Biden og Trump sópuðu að sér kjörmönnum en Haley tók Vermont Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. mars 2024 06:47 Haley hefur nú lagt Trump í Vermont og Washington D.C. en hún hét því að halda áfram í forvalinu að minnsta kosti fram yfir Ofur-þriðjudag. Joe Biden og Donald Trump komu, sáu og sigruðu í forvali Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins á svokölluðum „Ofur-þriðjudegi“ í gær. Báðir tryggðu sér kjörmenn Kaliforníu, Virginíu, Norður-Karólínu, Maine, Massachusetts, Oklahoma, Tennessee, Texas, Arkansas, Alabama, Colorado og Minnesota. Biden sigraði einnig í forvali Demókrata í Iowa og Vermont en tapaði í Bandaríska Samoa fyrir Jason Palmer, lítið þekktum frambjóðanda sem er aðeins á kjörseðli í sextán ríkjum. Það sem kom hins vegar ef til vill á óvart er að Trump laut í lægra haldi fyrir Nikki Haley í Vermont. Enn sem komið er hefur hvorki Biden né Trump tryggt sér útnefningu flokks síns fyrir forestakosningarnar í nóvember en gera má ráð fyrir að það gerist á næstu tveimur vikum. Báðir skutu á hinn í yfirlýsingum og ræðum í gær og Biden sagði Trump meðal annars knúinn af hefndarþorsta. Þá væri hann staðráðinn í að eyðileggja lýðræðið. „Eftir úrslit kvöldsins standa Bandaríkjamann frammi fyrir augljósum valkostum: Ætlum við að halda áfram að horfa fram á við eða ætlum við að leyfa Donald Trump að draga okkur afturábak í glundroðann, sundrungina og myrkrið sem einkenndu embættistíð hans?“ sagði Biden. Trump fagnaði árangri sínum og sagði annað eins aldrei hafa sést. Skaut hann að innflytjendum og sagði borgir landsins að sökkva í glæpafen innflytjenda. Biden hefur tryggt sér um það bil 1.600 kjörmenn en þarf 1.968 til að tryggja sér útnefninguna. Hann gæti náði því marki 19. mars, þegar forval fer fram í Flórída, Illinois, Kansas og Ohio. Trump hefur tryggt sér yfir þúsund kjörmenn en þarf 1.215. Hann á sömuleiðis möguleika á að klára málið 19. mars, þegar forval Repúblikana fer fram í sömu fjóru fyrrnefndu ríkjum auk Arizona. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Donald Trump Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Sjá meira
Báðir tryggðu sér kjörmenn Kaliforníu, Virginíu, Norður-Karólínu, Maine, Massachusetts, Oklahoma, Tennessee, Texas, Arkansas, Alabama, Colorado og Minnesota. Biden sigraði einnig í forvali Demókrata í Iowa og Vermont en tapaði í Bandaríska Samoa fyrir Jason Palmer, lítið þekktum frambjóðanda sem er aðeins á kjörseðli í sextán ríkjum. Það sem kom hins vegar ef til vill á óvart er að Trump laut í lægra haldi fyrir Nikki Haley í Vermont. Enn sem komið er hefur hvorki Biden né Trump tryggt sér útnefningu flokks síns fyrir forestakosningarnar í nóvember en gera má ráð fyrir að það gerist á næstu tveimur vikum. Báðir skutu á hinn í yfirlýsingum og ræðum í gær og Biden sagði Trump meðal annars knúinn af hefndarþorsta. Þá væri hann staðráðinn í að eyðileggja lýðræðið. „Eftir úrslit kvöldsins standa Bandaríkjamann frammi fyrir augljósum valkostum: Ætlum við að halda áfram að horfa fram á við eða ætlum við að leyfa Donald Trump að draga okkur afturábak í glundroðann, sundrungina og myrkrið sem einkenndu embættistíð hans?“ sagði Biden. Trump fagnaði árangri sínum og sagði annað eins aldrei hafa sést. Skaut hann að innflytjendum og sagði borgir landsins að sökkva í glæpafen innflytjenda. Biden hefur tryggt sér um það bil 1.600 kjörmenn en þarf 1.968 til að tryggja sér útnefninguna. Hann gæti náði því marki 19. mars, þegar forval fer fram í Flórída, Illinois, Kansas og Ohio. Trump hefur tryggt sér yfir þúsund kjörmenn en þarf 1.215. Hann á sömuleiðis möguleika á að klára málið 19. mars, þegar forval Repúblikana fer fram í sömu fjóru fyrrnefndu ríkjum auk Arizona.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Donald Trump Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna