Fimm ára bann fyrir að þvinga íþróttakonu til að yfirgefa ÓL Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. mars 2024 09:31 Krystsina Tsimanouskaya óttaðist um öryggi sitt og fékk hæli í Póllandi. Hún keppir ekki lengur fyrir Hvíta-Rússland heldur fyrir Pólland. Getty/Attila Husejnow Hvít-rússneski frjálsíþróttaþjálfarinn Jurij Moisevich má ekki koma nálægt íþróttinni næstu fimm árin. Ástæðan er að hann var uppvís að því að þvinga íþróttakonuna Krystsina Tsimanouskaya til að yfirgefa Ólympíuleikana í Tókýó 2021. „Framkoma Jurij Moisevich í Tókýó var klár misbeiting valds og hann sýndi íþróttakonunni með þessu mikla vanvirðingu,“ sagði í yfirlýsingu AIU, Athletics Integrity Unit. SVT segir frá. Moisevich var þarna yfirþjálfari frjálsíþróttalandsliðs Hvíta-Rússlands. Ex-Belarus Olympic coach Yuri Moisevich has been banned for five years after a tribunal over his actions at the Tokyo Olympics, where sprinter Krystsina Tsimanouskaya feared for her safety when he attempted to force her return to Belarus.Read it here https://t.co/a7ZUjpXoDj— Her Sport (@HerSportDotIE) March 2, 2024 Atvikið var stórt fréttamál á meðan leikunum stóð og úr varð mikið pólitískt mál þar sem að komu Alþjóða Ólympíunefndin, Japan, Pólland og Hvíta-Rússland. Tsimanouskaya hafði sett spurningarmerki við það af hverju hún átti að hlaupa einn sprettinn í 4 x 400 metra boðhlaupi, eitthvað sem hún hafði aldrei gert áður á ferlinum. Forráðamenn hvít-rússneska Ólympíuliðsins ákváðu þá að reka hana af leikunum og þvinga hana til að fara aftur heim til Hvíta-Rússlands. Moisevich var annar þeirra sem fylgdi henni út á flugvöll. Moisevich er refsað fyrir að ljúga um ástæðurnar ferðalagsins á flugvellinum og hinn 62 ára gamli Moisevich verður nú í banni til febrúar 2029. Tsimanouskaya sagðist hafa óttast um öryggi sitt við heimkonuna. Hún leitaði sér hjálpar á flugvellinum og sótti síðan um hæli í Póllandi. Þar býr hún nú og keppir fyrir Pólland. Tsimanouskaya hefur sett stefnuna á það að keppa fyrir Pólland í bæði 100 og 200 metra hlaupi á ÓL í París í sumar. 3 years ago, Krystsina Tsimanouskaya's rights were violated by the #Lukashenko regime s officials at the #TokyoOlympics. Today the @WorldAthletics Disciplinary Tribunal banned Yury Moisevich, former coach of the Belarusian athletics team, from the athletics for 5 years.I express pic.twitter.com/KV2XtprJNL— Pavel Latushka (@PavelLatushka) February 27, 2024 Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Sjá meira
Ástæðan er að hann var uppvís að því að þvinga íþróttakonuna Krystsina Tsimanouskaya til að yfirgefa Ólympíuleikana í Tókýó 2021. „Framkoma Jurij Moisevich í Tókýó var klár misbeiting valds og hann sýndi íþróttakonunni með þessu mikla vanvirðingu,“ sagði í yfirlýsingu AIU, Athletics Integrity Unit. SVT segir frá. Moisevich var þarna yfirþjálfari frjálsíþróttalandsliðs Hvíta-Rússlands. Ex-Belarus Olympic coach Yuri Moisevich has been banned for five years after a tribunal over his actions at the Tokyo Olympics, where sprinter Krystsina Tsimanouskaya feared for her safety when he attempted to force her return to Belarus.Read it here https://t.co/a7ZUjpXoDj— Her Sport (@HerSportDotIE) March 2, 2024 Atvikið var stórt fréttamál á meðan leikunum stóð og úr varð mikið pólitískt mál þar sem að komu Alþjóða Ólympíunefndin, Japan, Pólland og Hvíta-Rússland. Tsimanouskaya hafði sett spurningarmerki við það af hverju hún átti að hlaupa einn sprettinn í 4 x 400 metra boðhlaupi, eitthvað sem hún hafði aldrei gert áður á ferlinum. Forráðamenn hvít-rússneska Ólympíuliðsins ákváðu þá að reka hana af leikunum og þvinga hana til að fara aftur heim til Hvíta-Rússlands. Moisevich var annar þeirra sem fylgdi henni út á flugvöll. Moisevich er refsað fyrir að ljúga um ástæðurnar ferðalagsins á flugvellinum og hinn 62 ára gamli Moisevich verður nú í banni til febrúar 2029. Tsimanouskaya sagðist hafa óttast um öryggi sitt við heimkonuna. Hún leitaði sér hjálpar á flugvellinum og sótti síðan um hæli í Póllandi. Þar býr hún nú og keppir fyrir Pólland. Tsimanouskaya hefur sett stefnuna á það að keppa fyrir Pólland í bæði 100 og 200 metra hlaupi á ÓL í París í sumar. 3 years ago, Krystsina Tsimanouskaya's rights were violated by the #Lukashenko regime s officials at the #TokyoOlympics. Today the @WorldAthletics Disciplinary Tribunal banned Yury Moisevich, former coach of the Belarusian athletics team, from the athletics for 5 years.I express pic.twitter.com/KV2XtprJNL— Pavel Latushka (@PavelLatushka) February 27, 2024
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Sjá meira