Oddur frá Þýskalandi heim í Þór: „Sýnir ótrúlega tryggð“ Sindri Sverrisson skrifar 5. mars 2024 12:03 Oddur Gretarsson hefur spilað sem atvinnumaður í rúman áratug en snýr heim í sumar. Getty/Tom Weller Hornamaðurinn og fyrrverandi landsliðsmaðurinn Oddur Gretarsson snýr aftur heim til Þórs á Akureyri næsta sumar og mun spila með liðinu á næstu leiktíð. Oddur hefur spilað sem atvinnumaður í Þýskalandi síðustu ellefu ár eða frá því að hann fór frá Akureyri til Emsdetten sumarið 2013. Hann hefur leikið með Balingen frá árinu 2017 en í gær tilkynnti félagið að hann væri á förum í sumar. Nú er orðið ljóst að hann mun spila með Þór, þar sem hann er uppalinn. Ekki er þó ljóst í hvaða deild það verður en Þórsarar spila í Grill 66 deildinni í vetur og eiga fyrir höndum harða baráttu um að komast upp í Olís-deildina. ÍR-ingar eru í bestri stöðu, með 22 stig og þrjá leiki eftir, en eitt þessara liða fer beint upp í Olís-deildina. Hin fara í þriggja liða umspil. Fjölnir er með 21 stig og tvo leiki eftir, og Þór og Hörður með 18 stig en Þór á tvo leiki eftir en Hörður þrjá. Það eru því allar líkur á að Þórsarar fari í umspilið og líklegt að þeir þurfi að slá út tvö lið, til að komast í Olís-deildina. Oddur, sem verður 34 ára á árinu, á að baki 30 A-landsleiki og var til að mynda í hópnum sem fór á HM í Egyptalandi fyrir þremur árum. „Hlakka til að horfa á fleiri fara að fordæmi Odds“ Halldór Örn Tryggvason, þjálfari Þórs, er gríðarlega ánægður með að fá Odd heim og segir það hvalreka fyrir félagið. „Hann er reynslumikill leikmaður með ótrúlegan feril að baki. Þetta er það sem við stefnum að auðvitað, að reyna að búa til umgjörð og lið sem uppalda Þórsara langi til og vilji snúa heim í og er Oddur stórt skref í þá átt,“ segir Halldór Örn á heimasíðu Þórs. „Oddur er ekki bara mikilvægur fyrir meistaraflokkinn heldur líka yngri flokka félagsins. Hann sýnir ótrúlega tryggð við uppeldisfélagið með því að koma heim í Þorpið. Mikil vinna er að baki og sýnir að Þór er í sókn í öllum deildum félagsins. Ég hlakka mikið til að vinna með Oddi og erum við mjög spenntir að fá hann inn með alla hans reynslu. Hann vill ná árangri með sínu félagi og við munum vinna áfram að þeirri stefnu sem við höfum mótað. Ég hlakka til að horfa á fleiri fara að fordæmi Odds, að koma heim og sýna þessa tryggð,“ segir Halldór Örn. Oddur er uppalinn Þórsari og spilaði með yngri flokkum og meistaraflokki félagsins. Hann spilaði fyrsta leikinn með meistaraflokki Þórs 15 ára gamall og í framhaldi af því með Akureyri handboltafélagi frá tímabilinu 2007/2008, og var valinn íþróttamaður ársins árið 2010 hjá félaginu. Þór Akureyri Handbolti Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Tiger syrgir móður sína Golf Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fleiri fréttir Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Sjá meira
Oddur hefur spilað sem atvinnumaður í Þýskalandi síðustu ellefu ár eða frá því að hann fór frá Akureyri til Emsdetten sumarið 2013. Hann hefur leikið með Balingen frá árinu 2017 en í gær tilkynnti félagið að hann væri á förum í sumar. Nú er orðið ljóst að hann mun spila með Þór, þar sem hann er uppalinn. Ekki er þó ljóst í hvaða deild það verður en Þórsarar spila í Grill 66 deildinni í vetur og eiga fyrir höndum harða baráttu um að komast upp í Olís-deildina. ÍR-ingar eru í bestri stöðu, með 22 stig og þrjá leiki eftir, en eitt þessara liða fer beint upp í Olís-deildina. Hin fara í þriggja liða umspil. Fjölnir er með 21 stig og tvo leiki eftir, og Þór og Hörður með 18 stig en Þór á tvo leiki eftir en Hörður þrjá. Það eru því allar líkur á að Þórsarar fari í umspilið og líklegt að þeir þurfi að slá út tvö lið, til að komast í Olís-deildina. Oddur, sem verður 34 ára á árinu, á að baki 30 A-landsleiki og var til að mynda í hópnum sem fór á HM í Egyptalandi fyrir þremur árum. „Hlakka til að horfa á fleiri fara að fordæmi Odds“ Halldór Örn Tryggvason, þjálfari Þórs, er gríðarlega ánægður með að fá Odd heim og segir það hvalreka fyrir félagið. „Hann er reynslumikill leikmaður með ótrúlegan feril að baki. Þetta er það sem við stefnum að auðvitað, að reyna að búa til umgjörð og lið sem uppalda Þórsara langi til og vilji snúa heim í og er Oddur stórt skref í þá átt,“ segir Halldór Örn á heimasíðu Þórs. „Oddur er ekki bara mikilvægur fyrir meistaraflokkinn heldur líka yngri flokka félagsins. Hann sýnir ótrúlega tryggð við uppeldisfélagið með því að koma heim í Þorpið. Mikil vinna er að baki og sýnir að Þór er í sókn í öllum deildum félagsins. Ég hlakka mikið til að vinna með Oddi og erum við mjög spenntir að fá hann inn með alla hans reynslu. Hann vill ná árangri með sínu félagi og við munum vinna áfram að þeirri stefnu sem við höfum mótað. Ég hlakka til að horfa á fleiri fara að fordæmi Odds, að koma heim og sýna þessa tryggð,“ segir Halldór Örn. Oddur er uppalinn Þórsari og spilaði með yngri flokkum og meistaraflokki félagsins. Hann spilaði fyrsta leikinn með meistaraflokki Þórs 15 ára gamall og í framhaldi af því með Akureyri handboltafélagi frá tímabilinu 2007/2008, og var valinn íþróttamaður ársins árið 2010 hjá félaginu.
Þór Akureyri Handbolti Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Tiger syrgir móður sína Golf Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fleiri fréttir Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Sjá meira