Forstjórinn tekur fram kjuðana á ný Jakob Bjarnar skrifar 6. mars 2024 10:28 Birgir við settið hjá Dimmu. Þangað hvarflar hugurinn. vísir/vilhelm Birgir Jónsson forstjóri Play hefur ákveðið að rífa fram kjuðana á ný og hefja leik með sínum fornu félögum í þungarokkssveitinni Dimmu. „Lífið er skrítið og fallegt,” segir Birgir á Facebook en áður hafði hann náð að vekja upp mikla forvitni en í gær birti hann dularfullan status þess efnis að hann hafi fengið símtal um síðustu áramót um að skoða nýtt hlutverk. Birgir hafði bætt við statusinn “meðfram starfi í Play” en þetta væri hlutverk sem margir myndu segja að væri ekki nýtt fyrir sig. Og svo gaf hann því undir fótinn að hugsanlega væri hann á þeim buxunum að fara í forsetann. „Jafnvel mætti segja að menn hefðu komið að máli við mig og ég hafi legið undir feldi í nokkurn tíma auk þess að ræða málin við ástvini og samstarfsfólk. Ákvörðun hefur verið tekin og verður tilkynnt á allra næstu dögum,” sagði Birgir í gær. Nú rétt í þessu svipti hann hulunni af fyrirætlunum sínum: “Ég fékk tækifæri til að ganga til liðs við mína gömlu félaga í Dimmu. Þrátt fyrir mikið annríki í vinnunni þá ákvað ég að slá til. Til stendur að spila 5-6 tónleika á árinu. Til að taka af allan vafa þá er ég alls ekki að hætta hjá Play enda er það draumastarfið mitt!” Egill Örn Rafnsson hefur verið trymbill með Dimmu undanfarin fimm ár en hann tilkynnti fyrir viku að hann væri að halda á vit nýrra ævintýra. Hann væri hættur í Dimmu, tónlistarlegur ágreiningur eins og sagt er í bransanum, en sáttur vel og þakklátur fyrir tímann með Dimmu. Í stuttu samtali við Vísi sagðist hann ætíð hafa haft það á tilfinningunni að hann væri að fylla í skarðið fyrir forstjórann. Svo virðist sem erfitt sé að leggja kjuðana á hilluna. Þannig er þekkt að Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR er trymbill, og líklegt má telja að trommuleikur sé góð leið til að hvíla hugann. Stefán Jakobsson söngvari Dimmu og þeir bræður Silli og Ingó Geirdal fagna hins vegar gömlum félaga en til stendur að fagna sérstaklega því að tíu ár eru síðan platan Vélráð kom út. Tónlist Play Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Lítill rappari á leiðinni Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira
„Lífið er skrítið og fallegt,” segir Birgir á Facebook en áður hafði hann náð að vekja upp mikla forvitni en í gær birti hann dularfullan status þess efnis að hann hafi fengið símtal um síðustu áramót um að skoða nýtt hlutverk. Birgir hafði bætt við statusinn “meðfram starfi í Play” en þetta væri hlutverk sem margir myndu segja að væri ekki nýtt fyrir sig. Og svo gaf hann því undir fótinn að hugsanlega væri hann á þeim buxunum að fara í forsetann. „Jafnvel mætti segja að menn hefðu komið að máli við mig og ég hafi legið undir feldi í nokkurn tíma auk þess að ræða málin við ástvini og samstarfsfólk. Ákvörðun hefur verið tekin og verður tilkynnt á allra næstu dögum,” sagði Birgir í gær. Nú rétt í þessu svipti hann hulunni af fyrirætlunum sínum: “Ég fékk tækifæri til að ganga til liðs við mína gömlu félaga í Dimmu. Þrátt fyrir mikið annríki í vinnunni þá ákvað ég að slá til. Til stendur að spila 5-6 tónleika á árinu. Til að taka af allan vafa þá er ég alls ekki að hætta hjá Play enda er það draumastarfið mitt!” Egill Örn Rafnsson hefur verið trymbill með Dimmu undanfarin fimm ár en hann tilkynnti fyrir viku að hann væri að halda á vit nýrra ævintýra. Hann væri hættur í Dimmu, tónlistarlegur ágreiningur eins og sagt er í bransanum, en sáttur vel og þakklátur fyrir tímann með Dimmu. Í stuttu samtali við Vísi sagðist hann ætíð hafa haft það á tilfinningunni að hann væri að fylla í skarðið fyrir forstjórann. Svo virðist sem erfitt sé að leggja kjuðana á hilluna. Þannig er þekkt að Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR er trymbill, og líklegt má telja að trommuleikur sé góð leið til að hvíla hugann. Stefán Jakobsson söngvari Dimmu og þeir bræður Silli og Ingó Geirdal fagna hins vegar gömlum félaga en til stendur að fagna sérstaklega því að tíu ár eru síðan platan Vélráð kom út.
Tónlist Play Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Lítill rappari á leiðinni Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira