„Við héldum haus og náðum að klára þetta“ Andri Már Eggertsson skrifar 6. mars 2024 22:32 Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var ánægður með sigurinn Vísir/Vilhelm Grindavík vann átta stiga sigur gegn Njarðvík í Smáranum 77-69. Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var ánægður með sigurinn. „Þetta er frábær tilfinning. Þetta var virkilega góður leikur. Liðsheildin stóð upp úr á löngum köflum en við duttum niður sóknarlega í fjórða leikhluta og við lentum í vandræðum með einn á einn leik hjá Njarðvík þar sem Kaninn hjá þeim skoraði nánast öll sín stig. En við héldum haus og náðum að klára þetta,“ sagði Þorleifur Ólafsson í viðtali eftir leik. Grindavík var fjórtán stigum yfir þegar haldið var í síðasta fjórðung en gestunum tókst að jafna metin og Þorleifur var ekki ánægður með spilamennskuna í fjórða leikhluta. „Við vorum að passa eitthvað sem við vorum með sem er alltaf hættulegt og vont. Við féllum í þá gryfju. Boltinn gekk illa og við vorum ekki að passa hann nægilega vel og það er ástæðan af hverju Njarðvík kom til baka. Við vorum ekki að skora og ekki að búa til góð skot. Það er eitthvað sem við höfum verið að vinna í og þurfum að halda áfram að gera.“ Eftir að Njarðvík jafnaði gerði Þorleifur breytingar og hann var ánægður með þær og Grindavík vann á endanum. „Ég tók ákvörðun að breyta þar sem Eve [Brasils] var að dekka Kanann hjá þeim [Selena Lott] og í staðinn fór Sarah[Sofie Mortensen] að dekka hana. Sarah steig upp og náði að stoppa hana ásamt því pössuðum við okkur á því að hjálpa ekki of mikið í vörninni sem hefði opnað fyrir aðra leikmenn.“ Kierra Anthony, leikmaður Grindavíkur, var stigalaus og Þorleifur var spurður út í hennar frammistöðu. „Hún hefur komið mjög hægt inn í þetta. Hún er hægt og rólega að komast inn í þetta og þarf að gera betur. Hún þarf að aðlagast mörgum hlutum og við vonum að hún geri það sem fyrst.“ Kierra hefur spilað þrjá leiki með Grindavík og er þessi þróun áhyggjuefni? „Já og nei. Við erum með gott lið fyrir og við vonuðumst eftir því að hún myndi hjálpa okkur meira en hún hefur gert. Við höfum ekkert það miklar áhyggjur af þessu og vonandi mun hún rífa sig í gang og með okkar hjálp komast í betri takt með liðinu,“ sagði Þorleifur Ólafsson að lokum. UMF Grindavík Subway-deild kvenna Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira
„Þetta er frábær tilfinning. Þetta var virkilega góður leikur. Liðsheildin stóð upp úr á löngum köflum en við duttum niður sóknarlega í fjórða leikhluta og við lentum í vandræðum með einn á einn leik hjá Njarðvík þar sem Kaninn hjá þeim skoraði nánast öll sín stig. En við héldum haus og náðum að klára þetta,“ sagði Þorleifur Ólafsson í viðtali eftir leik. Grindavík var fjórtán stigum yfir þegar haldið var í síðasta fjórðung en gestunum tókst að jafna metin og Þorleifur var ekki ánægður með spilamennskuna í fjórða leikhluta. „Við vorum að passa eitthvað sem við vorum með sem er alltaf hættulegt og vont. Við féllum í þá gryfju. Boltinn gekk illa og við vorum ekki að passa hann nægilega vel og það er ástæðan af hverju Njarðvík kom til baka. Við vorum ekki að skora og ekki að búa til góð skot. Það er eitthvað sem við höfum verið að vinna í og þurfum að halda áfram að gera.“ Eftir að Njarðvík jafnaði gerði Þorleifur breytingar og hann var ánægður með þær og Grindavík vann á endanum. „Ég tók ákvörðun að breyta þar sem Eve [Brasils] var að dekka Kanann hjá þeim [Selena Lott] og í staðinn fór Sarah[Sofie Mortensen] að dekka hana. Sarah steig upp og náði að stoppa hana ásamt því pössuðum við okkur á því að hjálpa ekki of mikið í vörninni sem hefði opnað fyrir aðra leikmenn.“ Kierra Anthony, leikmaður Grindavíkur, var stigalaus og Þorleifur var spurður út í hennar frammistöðu. „Hún hefur komið mjög hægt inn í þetta. Hún er hægt og rólega að komast inn í þetta og þarf að gera betur. Hún þarf að aðlagast mörgum hlutum og við vonum að hún geri það sem fyrst.“ Kierra hefur spilað þrjá leiki með Grindavík og er þessi þróun áhyggjuefni? „Já og nei. Við erum með gott lið fyrir og við vonuðumst eftir því að hún myndi hjálpa okkur meira en hún hefur gert. Við höfum ekkert það miklar áhyggjur af þessu og vonandi mun hún rífa sig í gang og með okkar hjálp komast í betri takt með liðinu,“ sagði Þorleifur Ólafsson að lokum.
UMF Grindavík Subway-deild kvenna Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira