Þetta segir Unnar Már Ástþórsson aðalvarðstjóri í samtali við fréttastofu. Óvíst sé hvort maðurinn verði sektaður eða ákærður fyrir lætin í gær.
Unnar Már segir að maðurinn hafi verið fjarlægður af pöllunum í gær og svo leitað til viðeigandi stofnunar varðandi aðstoð og til að leggja mat á andlegt atgervi hans. Hann hefur síðan verið í haldi lögreglu en það styttist í annan endann á því varðhaldi.
Unnar Már segir málið á frumstigi rannsóknar.
Fram kom á Vísi fyrr í dag að þingpallarnir á Alþingi eru opnir í dag sem aðra dag meðan á þingfundi stendur.