Hroki og yfirlæti og hagsmunagæsla sjómanna Bergur Þorkelsson skrifar 8. mars 2024 16:02 Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi fann sig knúna til að geysast fram á ritvöllinn í aðsendri grein á Vísi.is 7. mars síðastliðinn og níða skóinn af Sjómannafélagi Íslands og starfsmönnum þess, með rakalausum hætti. Tilgangurinn er augljós, að ata félagið aur og gera lítið úr því, farið er í manninn en ekki boltann eins og SFS er þekkt fyrir. En hvað er það sem fer svona fyrir brjóstið á Heiðrúnu, jú það blasir við því Sjómannafélag Íslands, sem er elsta og fjölmennasta sjómannafélagið á Íslandi, er eina stéttarfélag sjómanna á landinu sem á síðustu árum hefur raunverulega ekki verið undir skóhæl útgerðarinnar, meðal annars í viðræðum um nýjan kjarasamning sjómanna á fiskiskipum, bæði í fyrra og á þessu ári. Átti SFS erfitt með að sætta sig við það í fyrra, í yfirgengilegri frekju sinni og yfirlæti, að Sjómannafélag Íslands, eitt sjómannafélaga, hafi gert athugasemdir við tilteknar breytingar sem gera átti á kjarasamningnum, meðal annars varðandi það að sjómenn einir launþega hafa setið eftir með mun lægra mótframlag atvinnurekanda í lífeyrissjóð en allir aðrir launþegar í landinu, og áttu þeir að taka á sig launalækkun gegn því að fá sambærileg lífeyrisréttindi og aðrir launþegar. Þá átti Sjómannafélag Íslands erfitt með að kyngja fyrirhugaðri og verulegri skerðingu á veikinda- og slysalaunarétti sjómanna, sem gefa átti útgerðunum á silfurfati, án þess að nokkuð kæmi þar á móti, sem önnur sjómannafélög ætluðu að samþykkja og hafa nú samþykkt í nýundirrituðum kjarasamningum. Þegar kjarasamningarnir sem stéttarfélög sjómanna höfðu undirritað í fyrra í fóru í kynningu hjá félagsmönnum þá notuðu öll sjómannafélögin kynningu á samningnum sem SFS hafði látið vinna en sú kynning var verulega gölluð og fjallaði á mjög takmarkaðan og oft villandi hátt um þær breytingar sem gera átti á kjarasamningunum. Sjómannafélag Íslands eitt sjómannafélaga var hins vegar með sína eigin kynningu þar sem kostir og gallar samningsins voru kynntir. Þetta fór verulega fyrir brjóstið á SFS en úr varð að samningarnir sem bornir voru undir atkvæði sjómanna í fyrra voru kolfelldir, enda láta sjómenn ekki bjóða sér hvað sem er. Þeir kjarasamningar sem samtök sjómanna hafa nýverið skrifað undir og voru samþykktir af félagsmönnum kveða á margan hátt á um mun betri réttindi en í þeim samningum sem felldir voru í fyrra. Má þakka Sjómannafélagi Íslands að verulegu leyti að mun betri samningar hafa nú náðst en þeir sem felldir voru í fyrra. Hinum nýju samningum fylgir auðvitað aukinn kostnaður fyrir útgerðina og fyrir það hugsa þau Sjómannafélagi Íslands þegjandi þörfina. Í grein Heiðrúnar er margvíslegum óhróðri og órökstuddum rangfærslum beint að Sjómannafélagi Íslands, með ómaklegum og ómálefnalegum hætti. SFS getur illa sætt sig við það að Sjómannafélag Íslands samþykki ekki þegjandi og hljóðalaust þann kjarasamning sem SFS hefur kosið að leggja fram. Samtök eins og SFS eru vön því að hægt sé að vaða yfir allt og alla þá er það illa þolað þegar Sjómannafélag Íslands sinnir hlutverki sínu og hagsmunagæslu félagsmanna sinna. Vegna þessa hefur SFS síðustu misseri sniðgengið félagið í kjarasamningsviðræðum og reynt þar að einangra félagið vegna afstöðu þess til einstakra ákvæða kjarasamningsins. Það er því alrangt að Sjómannafélag Íslands hafi setið aðgerðarlaust, en núna hafa önnur sjómannafélög nær athugasemdalaust skrifað undir samninga sem SFS hafa rétt að þeim, jafnvel án þess að félagsmönnum viðkomandi stéttarfélaga hafi í raun gefist tækifæri til að kynna sér samninginn áður en kosið var um hann. Í grein Heiðrúnar leyfir hún sér með ómaklegum og ómerkilegum hætti að vega að heiðri og starfsemi Sjómannafélags Íslands og reynir auk þess með beinum hætti að hafa áhrif á starfsemi félagsins með slíkum hætti að einsdæmi hlýtur að teljast. Er þetta er alþekkt taktík hjá útgerðinni þegar fólk og félög vilja ekki þóknast henni og hagsmunum hennar. Sjómannafélag Íslands frábiður sér rangfærslur og níð það sem finna má í grein Heiðrúnar, sem ætti frekar að einbeita sér að því og gera raunverulega tilraun til að ná samningum við Sjómannafélag Íslands frekar en að gefa það til kynna að hagsmunum sjómanna sé betur borgið annars staðar en hjá félaginu. Slík afskipti af starfsemi Sjómannafélags Íslands og stéttarfélagsmálum sjómanna eru ómerkileg og eiga ekki að sjást í siðuðu samfélagi. Nefna má að Sjómannafélag Íslands var búið að óska eftir því við Ríkissáttasemjara að teknar verði upp kjarasamningsviðræður þess við SFS, en allt frá því í fyrra hefur ekkert heyrst frá SFS, samningsvilji SFS hefur enginn verið. Höfundur er formaður Sjómannafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Stéttarfélög Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi fann sig knúna til að geysast fram á ritvöllinn í aðsendri grein á Vísi.is 7. mars síðastliðinn og níða skóinn af Sjómannafélagi Íslands og starfsmönnum þess, með rakalausum hætti. Tilgangurinn er augljós, að ata félagið aur og gera lítið úr því, farið er í manninn en ekki boltann eins og SFS er þekkt fyrir. En hvað er það sem fer svona fyrir brjóstið á Heiðrúnu, jú það blasir við því Sjómannafélag Íslands, sem er elsta og fjölmennasta sjómannafélagið á Íslandi, er eina stéttarfélag sjómanna á landinu sem á síðustu árum hefur raunverulega ekki verið undir skóhæl útgerðarinnar, meðal annars í viðræðum um nýjan kjarasamning sjómanna á fiskiskipum, bæði í fyrra og á þessu ári. Átti SFS erfitt með að sætta sig við það í fyrra, í yfirgengilegri frekju sinni og yfirlæti, að Sjómannafélag Íslands, eitt sjómannafélaga, hafi gert athugasemdir við tilteknar breytingar sem gera átti á kjarasamningnum, meðal annars varðandi það að sjómenn einir launþega hafa setið eftir með mun lægra mótframlag atvinnurekanda í lífeyrissjóð en allir aðrir launþegar í landinu, og áttu þeir að taka á sig launalækkun gegn því að fá sambærileg lífeyrisréttindi og aðrir launþegar. Þá átti Sjómannafélag Íslands erfitt með að kyngja fyrirhugaðri og verulegri skerðingu á veikinda- og slysalaunarétti sjómanna, sem gefa átti útgerðunum á silfurfati, án þess að nokkuð kæmi þar á móti, sem önnur sjómannafélög ætluðu að samþykkja og hafa nú samþykkt í nýundirrituðum kjarasamningum. Þegar kjarasamningarnir sem stéttarfélög sjómanna höfðu undirritað í fyrra í fóru í kynningu hjá félagsmönnum þá notuðu öll sjómannafélögin kynningu á samningnum sem SFS hafði látið vinna en sú kynning var verulega gölluð og fjallaði á mjög takmarkaðan og oft villandi hátt um þær breytingar sem gera átti á kjarasamningunum. Sjómannafélag Íslands eitt sjómannafélaga var hins vegar með sína eigin kynningu þar sem kostir og gallar samningsins voru kynntir. Þetta fór verulega fyrir brjóstið á SFS en úr varð að samningarnir sem bornir voru undir atkvæði sjómanna í fyrra voru kolfelldir, enda láta sjómenn ekki bjóða sér hvað sem er. Þeir kjarasamningar sem samtök sjómanna hafa nýverið skrifað undir og voru samþykktir af félagsmönnum kveða á margan hátt á um mun betri réttindi en í þeim samningum sem felldir voru í fyrra. Má þakka Sjómannafélagi Íslands að verulegu leyti að mun betri samningar hafa nú náðst en þeir sem felldir voru í fyrra. Hinum nýju samningum fylgir auðvitað aukinn kostnaður fyrir útgerðina og fyrir það hugsa þau Sjómannafélagi Íslands þegjandi þörfina. Í grein Heiðrúnar er margvíslegum óhróðri og órökstuddum rangfærslum beint að Sjómannafélagi Íslands, með ómaklegum og ómálefnalegum hætti. SFS getur illa sætt sig við það að Sjómannafélag Íslands samþykki ekki þegjandi og hljóðalaust þann kjarasamning sem SFS hefur kosið að leggja fram. Samtök eins og SFS eru vön því að hægt sé að vaða yfir allt og alla þá er það illa þolað þegar Sjómannafélag Íslands sinnir hlutverki sínu og hagsmunagæslu félagsmanna sinna. Vegna þessa hefur SFS síðustu misseri sniðgengið félagið í kjarasamningsviðræðum og reynt þar að einangra félagið vegna afstöðu þess til einstakra ákvæða kjarasamningsins. Það er því alrangt að Sjómannafélag Íslands hafi setið aðgerðarlaust, en núna hafa önnur sjómannafélög nær athugasemdalaust skrifað undir samninga sem SFS hafa rétt að þeim, jafnvel án þess að félagsmönnum viðkomandi stéttarfélaga hafi í raun gefist tækifæri til að kynna sér samninginn áður en kosið var um hann. Í grein Heiðrúnar leyfir hún sér með ómaklegum og ómerkilegum hætti að vega að heiðri og starfsemi Sjómannafélags Íslands og reynir auk þess með beinum hætti að hafa áhrif á starfsemi félagsins með slíkum hætti að einsdæmi hlýtur að teljast. Er þetta er alþekkt taktík hjá útgerðinni þegar fólk og félög vilja ekki þóknast henni og hagsmunum hennar. Sjómannafélag Íslands frábiður sér rangfærslur og níð það sem finna má í grein Heiðrúnar, sem ætti frekar að einbeita sér að því og gera raunverulega tilraun til að ná samningum við Sjómannafélag Íslands frekar en að gefa það til kynna að hagsmunum sjómanna sé betur borgið annars staðar en hjá félaginu. Slík afskipti af starfsemi Sjómannafélags Íslands og stéttarfélagsmálum sjómanna eru ómerkileg og eiga ekki að sjást í siðuðu samfélagi. Nefna má að Sjómannafélag Íslands var búið að óska eftir því við Ríkissáttasemjara að teknar verði upp kjarasamningsviðræður þess við SFS, en allt frá því í fyrra hefur ekkert heyrst frá SFS, samningsvilji SFS hefur enginn verið. Höfundur er formaður Sjómannafélags Íslands.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun