Febrúar heitasti febrúarmánuður sögunnar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. mars 2024 07:22 Fólk horfir á sólina setjast á óvenju heitum febrúardegi í Kansas City í Bandaríkjunum. AP/Charlie Riedel Febrúar síðastliðinn var heitasti febrúar mánuður sögunnar og níundi mánuðurinn í röð þar sem fyrra hitamet fellur. Þá hefur yfirborð sjávar aldrei mælst heitara en það mældist í síðasta mánuði. Febrúar var 1,77 gráðum heitari en meðalhiti febrúarmánaða á árunum 1850 til 1900 og 0,18 gráðum heitari en meðalhitinn árin 1991 til 2020. Meðalhitinn síðustu tólf mánuði var einnig sá hæsti sem mælst hefur í sögunni, eða 1,56 stigum hærri en fyrir iðnbyltinguna. Þetta þýðir að 1,5 gráðu múrinn, sem miðað var við í loftslagsviðræðum til að takmarka verstu afleiðingar hnattrænnar hlýnunar, hefur verið rofinn. Að minnsta kosti tímabundið. „Það eru nú svo margar sannanir sem styðja við þá staðreynd að loftslagið er að hlýna að ef þú afneitar loftslagsbreytingum þá geturðu alveg eins haldið því fram að jörðin sé flöt,“ segir Friederike Otto, sérfræðingur í loftslagsfræðum við Grantham-stofnunina við Imperial College London. Hann segir það ekki þurfa að koma neinum á óvart að annað hitamet hafi fallið. Maðurinn haldi áfram að brenna olíu, gasi og kolum og tengslin þarna á milli séu mjög skýr. „Það er engin silfurkúla eða töfralausn þegar kemur að loftlagsmálum. Við vitum hvað við þurfum að gera: Hætta að brenna jarðefnaeldsneytum og skipta þeim út fyrir sjálfbæra, endurnýjanlega orkugjafa. Þar til við gerum það munu öfgafullir veðuratburðir knúnir af loftslagsbreytingum halda áfram að eyðileggja líf og lífsviðurværi.“ Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian. Loftslagsmál Veður Vísindi Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Febrúar var 1,77 gráðum heitari en meðalhiti febrúarmánaða á árunum 1850 til 1900 og 0,18 gráðum heitari en meðalhitinn árin 1991 til 2020. Meðalhitinn síðustu tólf mánuði var einnig sá hæsti sem mælst hefur í sögunni, eða 1,56 stigum hærri en fyrir iðnbyltinguna. Þetta þýðir að 1,5 gráðu múrinn, sem miðað var við í loftslagsviðræðum til að takmarka verstu afleiðingar hnattrænnar hlýnunar, hefur verið rofinn. Að minnsta kosti tímabundið. „Það eru nú svo margar sannanir sem styðja við þá staðreynd að loftslagið er að hlýna að ef þú afneitar loftslagsbreytingum þá geturðu alveg eins haldið því fram að jörðin sé flöt,“ segir Friederike Otto, sérfræðingur í loftslagsfræðum við Grantham-stofnunina við Imperial College London. Hann segir það ekki þurfa að koma neinum á óvart að annað hitamet hafi fallið. Maðurinn haldi áfram að brenna olíu, gasi og kolum og tengslin þarna á milli séu mjög skýr. „Það er engin silfurkúla eða töfralausn þegar kemur að loftlagsmálum. Við vitum hvað við þurfum að gera: Hætta að brenna jarðefnaeldsneytum og skipta þeim út fyrir sjálfbæra, endurnýjanlega orkugjafa. Þar til við gerum það munu öfgafullir veðuratburðir knúnir af loftslagsbreytingum halda áfram að eyðileggja líf og lífsviðurværi.“ Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian.
Loftslagsmál Veður Vísindi Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira