Heima er best - fyrir öll Álfhildur Leifsdóttir og Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifa 6. mars 2024 08:31 Á nýafstöðnum flokksráðsfundi VG var lýst yfir eindregnum vilja til að efla enn frekar framboð húsnæðis og eftirlit á húsnæðismarkaði. Slíkt er nauðsynlegt til að viðhalda stöðugleika og tryggja framboð sem mætir þörfum almennings hverju sinni. Halda þarf áfram að efla almenna íbúðakerfið, stofna húsnæðisfélag í eigu ríkisins að fordæmi Finna og skoða útvíkkun á almenna íbúðarkerfinu með því að bjóða upp á búseturéttaríbúðir og eignaríbúðir innan kerfisins. Standa þarf vörð um opinberan húsnæðissjóð sem stofnaður hefur verið að norrænni fyrirmynd til að fjármögnun húsnæðiskerfis sé byggt á jöfnuði og á forsendum almennings. Nauðsynlegt er að koma böndum á háan fjármagns-og vaxtakostnað og tryggja aðgengi að hagkvæmu lánsfé á framkvæmdatíma í slíkum verkefnum. Síðastliðin ár hafa stjórnvöld staðið undir um þriðjungi húsnæðisuppbyggingar á landinu og er það vel. Þar munar mestu um almenna íbúðakerfið þar sem 3.500 íbúðir hafa verið fjármagnaðar frá árinu 2016. Tvöföldun stofnframlaga og efling hlutdeildarlánakerfisins hafa skilað sínu en mikilvægt er að efla og útvíkka þau úrræði en frekar enda þörfin mikil og þetta ein mikilvægasta leiðin til að mæta þeirri þörf. Mikilvægt er að klára vinnu við endurskoðun á húsaleigulögum, efla þarf réttindi leigjanda og koma þarf í framkvæmd útfærslum á hugmyndum um leiguþak. Skrá þarf allar leigueignir á leiguskrá til að tryggja nægt opinbert eftirlit með leigumarkaðnum. Niðurstöðum leigukönnunar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sýnir að samningstaða leigjenda gagnvart leigusölum hefur versnað umtalsvert milli áranna 2022 og 2023 um leið og leiguverð hefur hækkað og framboð á húsnæði dregist saman milli ára. Slíka þróun þarf að stöðva svo staða leigjenda á aldrinum 35-44 ára versni ekki frekar og þá sérstaklega barnafjölskyldna. Ljóst er að þrátt fyrir endurskoðaða mannfjöldaspá Hagstofunnar er ennþá þörf fyrir um 3.500-4.000 íbúðir á ári skv. mati Húsnæðis og mannvirkjastofnunar. Tölur HMS sýna einnig að mikil eignaþjöppun er á húsnæðismarkaði og hefur fjölgun íbúða í eigu lögaðila og einstaklinga sem eiga fleiri en eina íbúð aukist töluvert á síðustu tveimur árum, þar af bættu stórtækir lögaðilar við sig tæplega 800 íbúðum á árinu 2023. Mikilvægt er að koma böndum á þessa samþjöppun og greina á milli einstaklinga sem eiga 1-2 fasteignir til eigin nota og þeirra sem eru í fjárfestingar-og útleigustarfsemi og ættu þar af leiðandi að lúta sömu lögmálum og lögaðilar. Við erum lánsöm þjóð að hér velur fólk sér að búa. En um leið þarf að halda í við þá þróun og tryggja að öll geti átt eða leigt sitt heimili. Til þess að svo verði þarf að koma í framkvæmd öflugra eftirliti og utanumhaldi með íslenskum leigumarkaði. Leiguskrá stjórnvalda er komin í gagnið en þar þurfa einungis þeir sem leigja út tvær eða fleiri íbúðir að skrá sig sem tryggir ekki nægjanlegt eftirlit. Leigumarkaður á ekki að vera gróðafyrirtæki þeirra ríku til að verða enn ríkari. Nú er mikilvægt að ríkið stígi inn í þróun sem er bagaleg fyrir íslenskt velferðarsamfélag enda örugg búseta eitt helsta velferðarmál þjóðarinnar og mikilvægur liður í jöfnuði og félagslegu réttlæti, þar sem öruggt húsnæði er eitt af grundvallarmannréttindum okkar allra. Álfhildur Leifsdóttir, oddviti VG og óháðra í Skagafirði og formaður sveitarstjórnarráðs VGHólmfríður Jennýjar Árnadóttir, oddviti VG í Suðurkjördæmi og stjórnarkona VG Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Vinstri græn Húsnæðismál Leigumarkaður Álfhildur Leifsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Á nýafstöðnum flokksráðsfundi VG var lýst yfir eindregnum vilja til að efla enn frekar framboð húsnæðis og eftirlit á húsnæðismarkaði. Slíkt er nauðsynlegt til að viðhalda stöðugleika og tryggja framboð sem mætir þörfum almennings hverju sinni. Halda þarf áfram að efla almenna íbúðakerfið, stofna húsnæðisfélag í eigu ríkisins að fordæmi Finna og skoða útvíkkun á almenna íbúðarkerfinu með því að bjóða upp á búseturéttaríbúðir og eignaríbúðir innan kerfisins. Standa þarf vörð um opinberan húsnæðissjóð sem stofnaður hefur verið að norrænni fyrirmynd til að fjármögnun húsnæðiskerfis sé byggt á jöfnuði og á forsendum almennings. Nauðsynlegt er að koma böndum á háan fjármagns-og vaxtakostnað og tryggja aðgengi að hagkvæmu lánsfé á framkvæmdatíma í slíkum verkefnum. Síðastliðin ár hafa stjórnvöld staðið undir um þriðjungi húsnæðisuppbyggingar á landinu og er það vel. Þar munar mestu um almenna íbúðakerfið þar sem 3.500 íbúðir hafa verið fjármagnaðar frá árinu 2016. Tvöföldun stofnframlaga og efling hlutdeildarlánakerfisins hafa skilað sínu en mikilvægt er að efla og útvíkka þau úrræði en frekar enda þörfin mikil og þetta ein mikilvægasta leiðin til að mæta þeirri þörf. Mikilvægt er að klára vinnu við endurskoðun á húsaleigulögum, efla þarf réttindi leigjanda og koma þarf í framkvæmd útfærslum á hugmyndum um leiguþak. Skrá þarf allar leigueignir á leiguskrá til að tryggja nægt opinbert eftirlit með leigumarkaðnum. Niðurstöðum leigukönnunar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sýnir að samningstaða leigjenda gagnvart leigusölum hefur versnað umtalsvert milli áranna 2022 og 2023 um leið og leiguverð hefur hækkað og framboð á húsnæði dregist saman milli ára. Slíka þróun þarf að stöðva svo staða leigjenda á aldrinum 35-44 ára versni ekki frekar og þá sérstaklega barnafjölskyldna. Ljóst er að þrátt fyrir endurskoðaða mannfjöldaspá Hagstofunnar er ennþá þörf fyrir um 3.500-4.000 íbúðir á ári skv. mati Húsnæðis og mannvirkjastofnunar. Tölur HMS sýna einnig að mikil eignaþjöppun er á húsnæðismarkaði og hefur fjölgun íbúða í eigu lögaðila og einstaklinga sem eiga fleiri en eina íbúð aukist töluvert á síðustu tveimur árum, þar af bættu stórtækir lögaðilar við sig tæplega 800 íbúðum á árinu 2023. Mikilvægt er að koma böndum á þessa samþjöppun og greina á milli einstaklinga sem eiga 1-2 fasteignir til eigin nota og þeirra sem eru í fjárfestingar-og útleigustarfsemi og ættu þar af leiðandi að lúta sömu lögmálum og lögaðilar. Við erum lánsöm þjóð að hér velur fólk sér að búa. En um leið þarf að halda í við þá þróun og tryggja að öll geti átt eða leigt sitt heimili. Til þess að svo verði þarf að koma í framkvæmd öflugra eftirliti og utanumhaldi með íslenskum leigumarkaði. Leiguskrá stjórnvalda er komin í gagnið en þar þurfa einungis þeir sem leigja út tvær eða fleiri íbúðir að skrá sig sem tryggir ekki nægjanlegt eftirlit. Leigumarkaður á ekki að vera gróðafyrirtæki þeirra ríku til að verða enn ríkari. Nú er mikilvægt að ríkið stígi inn í þróun sem er bagaleg fyrir íslenskt velferðarsamfélag enda örugg búseta eitt helsta velferðarmál þjóðarinnar og mikilvægur liður í jöfnuði og félagslegu réttlæti, þar sem öruggt húsnæði er eitt af grundvallarmannréttindum okkar allra. Álfhildur Leifsdóttir, oddviti VG og óháðra í Skagafirði og formaður sveitarstjórnarráðs VGHólmfríður Jennýjar Árnadóttir, oddviti VG í Suðurkjördæmi og stjórnarkona VG
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar