Henda meira en ellefu milljörðum út um gluggann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. mars 2024 16:30 Russell Wilson hitar upp fyrir leik með Denver Broncos. Getty/Perry Knotts NFL-félagið Denver Broncos hefur tekið þá risastóru ákvörðun að losa sig við leikstjórnandann Russell Wilson þrátt fyrir að hann eigi tvö ár eftir af samningi sínum við félagið. Broncos fékk Wilson í stórum leikmannaskiptum við Seattle Seahawks fyrir tveimur árum og létu mikið frá sér á móti. Í staðinn fékk Seahawks fimm valrétti þar af tvo í fyrstu umferð og tvo í annarri umferð. Einnig komu þrír leikmenn til Seattle. Russell Wilson will get $39M in cash from the #Broncos in 2024. This means he could potentially sign with a new team for the NFL minimum, as any new contract he signs would be coming off that $39M.That alone makes him one of the most fascinating QB free agents in a long time. https://t.co/s0cnSdJFom pic.twitter.com/aAFQyePrmi— Ari Meirov (@MySportsUpdate) March 4, 2024 Eftir skiptin þá gerði Denver síðan nýjan fimm ára samning við Wilson sem skilaði honum 242,6 milljónum dollara eða 33 milljörðum króna. ESPN segir frá. Undir lok síðasta tímabils gafst Denver upp á Wilson og hann spilaði ekki í síðustu tveimur leikjunum. Hann á enn eftir tvö ár af umræddum samningi en svo mikið vildi Denver losna við hann að félagið er tilbúið að henda 85 milljónum dollurum, meira en ellefu milljörðum íslenskra króna, út um gluggann. Denver þarf ekki aðeins að borga þennan pening heldur þrengir þetta einnig að launaþaki félagsins á næstu tveimur leiktíðum. Þetta er það langmesta sem félag hefur fórnað til að losna við leikmann í sögu NFL-deildarinnar. Hinn 35 ára gamli Wilson leiddi Denver til sigurs í 11 af 30 leikjum en koma hans til Denver var ekki sú vítamínssprauta sem eigendurnir bjuggust við. Wilson hafði gert góða hluti í Seattle og unnið einn meistaratitil með Seahawks. Wilson er því laus allra mála og orðrómur um að bæði Minnesota Vikings og Pittsburgh Steelers hafi áhuga á því að fá hann til síns. Hann verður því eflaust ekki atvinnulaus lengi. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=frQ7facoIMc">watch on YouTube</a> NFL Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira
Broncos fékk Wilson í stórum leikmannaskiptum við Seattle Seahawks fyrir tveimur árum og létu mikið frá sér á móti. Í staðinn fékk Seahawks fimm valrétti þar af tvo í fyrstu umferð og tvo í annarri umferð. Einnig komu þrír leikmenn til Seattle. Russell Wilson will get $39M in cash from the #Broncos in 2024. This means he could potentially sign with a new team for the NFL minimum, as any new contract he signs would be coming off that $39M.That alone makes him one of the most fascinating QB free agents in a long time. https://t.co/s0cnSdJFom pic.twitter.com/aAFQyePrmi— Ari Meirov (@MySportsUpdate) March 4, 2024 Eftir skiptin þá gerði Denver síðan nýjan fimm ára samning við Wilson sem skilaði honum 242,6 milljónum dollara eða 33 milljörðum króna. ESPN segir frá. Undir lok síðasta tímabils gafst Denver upp á Wilson og hann spilaði ekki í síðustu tveimur leikjunum. Hann á enn eftir tvö ár af umræddum samningi en svo mikið vildi Denver losna við hann að félagið er tilbúið að henda 85 milljónum dollurum, meira en ellefu milljörðum íslenskra króna, út um gluggann. Denver þarf ekki aðeins að borga þennan pening heldur þrengir þetta einnig að launaþaki félagsins á næstu tveimur leiktíðum. Þetta er það langmesta sem félag hefur fórnað til að losna við leikmann í sögu NFL-deildarinnar. Hinn 35 ára gamli Wilson leiddi Denver til sigurs í 11 af 30 leikjum en koma hans til Denver var ekki sú vítamínssprauta sem eigendurnir bjuggust við. Wilson hafði gert góða hluti í Seattle og unnið einn meistaratitil með Seahawks. Wilson er því laus allra mála og orðrómur um að bæði Minnesota Vikings og Pittsburgh Steelers hafi áhuga á því að fá hann til síns. Hann verður því eflaust ekki atvinnulaus lengi. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=frQ7facoIMc">watch on YouTube</a>
NFL Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira