Meirihluti á bláþræði Guðmundur Árni Stefánsson skrifar 8. mars 2024 15:30 Bæjarstjórnarmeirihluti, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokks, Í Hafnarfirði hékk á bláþræði í gær, fimmtudaginn, 7.febrúar. Ástæðan var andstaða fulltrúa Sjálfstæðisflokksins við það hliðarákvæði kjarasamninga, að börnum í grunnskólum yrði boðnar gjaldfrjálsar máltíðir í skólum. Það vildi Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði ekki. Fulltrúi Framsóknar studdi málið. Samfylkingin hafði forystu í málinu; komu því á dagskrá og knúðu fram samþykkt þess að lyktum. Ferill málsins var eftirfarandi: Bæjarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar - Jafnaðarflokks Íslands, fluttu tillögu þess efnis á nefndum bæjarráðsfundi að morgni fimmtudagsins, að Hafnarfjarðarbær styddi heilshugar gjaldfrjálsar máltíðir og eins að bærinn myndi lækka verulega gjaldskrár sínar; úr 9,9% hækkun sem meirihlutinn samþykkti við gerð fjárhagsáætlunar í desember, í 3,5 á yfirstandandi ári. Þetta er í samræmi við óskir aðila vinnumarkaðarins og enda markmiðið að ná niður verðbólgu - og langþráðum stöðugleika. Jafnaðarmenn styðja heilshugar þessa nálgun. Uppákoma íhaldsins En þá varð fjandinn laus í Hafnarfirði. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins með bæjarstjórann í broddi fylkingar fannst tillagan ómöguleg. Fulltrúi Framsóknar fannst þetta hins vegar skynsamleg nálgun, enda framsóknarmenn um allt land umhugað um að samningar næðust á þessum nótum. Óskað þá bæjarstjóri eftir fundarhléi til að freista þess að halda meirihlutanum saman. Það fundarhlé stóð í hálfa aðra klukkustund. Og í kjölfar þess óskaði bæjarstjórnarmeirihluti þessara flokka eftir því að fundinum yrði frestað í rúmar fimm klukkustundir til að meirihlutanum gæfist ráðrúm til að ná áttum og finna lausnir. Það gekk eftir og þegar fundur hófst að nýju eftir þessar rúmu 5 klukkustundir, hafði Framsókn tekist að beygja Sjálfstæðisflokkin. Þá samþykkti Sjálfstæðisflokkurinn frían mat í skólum. Sem hann hafði verið á móti fyrr á deginum! En auðvitað gat Sjálfstæðisflokkurinn ekki samþykkt tillögu jafnaðarmanna - það mátti ekki. En suðu saman aðra tillögu sem var efnislega nákvæmlega eins og tillaga jafnaðarmanna. Samþykktu að lækka gjaldskrár og fríum skólamat lofað. Enda mun ríkissjóður standa straum af stærstum hluta kostnaðar við skólamatinn. Nei að morgni og já síðdegis En þessi biti var beiskur og stór til að kyngja fyrir sjálfstæðismenn; að láta jafnaðarmenn og framsókn beygja sig í duftið. Og óyndi flokksins vegna niðurlægingar hans. birtist í því að skamma Samfylkinguna!! Bæjarstjóri og oddviti íhaldsins bókaði að undirritaður, höfundur þessarar greina, oddviti Samfylkingarininar í Hafnarfirði, hafi brotið trúnað!! Og í hverju átti það trúnaðarbrot að vera fólgið? Jú, í því að segja almenningi og fjölmiðlum frá því að Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði hefði verið á móti tillögu um frían skólamat á bæjarráðsfundi um morguninn. En svo samþykkja þá ráðstöfun að kvöldi til að halda höktandi meirihluta á lífi - enn um sinn. Nei, það verður aldrei leyndarmál og á ekki að vera það, að Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði var eins og fjúkandi lauf á þessum margskipta og einstæða bæjarráðsfundi í gær. Þess ber einnig að geta, að fríar máltíðir í grunnskólum, er að finna í málefnasamningi þessa meirihluta. Sem gerir þessa andstöðu Hafnarfjarðaríhaldsins enn óskiljanlegri. Ragnar Reykás í Hafnarfirði Það er margt skrýtið í kýrhausnum og ekki að undra að almenningur skilji stundum lítið í flækjum stjórnmálanna. Þessi uppákoma í pólitíkinni í Hafnarfirði í gær, er svo sannarlega þeirrar gerðar. Svona eins konar Hafnarfjarðarbrandari íhaldsins. Það má finna Ragnar Reykás víða. Hann var í Hafnarfirði í gær í gervi Sjálfstæðisflokksins. Þar var hann móti máliinu að morgni dags, en svo með því með að síðdegis. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar - Jafnarflokks Íslands í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Árni Stefánsson Hafnarfjörður Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Grunnskólar Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Bæjarstjórnarmeirihluti, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokks, Í Hafnarfirði hékk á bláþræði í gær, fimmtudaginn, 7.febrúar. Ástæðan var andstaða fulltrúa Sjálfstæðisflokksins við það hliðarákvæði kjarasamninga, að börnum í grunnskólum yrði boðnar gjaldfrjálsar máltíðir í skólum. Það vildi Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði ekki. Fulltrúi Framsóknar studdi málið. Samfylkingin hafði forystu í málinu; komu því á dagskrá og knúðu fram samþykkt þess að lyktum. Ferill málsins var eftirfarandi: Bæjarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar - Jafnaðarflokks Íslands, fluttu tillögu þess efnis á nefndum bæjarráðsfundi að morgni fimmtudagsins, að Hafnarfjarðarbær styddi heilshugar gjaldfrjálsar máltíðir og eins að bærinn myndi lækka verulega gjaldskrár sínar; úr 9,9% hækkun sem meirihlutinn samþykkti við gerð fjárhagsáætlunar í desember, í 3,5 á yfirstandandi ári. Þetta er í samræmi við óskir aðila vinnumarkaðarins og enda markmiðið að ná niður verðbólgu - og langþráðum stöðugleika. Jafnaðarmenn styðja heilshugar þessa nálgun. Uppákoma íhaldsins En þá varð fjandinn laus í Hafnarfirði. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins með bæjarstjórann í broddi fylkingar fannst tillagan ómöguleg. Fulltrúi Framsóknar fannst þetta hins vegar skynsamleg nálgun, enda framsóknarmenn um allt land umhugað um að samningar næðust á þessum nótum. Óskað þá bæjarstjóri eftir fundarhléi til að freista þess að halda meirihlutanum saman. Það fundarhlé stóð í hálfa aðra klukkustund. Og í kjölfar þess óskaði bæjarstjórnarmeirihluti þessara flokka eftir því að fundinum yrði frestað í rúmar fimm klukkustundir til að meirihlutanum gæfist ráðrúm til að ná áttum og finna lausnir. Það gekk eftir og þegar fundur hófst að nýju eftir þessar rúmu 5 klukkustundir, hafði Framsókn tekist að beygja Sjálfstæðisflokkin. Þá samþykkti Sjálfstæðisflokkurinn frían mat í skólum. Sem hann hafði verið á móti fyrr á deginum! En auðvitað gat Sjálfstæðisflokkurinn ekki samþykkt tillögu jafnaðarmanna - það mátti ekki. En suðu saman aðra tillögu sem var efnislega nákvæmlega eins og tillaga jafnaðarmanna. Samþykktu að lækka gjaldskrár og fríum skólamat lofað. Enda mun ríkissjóður standa straum af stærstum hluta kostnaðar við skólamatinn. Nei að morgni og já síðdegis En þessi biti var beiskur og stór til að kyngja fyrir sjálfstæðismenn; að láta jafnaðarmenn og framsókn beygja sig í duftið. Og óyndi flokksins vegna niðurlægingar hans. birtist í því að skamma Samfylkinguna!! Bæjarstjóri og oddviti íhaldsins bókaði að undirritaður, höfundur þessarar greina, oddviti Samfylkingarininar í Hafnarfirði, hafi brotið trúnað!! Og í hverju átti það trúnaðarbrot að vera fólgið? Jú, í því að segja almenningi og fjölmiðlum frá því að Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði hefði verið á móti tillögu um frían skólamat á bæjarráðsfundi um morguninn. En svo samþykkja þá ráðstöfun að kvöldi til að halda höktandi meirihluta á lífi - enn um sinn. Nei, það verður aldrei leyndarmál og á ekki að vera það, að Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði var eins og fjúkandi lauf á þessum margskipta og einstæða bæjarráðsfundi í gær. Þess ber einnig að geta, að fríar máltíðir í grunnskólum, er að finna í málefnasamningi þessa meirihluta. Sem gerir þessa andstöðu Hafnarfjarðaríhaldsins enn óskiljanlegri. Ragnar Reykás í Hafnarfirði Það er margt skrýtið í kýrhausnum og ekki að undra að almenningur skilji stundum lítið í flækjum stjórnmálanna. Þessi uppákoma í pólitíkinni í Hafnarfirði í gær, er svo sannarlega þeirrar gerðar. Svona eins konar Hafnarfjarðarbrandari íhaldsins. Það má finna Ragnar Reykás víða. Hann var í Hafnarfirði í gær í gervi Sjálfstæðisflokksins. Þar var hann móti máliinu að morgni dags, en svo með því með að síðdegis. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar - Jafnarflokks Íslands í Hafnarfirði.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun