Oddur frá Þýskalandi heim í Þór: „Sýnir ótrúlega tryggð“ Sindri Sverrisson skrifar 5. mars 2024 12:03 Oddur Gretarsson hefur spilað sem atvinnumaður í rúman áratug en snýr heim í sumar. Getty/Tom Weller Hornamaðurinn og fyrrverandi landsliðsmaðurinn Oddur Gretarsson snýr aftur heim til Þórs á Akureyri næsta sumar og mun spila með liðinu á næstu leiktíð. Oddur hefur spilað sem atvinnumaður í Þýskalandi síðustu ellefu ár eða frá því að hann fór frá Akureyri til Emsdetten sumarið 2013. Hann hefur leikið með Balingen frá árinu 2017 en í gær tilkynnti félagið að hann væri á förum í sumar. Nú er orðið ljóst að hann mun spila með Þór, þar sem hann er uppalinn. Ekki er þó ljóst í hvaða deild það verður en Þórsarar spila í Grill 66 deildinni í vetur og eiga fyrir höndum harða baráttu um að komast upp í Olís-deildina. ÍR-ingar eru í bestri stöðu, með 22 stig og þrjá leiki eftir, en eitt þessara liða fer beint upp í Olís-deildina. Hin fara í þriggja liða umspil. Fjölnir er með 21 stig og tvo leiki eftir, og Þór og Hörður með 18 stig en Þór á tvo leiki eftir en Hörður þrjá. Það eru því allar líkur á að Þórsarar fari í umspilið og líklegt að þeir þurfi að slá út tvö lið, til að komast í Olís-deildina. Oddur, sem verður 34 ára á árinu, á að baki 30 A-landsleiki og var til að mynda í hópnum sem fór á HM í Egyptalandi fyrir þremur árum. „Hlakka til að horfa á fleiri fara að fordæmi Odds“ Halldór Örn Tryggvason, þjálfari Þórs, er gríðarlega ánægður með að fá Odd heim og segir það hvalreka fyrir félagið. „Hann er reynslumikill leikmaður með ótrúlegan feril að baki. Þetta er það sem við stefnum að auðvitað, að reyna að búa til umgjörð og lið sem uppalda Þórsara langi til og vilji snúa heim í og er Oddur stórt skref í þá átt,“ segir Halldór Örn á heimasíðu Þórs. „Oddur er ekki bara mikilvægur fyrir meistaraflokkinn heldur líka yngri flokka félagsins. Hann sýnir ótrúlega tryggð við uppeldisfélagið með því að koma heim í Þorpið. Mikil vinna er að baki og sýnir að Þór er í sókn í öllum deildum félagsins. Ég hlakka mikið til að vinna með Oddi og erum við mjög spenntir að fá hann inn með alla hans reynslu. Hann vill ná árangri með sínu félagi og við munum vinna áfram að þeirri stefnu sem við höfum mótað. Ég hlakka til að horfa á fleiri fara að fordæmi Odds, að koma heim og sýna þessa tryggð,“ segir Halldór Örn. Oddur er uppalinn Þórsari og spilaði með yngri flokkum og meistaraflokki félagsins. Hann spilaði fyrsta leikinn með meistaraflokki Þórs 15 ára gamall og í framhaldi af því með Akureyri handboltafélagi frá tímabilinu 2007/2008, og var valinn íþróttamaður ársins árið 2010 hjá félaginu. Þór Akureyri Handbolti Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Sjá meira
Oddur hefur spilað sem atvinnumaður í Þýskalandi síðustu ellefu ár eða frá því að hann fór frá Akureyri til Emsdetten sumarið 2013. Hann hefur leikið með Balingen frá árinu 2017 en í gær tilkynnti félagið að hann væri á förum í sumar. Nú er orðið ljóst að hann mun spila með Þór, þar sem hann er uppalinn. Ekki er þó ljóst í hvaða deild það verður en Þórsarar spila í Grill 66 deildinni í vetur og eiga fyrir höndum harða baráttu um að komast upp í Olís-deildina. ÍR-ingar eru í bestri stöðu, með 22 stig og þrjá leiki eftir, en eitt þessara liða fer beint upp í Olís-deildina. Hin fara í þriggja liða umspil. Fjölnir er með 21 stig og tvo leiki eftir, og Þór og Hörður með 18 stig en Þór á tvo leiki eftir en Hörður þrjá. Það eru því allar líkur á að Þórsarar fari í umspilið og líklegt að þeir þurfi að slá út tvö lið, til að komast í Olís-deildina. Oddur, sem verður 34 ára á árinu, á að baki 30 A-landsleiki og var til að mynda í hópnum sem fór á HM í Egyptalandi fyrir þremur árum. „Hlakka til að horfa á fleiri fara að fordæmi Odds“ Halldór Örn Tryggvason, þjálfari Þórs, er gríðarlega ánægður með að fá Odd heim og segir það hvalreka fyrir félagið. „Hann er reynslumikill leikmaður með ótrúlegan feril að baki. Þetta er það sem við stefnum að auðvitað, að reyna að búa til umgjörð og lið sem uppalda Þórsara langi til og vilji snúa heim í og er Oddur stórt skref í þá átt,“ segir Halldór Örn á heimasíðu Þórs. „Oddur er ekki bara mikilvægur fyrir meistaraflokkinn heldur líka yngri flokka félagsins. Hann sýnir ótrúlega tryggð við uppeldisfélagið með því að koma heim í Þorpið. Mikil vinna er að baki og sýnir að Þór er í sókn í öllum deildum félagsins. Ég hlakka mikið til að vinna með Oddi og erum við mjög spenntir að fá hann inn með alla hans reynslu. Hann vill ná árangri með sínu félagi og við munum vinna áfram að þeirri stefnu sem við höfum mótað. Ég hlakka til að horfa á fleiri fara að fordæmi Odds, að koma heim og sýna þessa tryggð,“ segir Halldór Örn. Oddur er uppalinn Þórsari og spilaði með yngri flokkum og meistaraflokki félagsins. Hann spilaði fyrsta leikinn með meistaraflokki Þórs 15 ára gamall og í framhaldi af því með Akureyri handboltafélagi frá tímabilinu 2007/2008, og var valinn íþróttamaður ársins árið 2010 hjá félaginu.
Þór Akureyri Handbolti Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Sjá meira