Björgvin Gíslason látinn Jakob Bjarnar skrifar 6. mars 2024 11:07 Björgvin má með réttu heita vitrúós á sinn gítar. Hann varð bráðkvaddur í gær. Björgvin Gíslason, einhver snjallasti gítarleikari landsins, varð bráðkvaddur í gær. Fráfall hans má heita áfall fyrir íslenska tónlistarbransann. Auk þess að vera gítarleikari í fremstu röð var hann einstaklega vel liðinn af öllum sem hann þekktu, síbrosandi og sendi frá sér góða strauma. Björgvin á langan og glæsilegan feril að baki en hann fæddist í Reykjavík 4. september 1951 og hóf ungur feril sinn með hljómsveitum á borð við Flamingo, Falcon, Zoo og Opus 4. Þetta voru unglingasveitirnar en Björgvin þótti snemma sýna einstaka hæfileika á gítarinn og við tóku hljómsveitir eins og Náttúra, Pelican, Paradís og Póker. Björgvin var að mestu sjálflærður á gítarinn en hann spilaði einnig á fjölmörg önnur hljóðværi svo sem indverskan sítar, píanó og hljómborð. Guðbjörg Ólöf Ragnarsdóttir, eiginkona Björgvins, tilkynnti andlát þessa dáða gítarleikara á Facebook nú rétt í þessu en hún segir missinn mikinn; söknuðurinn er sár. Að neðan má sjá upptöku frá afmælistónleikum Björgvins í september 2011. Það sem liggur eftir Björgvin er mikið vöxtum en hann hefur spilað með ótal tónlistarmönnum. Lengi vel framan af var hann hægri hönd Péturs W. Kristjánssonar heitins í hljómsveitunum sem kenndar voru við P; Pelican, Paradís og Póker. Útsetning hans á Á Sprengisandi með Pelican er þekkt; upphafsstef útvarpsþáttarins Sprengisandur á Bylgjunni. Fyrsta sólóplata Björgvins, Öræfarokk kom út hjá SG hljómplötum 1977, Glettur er önnur sólóplata Björgvins sem kom út hjá Steinum 1981 en á næstu sólóplötu, Örugglega (1983), kom Björk Guðmundsdóttir við sögu og söng eftirminnilega lagið Afi. Slettur er sjötta og sjöunda sólóplata Björgvins, tvöfalt albúm sem kom út árið 2015. Björgvin var þekktur blúsáhugamaður og reyndi hann fyrir sér um tíma í Bandaríkjunum og spilaði þá með Clarence „Gatemouth“ Brown. Í seinni tíð hefur Björgvin troðið upp með fjölda þekktra tónlistarmanna svo sem Mugison. Björgvin lætur eftir sig Guðbjörgu eiginkonu sína og þrjá uppkomna syni. Andlát Tónlist Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fleiri fréttir Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Sjá meira
Björgvin á langan og glæsilegan feril að baki en hann fæddist í Reykjavík 4. september 1951 og hóf ungur feril sinn með hljómsveitum á borð við Flamingo, Falcon, Zoo og Opus 4. Þetta voru unglingasveitirnar en Björgvin þótti snemma sýna einstaka hæfileika á gítarinn og við tóku hljómsveitir eins og Náttúra, Pelican, Paradís og Póker. Björgvin var að mestu sjálflærður á gítarinn en hann spilaði einnig á fjölmörg önnur hljóðværi svo sem indverskan sítar, píanó og hljómborð. Guðbjörg Ólöf Ragnarsdóttir, eiginkona Björgvins, tilkynnti andlát þessa dáða gítarleikara á Facebook nú rétt í þessu en hún segir missinn mikinn; söknuðurinn er sár. Að neðan má sjá upptöku frá afmælistónleikum Björgvins í september 2011. Það sem liggur eftir Björgvin er mikið vöxtum en hann hefur spilað með ótal tónlistarmönnum. Lengi vel framan af var hann hægri hönd Péturs W. Kristjánssonar heitins í hljómsveitunum sem kenndar voru við P; Pelican, Paradís og Póker. Útsetning hans á Á Sprengisandi með Pelican er þekkt; upphafsstef útvarpsþáttarins Sprengisandur á Bylgjunni. Fyrsta sólóplata Björgvins, Öræfarokk kom út hjá SG hljómplötum 1977, Glettur er önnur sólóplata Björgvins sem kom út hjá Steinum 1981 en á næstu sólóplötu, Örugglega (1983), kom Björk Guðmundsdóttir við sögu og söng eftirminnilega lagið Afi. Slettur er sjötta og sjöunda sólóplata Björgvins, tvöfalt albúm sem kom út árið 2015. Björgvin var þekktur blúsáhugamaður og reyndi hann fyrir sér um tíma í Bandaríkjunum og spilaði þá með Clarence „Gatemouth“ Brown. Í seinni tíð hefur Björgvin troðið upp með fjölda þekktra tónlistarmanna svo sem Mugison. Björgvin lætur eftir sig Guðbjörgu eiginkonu sína og þrjá uppkomna syni.
Andlát Tónlist Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fleiri fréttir Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Sjá meira