Guantanamó til umræðu Ögmundur Jónasson skrifar 7. mars 2024 08:31 Fangabúðir Bandaríkjanna á Guantanamó voru mjög í fréttum eftir að þær voru settar á laggirnar árið 2002 til að hýsa grunaða hryðjuverkamenn og knýja þá til sagna, með góðu eða illu, um allt það sem varpað gæti ljósi á hryðjuverkastarfsemi sem beindist að Bandaríkjunum og bandamönnum þeirra. Framan af voru fréttirnar á þessa lund: Almenningur í Bandaríkjunum var í áfalli eftir að tvíburaturnarnir í New York og fleiri byggingar voru jafnaðar við jörðu hinn ellefta september árið 2001 og í stríðsvímu, sem bandarísk stjórnvöld kyntu óspart undir, var síðan ráðist á Afganistan og skömmu síðar á Írak, allt til að kveða niður hryðjuverkaöfl; þannig var því stillt upp. Svo leið og beið. Grunsemdir vöknuðu um pyntingar og illa meðferð á föngum í Guantanamó þótt það væri ekki fyrr en löngu síðar að fréttaveitan Wikileaks birti upplýsingar um hvað raunverulega færi fram í fangabúðunum, hryllilegar pyntingar á mönnum sem ekkert illt hafði sannast á. Nú var farið að tala um að loka þessum fangabúðum sem staðsettar eru á yfirráðasvæði Bandaríkjamanna á Kúbu og þannig utan lögsögu bandarískrar mannréttindalöggjafar. Obama Bandaríkjaforseti lofaði því að hann myndi loka þessum búðum en aldrei stóð hann við þau fyrirheit. Og enn eru þær starfræktar. Það ætti að vera Íslendingum umhugsunarefni að bandalagsríki Íslands rekur enn illræmdar fangabúðir þar sem stundaðar eru pyntingar og að allt skuli það gerast án þess að íslensk stjórnvöld hafi uppi mótmæli. Talið er að um þrjátíu fangar séu enn í Guantanamó. Þessar illræmdu fangabúðir hafa verið nokkuð í fréttum að undanförnu í tengslum við réttarhöld í London þar sem tekist er á um hvort framselja eigi Julian Assange, stofnanda og fyrrum aðalritstjóra Wikileaks, til Bandaríkjanna til að svara til saka fyrir að upplýsa um stríðsglæpi Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra. Rifjað er upp að á meðal þess sem Wikileaks upplýsti voru, sem áður er vikið að, mannréttindabrot í Guantanamó. Þess má geta að Julian Assange er ástralskur þegn en Bandaríkjamenn vilja að hann svari til saka gagnvart bandarískum lögum og þeir vilja fá hann framseldan þótt á milli Bandaríkjanna og Bretlands sé samningur um að ríkin framselji ekki einstaklinga sem pólitískar sakir eru bornar á. Nú ber svo við að einn kunnasti fanginn frá Guantanamó, Mohamedou frá Máretaníu, er staddur á Íslandi og kemur fram á opnum fundi í Safnahúsinu við Hverfisgötu klukkan 12 á laugardag. Þá er þess einnig að geta að Bíó Paradís hefur fengið kvikmyndina Márataníumaðurinn til sýningar en hún fjallar sannsögulega um líf þessa manns og hlutskipti hans í Guantanamó.Myndin verður sýnd í kvikmyndahúsinu klukkan 15 á laugardag, sama dag og fundurinn fer fram í Safnahúsinu. Um myndina, sem er margverðlaunuð, má fræðast nánar á vef Bíó paradísar og þá eining hvernig nálgast megi aðgangsmiða. Þá má nefna að á hádegisfundinum í Safnahúsinu á laugardag verður auk Mohamedous, dr. Deepa Govindarajan Driver en hún hefur kynnt sér pólitíska og lagalega umgjörð þeirra upplýsinga sem Wikileaks færði fram í dagsljósið um Guantanamó. Ég leyfi mér að hvetja fólk til að sækja þessa viðburði og verða fyrir vikið upplýstari um skúmaskot alþjóðlegra stjórnmála og jafnframt sýnt þeim samstöðu sem beittir hafa verið órétti af hálfu þeirra sem fara með völdin í heiminum. Ögmundur Jónasson. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Fangabúðir Bandaríkjanna á Guantanamó voru mjög í fréttum eftir að þær voru settar á laggirnar árið 2002 til að hýsa grunaða hryðjuverkamenn og knýja þá til sagna, með góðu eða illu, um allt það sem varpað gæti ljósi á hryðjuverkastarfsemi sem beindist að Bandaríkjunum og bandamönnum þeirra. Framan af voru fréttirnar á þessa lund: Almenningur í Bandaríkjunum var í áfalli eftir að tvíburaturnarnir í New York og fleiri byggingar voru jafnaðar við jörðu hinn ellefta september árið 2001 og í stríðsvímu, sem bandarísk stjórnvöld kyntu óspart undir, var síðan ráðist á Afganistan og skömmu síðar á Írak, allt til að kveða niður hryðjuverkaöfl; þannig var því stillt upp. Svo leið og beið. Grunsemdir vöknuðu um pyntingar og illa meðferð á föngum í Guantanamó þótt það væri ekki fyrr en löngu síðar að fréttaveitan Wikileaks birti upplýsingar um hvað raunverulega færi fram í fangabúðunum, hryllilegar pyntingar á mönnum sem ekkert illt hafði sannast á. Nú var farið að tala um að loka þessum fangabúðum sem staðsettar eru á yfirráðasvæði Bandaríkjamanna á Kúbu og þannig utan lögsögu bandarískrar mannréttindalöggjafar. Obama Bandaríkjaforseti lofaði því að hann myndi loka þessum búðum en aldrei stóð hann við þau fyrirheit. Og enn eru þær starfræktar. Það ætti að vera Íslendingum umhugsunarefni að bandalagsríki Íslands rekur enn illræmdar fangabúðir þar sem stundaðar eru pyntingar og að allt skuli það gerast án þess að íslensk stjórnvöld hafi uppi mótmæli. Talið er að um þrjátíu fangar séu enn í Guantanamó. Þessar illræmdu fangabúðir hafa verið nokkuð í fréttum að undanförnu í tengslum við réttarhöld í London þar sem tekist er á um hvort framselja eigi Julian Assange, stofnanda og fyrrum aðalritstjóra Wikileaks, til Bandaríkjanna til að svara til saka fyrir að upplýsa um stríðsglæpi Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra. Rifjað er upp að á meðal þess sem Wikileaks upplýsti voru, sem áður er vikið að, mannréttindabrot í Guantanamó. Þess má geta að Julian Assange er ástralskur þegn en Bandaríkjamenn vilja að hann svari til saka gagnvart bandarískum lögum og þeir vilja fá hann framseldan þótt á milli Bandaríkjanna og Bretlands sé samningur um að ríkin framselji ekki einstaklinga sem pólitískar sakir eru bornar á. Nú ber svo við að einn kunnasti fanginn frá Guantanamó, Mohamedou frá Máretaníu, er staddur á Íslandi og kemur fram á opnum fundi í Safnahúsinu við Hverfisgötu klukkan 12 á laugardag. Þá er þess einnig að geta að Bíó Paradís hefur fengið kvikmyndina Márataníumaðurinn til sýningar en hún fjallar sannsögulega um líf þessa manns og hlutskipti hans í Guantanamó.Myndin verður sýnd í kvikmyndahúsinu klukkan 15 á laugardag, sama dag og fundurinn fer fram í Safnahúsinu. Um myndina, sem er margverðlaunuð, má fræðast nánar á vef Bíó paradísar og þá eining hvernig nálgast megi aðgangsmiða. Þá má nefna að á hádegisfundinum í Safnahúsinu á laugardag verður auk Mohamedous, dr. Deepa Govindarajan Driver en hún hefur kynnt sér pólitíska og lagalega umgjörð þeirra upplýsinga sem Wikileaks færði fram í dagsljósið um Guantanamó. Ég leyfi mér að hvetja fólk til að sækja þessa viðburði og verða fyrir vikið upplýstari um skúmaskot alþjóðlegra stjórnmála og jafnframt sýnt þeim samstöðu sem beittir hafa verið órétti af hálfu þeirra sem fara með völdin í heiminum. Ögmundur Jónasson.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun