigríður: „Viðræðurnar við VR fara af stað af fullum krafti á mánudaginn, það er þannig að VR hefur þegar tekið þátt í þessum viðræðum. Við höfum verið að semja núna formlega frá 28. desember og óformlega frá því í nóvember. Stóran hluta af þeim tíma var VR við samningaborðið. Þetta upplegg er því líka í samráði við VR.“ Sigríður segir lítið hafa skilið á milli VR og annarra samningsaðila. „Það snerist fyrst og fremst um forsenduákvæði, núna erum við búin að ganga frá þessum stóru málum og ég bara treysti því að viðræðurnar gangi vel í næstu viku. Það er búið að marka stefnu og leggja grunn að efnahagslegum stöðugleika. Þetta er bara risastórt verkefni og við höfum allan tímann verið sammála um þessi helstu markmið.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Atvinnurekendur Vinnumarkaður Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira