Reykjavík sparar tíma, fé og minnkar mengun með nútímavæðingu þjónustu Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 6. mars 2024 07:31 Við erum að nútímavæða þjónustu borgarinnar með stafrænni umbreytingu. Hér eru örfá dæmi um nýleg verkefni á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur en þetta er bara toppurinn á ísjakanum: 90% umsókna orðnar rafrænar 90% umsókna umhverfis- og skipulagssviðs eru orðnar rafrænar, síðustu 10% eiga að klárast á árinu. Þetta sparar auðlindir, pappír, tíma, vesen, fé og minnkar mengun. Byggingaleyfi orðin rafræn Rafræn byggingaleyfisumsókn er ein þeirra sem varð rafræn 2022. Vegna þess sparaðist um 300 kg af pappír,sjö ferðir að lágmarki fyrir hverja einustu umsókn til að safna undirskriftum og skila eyðublöðum, akstur 1,6 sinnum umhverfis jörðina ár hvert og 10,4 tonn af koltvísýringi sparast vegna fækkunar ferða. Sparnaður vegna vinnutíma starfsfólks er auk þess gríðarlegur enda hefur heimsóknum til byggingafulltrúa snarfækkað úr sirka 600 heimsóknum í um eða undir 200 heimsóknir. Betri upplýsingar um framkvæmdir Við erum að auka gagnsæi og aðgengi að gögnum og upplýsingum um framkvæmdir. Hér er ný upplýsingasíða um framkvæmdir, malbikun og afnotaleyfi á einum stað hvort sem það er á vegum borgarinnar eða þriðja aðila. Hluti af þessu eru einnig góðar og gagnlegar verkefnasíður þar sem þróun og bakgrunnsupplýsingar fylgja, hér er dæmi um Hagaskólaframkvæmdirnar með tímalínu. Þetta eykur yfirsýn borgarbúa, minnkar þörf fyrir frekari upplýsingaöflun, kemur í veg fyrir misskilning, sparar tíma starfsfólks sem fer í að svara ábendingum og upplýsingabeiðnum. Hvenær verður tunnarnar næst tæmdar hjá þér? Rauntímaupplýsingar um sorphirðu með uppfærslu á sorphirðudagatali var nýlega birt, sjá hér. Það felur í sér sjálfvirkt ferli sem birtir hvenær tunnur eru næst tæmdar við þitt heimili, í rauntíma. Þegar hirða tefst þá er bara hægt að vita það strax. Þar er líka yfirlit yfir hversu langt er í næsta grenndargám og hverju er hægt að skila þar. Eykur yfirsýn og þægindi fyrir íbúa og sparar tíma sem fer í að afla sér upplýsinganna með öðrum leiðum. En þetta er líka mikið hagræði fyrir borgina en um 20 erindi hafa komið inn í þjónustuver á hverjum degi vegna sorphirðu. Ábatinn vegna þessarar breytingar fyrir borgina borgina eru um 60 dagar í fullri vinnu ár hvert eða um 4 milljónir. Er búið að moka leið þína til vinnu? Í gær var yfirlit yfir ferilvöktun á vetrarþjónustu Reykjavíkur sett í opinbera birtingu á Borgarvefsjá. Það eru rauntímagögn um ferðir þeirra aðila sem hreinsa fyrir borgina og þá geta íbúar sjálfir athugað hvort búið er að hreinsa þeirra leiðir. Höfundur er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur og borgarfulltrúi Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Píratar Stafræn þróun Borgarstjórn Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Við erum að nútímavæða þjónustu borgarinnar með stafrænni umbreytingu. Hér eru örfá dæmi um nýleg verkefni á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur en þetta er bara toppurinn á ísjakanum: 90% umsókna orðnar rafrænar 90% umsókna umhverfis- og skipulagssviðs eru orðnar rafrænar, síðustu 10% eiga að klárast á árinu. Þetta sparar auðlindir, pappír, tíma, vesen, fé og minnkar mengun. Byggingaleyfi orðin rafræn Rafræn byggingaleyfisumsókn er ein þeirra sem varð rafræn 2022. Vegna þess sparaðist um 300 kg af pappír,sjö ferðir að lágmarki fyrir hverja einustu umsókn til að safna undirskriftum og skila eyðublöðum, akstur 1,6 sinnum umhverfis jörðina ár hvert og 10,4 tonn af koltvísýringi sparast vegna fækkunar ferða. Sparnaður vegna vinnutíma starfsfólks er auk þess gríðarlegur enda hefur heimsóknum til byggingafulltrúa snarfækkað úr sirka 600 heimsóknum í um eða undir 200 heimsóknir. Betri upplýsingar um framkvæmdir Við erum að auka gagnsæi og aðgengi að gögnum og upplýsingum um framkvæmdir. Hér er ný upplýsingasíða um framkvæmdir, malbikun og afnotaleyfi á einum stað hvort sem það er á vegum borgarinnar eða þriðja aðila. Hluti af þessu eru einnig góðar og gagnlegar verkefnasíður þar sem þróun og bakgrunnsupplýsingar fylgja, hér er dæmi um Hagaskólaframkvæmdirnar með tímalínu. Þetta eykur yfirsýn borgarbúa, minnkar þörf fyrir frekari upplýsingaöflun, kemur í veg fyrir misskilning, sparar tíma starfsfólks sem fer í að svara ábendingum og upplýsingabeiðnum. Hvenær verður tunnarnar næst tæmdar hjá þér? Rauntímaupplýsingar um sorphirðu með uppfærslu á sorphirðudagatali var nýlega birt, sjá hér. Það felur í sér sjálfvirkt ferli sem birtir hvenær tunnur eru næst tæmdar við þitt heimili, í rauntíma. Þegar hirða tefst þá er bara hægt að vita það strax. Þar er líka yfirlit yfir hversu langt er í næsta grenndargám og hverju er hægt að skila þar. Eykur yfirsýn og þægindi fyrir íbúa og sparar tíma sem fer í að afla sér upplýsinganna með öðrum leiðum. En þetta er líka mikið hagræði fyrir borgina en um 20 erindi hafa komið inn í þjónustuver á hverjum degi vegna sorphirðu. Ábatinn vegna þessarar breytingar fyrir borgina borgina eru um 60 dagar í fullri vinnu ár hvert eða um 4 milljónir. Er búið að moka leið þína til vinnu? Í gær var yfirlit yfir ferilvöktun á vetrarþjónustu Reykjavíkur sett í opinbera birtingu á Borgarvefsjá. Það eru rauntímagögn um ferðir þeirra aðila sem hreinsa fyrir borgina og þá geta íbúar sjálfir athugað hvort búið er að hreinsa þeirra leiðir. Höfundur er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur og borgarfulltrúi Pírata.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun