Versluninni Borg í Grímsnesi lokað Kolbeinn Tumi Daðason og Árni Sæberg skrifa 6. mars 2024 16:22 Verslunin Borg á Grímsnei hefur verið viðkomustaður ferðalanga á Suðurlandi um árabil. Vísir/Magnús Hlynur Eigendur verslunarinnar á Borg í Grímsnesi segjast ekki lengur geta barist fyrir lífinu í búðinni. Brunaútsala verður næstu daga en versluninni verður lokað á næstunni. „Skjótt skipast veður í lofti og það er með mikinn harm í brjósti sem þessi póstur er skrifaður. Nú er svo komið að við stöndum frammi fyrir kveðjustund,“ segja verslunareigendur í hópi velunnara verslunarinnar á Facebook. „Við getum því miður ekki lengur barist fyrir lífinu í búðinni og þó við höfum ætlað að þrauka fram yfir Hvítasunnu þá breyttust aðstæður snögglega og við höfum ákveðið að rífa plásturinn af.“ Björg hefur rekið verslunina undanfarin ár. Nú er komið að tímamótum.Vísir/Magnús Hlynur Brunasala verður í versluninni á föstudag og laugardag á meðan eitthvað verður til. „Afsláttur verður 25-50 prósent og verður þá verðið um og undir Bónusverði. Við eigum eftir að sakna ykkar sárt Takk fyrir samveruna undanfarin ár,“ segir í kærleikskveðju Bjargar Ragnarsdóttur, Dodda, Sigurjóns og Siggu. Magnús Hlynur tók hús á Björgu verslunareiganda árið 2020. Hafa gefið allt í reksturinn „Þetta er að sjálfsögðu mjög leiðinlegt. Við erum búin að setja allt sem við eigum í þetta. Bæði lífið og sálina og líkamann. En þegar við höfum ekki nema sumartraffíkina, við höfum ekki heimamenn með okkur yfir veturinn, þá bara gengur þetta ekki. Þó svo að við höfum velvild allra heimamanna, það vantar ekkert upp á það,“ segir Björg í samtali við Vísi. Þá segir Björg að þau fari út úr rekstrinum með vissu um að þau hafi staðið sig vel. „Þó að við hefðum viljað vera aðeins lengur. En það er bara svona.“ Hún segir að næst taki við langþráð sumarfrí, það fyrsta frá árinu 2019 og hún muni finna sér eitthvað annað að gera eftir sumarið. Bróðir hennar sem hefur staðið að rekstrinum með henni hafi þegar ákveðið að vinna áfram í sveitinni, enda sé þar gott að vera. Grímsnes- og Grafningshreppur Verslun Matvöruverslun Tengdar fréttir Mikið verslað á Borg í Grímsnesi um páskana af fólki í sumarbústöðum Mjög mikið hefur verið að gera í Versluninni Borg í Grímsnes og Grafningshreppi um páskana enda mikið af fólki í sumarbústaðum í sveitarfélaginu. 12. apríl 2020 18:45 Gamla Borg í Grímsnesi til sölu Húsið var byggt árið 1929 af Ungmennafélaginu Hvöt. 30. júní 2017 12:45 Tvísýnt um verslun í vinsælli sumarhúsabyggð Alls óvíst er hvort verslun að Minni-Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi muni hefjast þar aftur á næstunni. Verslunin hefur þjónað einni vinsælustu sumarhúsabyggð landsins, þar sem eru á þriðja þúsund sumarhús, um árabil, auk þess sem í sveitarfélaginu er 460 manna íbúabyggð. 16. febrúar 2017 07:00 Verslunin á Borg lokuð um skeið Rekstri verslunarinnar að Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi hefur verið hætt. Mun sami rekstraraðili ekki opna þar aftur. 8. október 2016 07:00 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
„Skjótt skipast veður í lofti og það er með mikinn harm í brjósti sem þessi póstur er skrifaður. Nú er svo komið að við stöndum frammi fyrir kveðjustund,“ segja verslunareigendur í hópi velunnara verslunarinnar á Facebook. „Við getum því miður ekki lengur barist fyrir lífinu í búðinni og þó við höfum ætlað að þrauka fram yfir Hvítasunnu þá breyttust aðstæður snögglega og við höfum ákveðið að rífa plásturinn af.“ Björg hefur rekið verslunina undanfarin ár. Nú er komið að tímamótum.Vísir/Magnús Hlynur Brunasala verður í versluninni á föstudag og laugardag á meðan eitthvað verður til. „Afsláttur verður 25-50 prósent og verður þá verðið um og undir Bónusverði. Við eigum eftir að sakna ykkar sárt Takk fyrir samveruna undanfarin ár,“ segir í kærleikskveðju Bjargar Ragnarsdóttur, Dodda, Sigurjóns og Siggu. Magnús Hlynur tók hús á Björgu verslunareiganda árið 2020. Hafa gefið allt í reksturinn „Þetta er að sjálfsögðu mjög leiðinlegt. Við erum búin að setja allt sem við eigum í þetta. Bæði lífið og sálina og líkamann. En þegar við höfum ekki nema sumartraffíkina, við höfum ekki heimamenn með okkur yfir veturinn, þá bara gengur þetta ekki. Þó svo að við höfum velvild allra heimamanna, það vantar ekkert upp á það,“ segir Björg í samtali við Vísi. Þá segir Björg að þau fari út úr rekstrinum með vissu um að þau hafi staðið sig vel. „Þó að við hefðum viljað vera aðeins lengur. En það er bara svona.“ Hún segir að næst taki við langþráð sumarfrí, það fyrsta frá árinu 2019 og hún muni finna sér eitthvað annað að gera eftir sumarið. Bróðir hennar sem hefur staðið að rekstrinum með henni hafi þegar ákveðið að vinna áfram í sveitinni, enda sé þar gott að vera.
Grímsnes- og Grafningshreppur Verslun Matvöruverslun Tengdar fréttir Mikið verslað á Borg í Grímsnesi um páskana af fólki í sumarbústöðum Mjög mikið hefur verið að gera í Versluninni Borg í Grímsnes og Grafningshreppi um páskana enda mikið af fólki í sumarbústaðum í sveitarfélaginu. 12. apríl 2020 18:45 Gamla Borg í Grímsnesi til sölu Húsið var byggt árið 1929 af Ungmennafélaginu Hvöt. 30. júní 2017 12:45 Tvísýnt um verslun í vinsælli sumarhúsabyggð Alls óvíst er hvort verslun að Minni-Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi muni hefjast þar aftur á næstunni. Verslunin hefur þjónað einni vinsælustu sumarhúsabyggð landsins, þar sem eru á þriðja þúsund sumarhús, um árabil, auk þess sem í sveitarfélaginu er 460 manna íbúabyggð. 16. febrúar 2017 07:00 Verslunin á Borg lokuð um skeið Rekstri verslunarinnar að Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi hefur verið hætt. Mun sami rekstraraðili ekki opna þar aftur. 8. október 2016 07:00 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Mikið verslað á Borg í Grímsnesi um páskana af fólki í sumarbústöðum Mjög mikið hefur verið að gera í Versluninni Borg í Grímsnes og Grafningshreppi um páskana enda mikið af fólki í sumarbústaðum í sveitarfélaginu. 12. apríl 2020 18:45
Gamla Borg í Grímsnesi til sölu Húsið var byggt árið 1929 af Ungmennafélaginu Hvöt. 30. júní 2017 12:45
Tvísýnt um verslun í vinsælli sumarhúsabyggð Alls óvíst er hvort verslun að Minni-Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi muni hefjast þar aftur á næstunni. Verslunin hefur þjónað einni vinsælustu sumarhúsabyggð landsins, þar sem eru á þriðja þúsund sumarhús, um árabil, auk þess sem í sveitarfélaginu er 460 manna íbúabyggð. 16. febrúar 2017 07:00
Verslunin á Borg lokuð um skeið Rekstri verslunarinnar að Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi hefur verið hætt. Mun sami rekstraraðili ekki opna þar aftur. 8. október 2016 07:00