Í karphúsi krónunnar Sigmar Guðmundsson skrifar 6. mars 2024 08:00 Það blasir við að ríkið mun stíga inn í þann kjarasamning sem er að fæðast í karphúsinu. Væntanlega verða þetta ekki 25 milljarðar á ári í millifærslukerfin eins og verkalýðshreyfingin talaði fyrst um en bara helmingurinn af þeirri upphæð kallar á talsverðar ráðstafanir í ríkisfjármálunum. Látum liggja á milli hluta þau klókindi fyrirtækja landsins að fá ríkið til að fjármagna kjarabætur fyrir starfsfólk sitt. Og við skulum sömuleiðis ýta frá okkur í bili þeirri leiðinlegu staðreynd að þetta sama starfsfólk mun á endanum greiða sjálft fyrir kjarabæturnar til sjálfs síns, því hugmyndaauðgi þessarar ríkisstjórnar takmarkast alfarið við skattahækkanir og lántökur. En gott og vel. Við búum víst í krónuhagkerfinu og óhjákvæmilegur fylgifiskur þess er skapandi hugsun í kjarasamningsgerð. Að geta hugsað abstrakt er nauðsynlegur eiginleiki í karphúsinu. Stöldrum samt aðeins við og veltum fyrir okkur nokkrum staðreyndum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem semja þarf um kaup og kjör á sama tíma og vaxta og verðbólgutölur landsins líkjast meira lokatölum í körfuboltaleik heldur en vaxta og verðbólgustigi í siðuðu landi. Og þetta er heldur ekki í síðasta sinn sem það gerist. Þetta getum við þakkað íslensku krónunni. Það kostar ríkið, heimili og fyrirtæki um 300 milljarða árlega að halda í þessa örmynt, sé miðað við vaxtamun krónu og evru. Ef við tökum bara heildarskuldir heimila og atvinnulífs lætur nærri að kostnaðurinn við krónuna sé um 200 milljarðar. Á hverju einasta ári. Það blasir auðvitað við að það væri talsvert auðveldara að semja um kaup og kjör á milli fyrirtækja og starfsfólks án þessa kostnaðar í bókhaldi beggja. Menn gætu jafnvel freistast til þess að gera kjarasamning án aðkomu ríkisvaldsins. En reipitogið í karphúsi krónunnar endar alltaf í faðmi ríkisins. Það er nánast skrifað í starfslýsingu fjármálaráðherra lýðveldisins í seinni tíð að koma með „útspil til að liðka fyrir kjarasamningum“. Það er nefnilega „brýnt að ná niður verðbólgu og vöxtum“. Ég hef þessar setningar í gæsalöppum því þær eru meira notaðar hérlendis en vinsælustu málshættirnir og myndu reyndar sóma sér vel á gulum miðum í páskaeggjum. Það er alveg sérlega íslenskt að fleygustu setningar Íslandssögunnar séu ættaðar úr karphúsinu en ekki úr ritum Laxness, en svona er veruleikinn í krónuhagkerfinu. Allavega, fjármálaráðherra lýðveldisins, gjarnan úr „flokki einkaframtaksins“, skrifar tékka fyrir hönd ríkissjóðs. Sama ríkissjóðs og greiðir meira en hundrað milljarða á ári í vaxtagjöld, ekki síst vegna íslensku krónunnar, sem auðvitað er sama krónan og er ástæða þess að aðilar vinnumarkaðarins þurfa að leita til ríkisstjórnarinnar, þeirrar sömu og hækkar skatta á landsmenn svo þeir geti á endanum greitt sjálfir fyrir eigin kjarabætur. Una svo allir glaðir við sitt þar til hringekjan fer aftur gang eftir fáein ár. Kannski er þetta ástæða þess að ríkisstjórnarflokkarnir og Samtök atvinnulífsins vilja ríghalda í krónuna. Samtökum atvinnulífsins finnst auðvitað ágætt að ríkið borgi laun fyrirtækja í hávaxtalandinu og ríkisstjórninni finnst þægilegt að geta fjármagnað eigin hagstjórnarmistök með peningum skattgreiðenda. Þetta hefur verkalýðsleiðtoginn frá Akranesi fattað fyrir löngu, en því miður náði hann því ekki gegn að gerð yrði úttekt á kostum og göllum krónunnar. Sú úttekt hefði leitt í ljós það sem blasir við öllum. Það eru ekki bara aðilar vinnumarkaðarins og ríkisstjórnin sem eiga þátt í þessu eilífa gangverki samfélagsins. Íslenska krónan skrifar handritið og leikur aðalhlutverkið. Íslenskur almenningur borgar brúsann. Alltaf og undantekningalaust. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Sigmar Guðmundsson Kjaraviðræður 2023-24 Íslenska krónan Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Það blasir við að ríkið mun stíga inn í þann kjarasamning sem er að fæðast í karphúsinu. Væntanlega verða þetta ekki 25 milljarðar á ári í millifærslukerfin eins og verkalýðshreyfingin talaði fyrst um en bara helmingurinn af þeirri upphæð kallar á talsverðar ráðstafanir í ríkisfjármálunum. Látum liggja á milli hluta þau klókindi fyrirtækja landsins að fá ríkið til að fjármagna kjarabætur fyrir starfsfólk sitt. Og við skulum sömuleiðis ýta frá okkur í bili þeirri leiðinlegu staðreynd að þetta sama starfsfólk mun á endanum greiða sjálft fyrir kjarabæturnar til sjálfs síns, því hugmyndaauðgi þessarar ríkisstjórnar takmarkast alfarið við skattahækkanir og lántökur. En gott og vel. Við búum víst í krónuhagkerfinu og óhjákvæmilegur fylgifiskur þess er skapandi hugsun í kjarasamningsgerð. Að geta hugsað abstrakt er nauðsynlegur eiginleiki í karphúsinu. Stöldrum samt aðeins við og veltum fyrir okkur nokkrum staðreyndum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem semja þarf um kaup og kjör á sama tíma og vaxta og verðbólgutölur landsins líkjast meira lokatölum í körfuboltaleik heldur en vaxta og verðbólgustigi í siðuðu landi. Og þetta er heldur ekki í síðasta sinn sem það gerist. Þetta getum við þakkað íslensku krónunni. Það kostar ríkið, heimili og fyrirtæki um 300 milljarða árlega að halda í þessa örmynt, sé miðað við vaxtamun krónu og evru. Ef við tökum bara heildarskuldir heimila og atvinnulífs lætur nærri að kostnaðurinn við krónuna sé um 200 milljarðar. Á hverju einasta ári. Það blasir auðvitað við að það væri talsvert auðveldara að semja um kaup og kjör á milli fyrirtækja og starfsfólks án þessa kostnaðar í bókhaldi beggja. Menn gætu jafnvel freistast til þess að gera kjarasamning án aðkomu ríkisvaldsins. En reipitogið í karphúsi krónunnar endar alltaf í faðmi ríkisins. Það er nánast skrifað í starfslýsingu fjármálaráðherra lýðveldisins í seinni tíð að koma með „útspil til að liðka fyrir kjarasamningum“. Það er nefnilega „brýnt að ná niður verðbólgu og vöxtum“. Ég hef þessar setningar í gæsalöppum því þær eru meira notaðar hérlendis en vinsælustu málshættirnir og myndu reyndar sóma sér vel á gulum miðum í páskaeggjum. Það er alveg sérlega íslenskt að fleygustu setningar Íslandssögunnar séu ættaðar úr karphúsinu en ekki úr ritum Laxness, en svona er veruleikinn í krónuhagkerfinu. Allavega, fjármálaráðherra lýðveldisins, gjarnan úr „flokki einkaframtaksins“, skrifar tékka fyrir hönd ríkissjóðs. Sama ríkissjóðs og greiðir meira en hundrað milljarða á ári í vaxtagjöld, ekki síst vegna íslensku krónunnar, sem auðvitað er sama krónan og er ástæða þess að aðilar vinnumarkaðarins þurfa að leita til ríkisstjórnarinnar, þeirrar sömu og hækkar skatta á landsmenn svo þeir geti á endanum greitt sjálfir fyrir eigin kjarabætur. Una svo allir glaðir við sitt þar til hringekjan fer aftur gang eftir fáein ár. Kannski er þetta ástæða þess að ríkisstjórnarflokkarnir og Samtök atvinnulífsins vilja ríghalda í krónuna. Samtökum atvinnulífsins finnst auðvitað ágætt að ríkið borgi laun fyrirtækja í hávaxtalandinu og ríkisstjórninni finnst þægilegt að geta fjármagnað eigin hagstjórnarmistök með peningum skattgreiðenda. Þetta hefur verkalýðsleiðtoginn frá Akranesi fattað fyrir löngu, en því miður náði hann því ekki gegn að gerð yrði úttekt á kostum og göllum krónunnar. Sú úttekt hefði leitt í ljós það sem blasir við öllum. Það eru ekki bara aðilar vinnumarkaðarins og ríkisstjórnin sem eiga þátt í þessu eilífa gangverki samfélagsins. Íslenska krónan skrifar handritið og leikur aðalhlutverkið. Íslenskur almenningur borgar brúsann. Alltaf og undantekningalaust. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun