Icelandair og Emirates ætla í samstarf Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. mars 2024 16:25 Viljayfirlýsingin var undirrituð í dag af Helga Má Björgvinssyni yfirmanni alþjóðasamskipta hjá Icelandair og Anand Lakshminarayanan, framkvæmdastjóra tekjusviðs hjá Emirates. Icelandair Icelandair og Emirates skrifuðu fyrr í dag undir viljayfirlýsingu um samstarf. Samkvæmt viljayfirlýsingunni munu flugfélögin vinna að samningi um sammerkt flug sem mun gera viðskiptavinum kleift að tengja á þægilegan hátt á milli leiðakerfa flugfélaganna. Undirritunin átti sér stað á ITB ferðasýningunni í Berlín í dag. Samstarf flugfélaganna mun stórauka framboð beggja félaga á öflugum tengingum þar sem viðskiptavinir geta ferðast á einum farmiða á milli leiðakerfa félaganna og innritað farangurinn alla leið á lokaáfangastað. „Það er mjög ánægjulegt að segja frá samstarfi við Emirates sem við vinnum nú að en það mun opna nýja og spennandi ferðamöguleika fyrir viðskiptavini okkar um Miðausturlönd og Asíu. Emirates verður sjöunda alþjóðlega samstarfsflugfélag okkar en við vinnum markvisst að því að fjölga samstarfsflugfélögum sem bæði styrkir tekjumyndun félagsins og víkkar út leiðakerfi okkar. Við leggjum áherslu á samstarf við félög sem bjóða frábæra þjónustu og spennandi tengingar sem á svo sannarlega við um Emirates,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. „Við erum mjög ánægð með að efla samstarf okkar við Icelandair. Leiðakerfi félagsins er góð viðbót við leiðakerfi okkar í Evrópu þar sem það bætir við fjölda tenginga og gefur viðskiptavinum okkar tækifæri á enn fjölbreyttari ferðalögum. Við höfum fulla trú á að samstarfið muni skila raunverulegum ávinningi fyrir Emirates og viðskiptavini okkar og við erum spennt fyrir því að styrkja samstarfið enn frekar til framtíðar,“ segir Adnan Kazim, aðstoðarforstjóri og framkvæmdastjóri sölu hjá Emirates. Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira
Undirritunin átti sér stað á ITB ferðasýningunni í Berlín í dag. Samstarf flugfélaganna mun stórauka framboð beggja félaga á öflugum tengingum þar sem viðskiptavinir geta ferðast á einum farmiða á milli leiðakerfa félaganna og innritað farangurinn alla leið á lokaáfangastað. „Það er mjög ánægjulegt að segja frá samstarfi við Emirates sem við vinnum nú að en það mun opna nýja og spennandi ferðamöguleika fyrir viðskiptavini okkar um Miðausturlönd og Asíu. Emirates verður sjöunda alþjóðlega samstarfsflugfélag okkar en við vinnum markvisst að því að fjölga samstarfsflugfélögum sem bæði styrkir tekjumyndun félagsins og víkkar út leiðakerfi okkar. Við leggjum áherslu á samstarf við félög sem bjóða frábæra þjónustu og spennandi tengingar sem á svo sannarlega við um Emirates,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. „Við erum mjög ánægð með að efla samstarf okkar við Icelandair. Leiðakerfi félagsins er góð viðbót við leiðakerfi okkar í Evrópu þar sem það bætir við fjölda tenginga og gefur viðskiptavinum okkar tækifæri á enn fjölbreyttari ferðalögum. Við höfum fulla trú á að samstarfið muni skila raunverulegum ávinningi fyrir Emirates og viðskiptavini okkar og við erum spennt fyrir því að styrkja samstarfið enn frekar til framtíðar,“ segir Adnan Kazim, aðstoðarforstjóri og framkvæmdastjóri sölu hjá Emirates.
Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira