„Ég hefði aldrei haft hugmyndaflug í að þetta gæti gerst“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 4. mars 2024 09:46 Rauðagerðismálið vakti upp mikla umræðu um skipulagða glæpahópa á Íslandi og ógnina sem stendur af þeim. Í nýjasta þætti Eftirmála er atburðarásinn rakinn í þessu umfangsmikla morðmáli. Samsett „Svona „tension“ hafði maður aldrei heyrt af áður hér á landi; að menn óttuðust um líf sitt í hefndaraðgerðum, eftir að maður var tekinn af lífi fyrir utan heimili sitt. Þetta voru ekki slagsmál fyrir utan b5, eða einhver barningur niðri í bæ. Þetta var í rauninni eitthvað sem við sjáum bara í bíómyndum.“ Þetta segir Birgir Olgeirsson fyrrverandi blaðamaður sem á sínum tíma fjallaði ítarlega um Rauðagerðismálið svokallaða. Málinu var gerð skil í Kompás á Vísi á sínum tíma. Nýr veruleiki blasti við í íslensku samfélagi einn sunnudagsmorgun í febrúar 2021 þegar fréttir bárust af kaldrifjuðu morði í Rauðagerði, götu í rólegu fjölskylduhverfi í Reykjavík. Sá myrti var skotinn níu sinnum fyrir utan heimili sitt. Atburðurinn var fordæmalaus, minnti einna helst á aftöku og þótti marka aukna hörku í undirheimum Íslands. Í nýjasta þætti Eftirmála er atburðarásinn rakinn í þessu umfangsmikla morðmáli með Birgi sem fjallaði ítarlega um það á sínum tíma og sat réttarhöldin. Klippa: Eftirmál - Rauðagerðismálið Strax talið að andlátið hefði borið að með saknæmum hætti Stuttu fyrir hádegi þann 14. febrúar árið 2021 birtist eftirfarandi frétt á Vísi undir fyrirsögninni: „Mannslát í Reykjavík til rannsóknar og einn í haldi." Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynning um slasaðan karlmann á fertugsaldri fyrir utan hús í Rauðagerði í Reykjavík. Endurlífgunartilraunir hófust strax á vettvangi og í kjölfarið var hann fluttur á Landspítala. Hann var úrskurðaður látinn stuttu eftir komuna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við fréttastofu að málið sé á viðkvæmu stigi og verst allra fregna að svo stöddu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er talið að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Karlmaður er í haldi lögreglu vegna málsins. Hinn látni og sá sem er í haldi lögreglu eru báðir af erlendum uppruna. Þegar fréttastofa var á vettvangi á tólfta tímanum í dag var tæknideild lögreglunnar að störfum. Studdist hún meðal annars við málmleitartæki og dróna sem sveif yfir vettvangi. Að kvöldi sama dags var greint frá því að karlmaður á fertugsaldri hefði verið handtekinn í Garðabæ og væri í haldi lögreglu í tengslum við málið. Það lá fyrir að málið tengdist uppgjöri í undirheimunum. Spjótin beindust að lekamálinu „Eins og ég man þetta þá voru ekki allir „detailar“ komnir á hreint þarna strax í upphafi,“ rifjar Birgir upp í samtali við Eftirmál. „Síðan byrjar myndin að teiknast aðeins upp, og á sunnudagskvöldið, eða mánudagsmorguninn er að verða nokkuð ljóst hvað þetta er í raun skuggalegt mál.“ Líkt og Birgir bendir á átti morðið sér stað á sama tíma og Covid faraldurinn var í fullum gangi. Lögreglan boðaði til upplýsingafundar þar sem greint var frá því að málið hefði tengingar við skipulagða glæpastarfsemi og að hugsanlega væri um að ræða einhverskonar uppgjör á milli stríðandi fylkinga í undirheimum Reykjavíkur. „Þetta fer að púslast saman og spjótin fara að beinast að hinu svokallaða lekamáli,“ segir Birgir en umrætt lekamál varðaði trúnaðargögn lögreglu þar sem fram kom að Anton Kristinn Þórarinsson, eða Toni, athafnamaður sem oft hefur verið tengdur fyrir undirheimana á Íslandi - hafi um ára bil verið upplýsingagjafi lögreglu. Eftir að þessar upplýsingar láku út fóru ýmsar sögusagnir á kreik, meðal annars um að Anton hefði nýtt sér þetta upplýsingasamband til að koma lögreglu á slóðir annarra í undirheimunum. Átti hann að hafa gert það gegn friðhelgi eða í þeim tilgangi að halda lögreglunni upptekinni – svo þeir væru ekki að fylgjast með honum. Í frétt Fréttablaðsins á sínum tíma kom fram að að Anton hefði séð sig nauðbeygðan til að safna að sér hópi erlendra manna sér til verndar. Fram kom að lekamálið hefði skapað tortryggni og að ástandið í undirheimunum værii orðið mjög eldfimt. Þá kom fram í frétt DV að einn þeirra sem síðar var handtekinn í tenglsum við rannsókn morðsins í Rauðgerði hefði verið hluti af því erlenda vinnuafli sem Anton réði sér til verndar. Hann hafði stöðu sakbornings um tíma, sat í gæsluvarðhaldi og sætti síðar farbanni en var á endum ekki ákærður í málinu. „Það einhvern veginn lekur þarna heillangur doðrantur frá lögreglunni, sem varðar einhverskonar yfirheyrslu eða rannsókn á tengslum við uppljóstrara hjá lögreglunni. Það kemur í ljós að þessi uppljóstrari er Anton Kristinn, eða Toni. Í kjölfarið á þeim fregnum sem leka fer maður að heyra að þetta muni valda miklum titringi í undirheimunum. Maður var kannski ekki alveg að kaupa það, eða maður hafði ekki beint ímyndunarafl til að sjá það fyrir að þetta myndi enda með svona hræðilegum hætti,“ segir Birgir og bætir við: „Ég hefði aldrei haft hugmyndaflug í að þetta gæti gerst.“ Venjulegur fjölskyldufaðir Viku eftir morðið var nafn þess sem ráðinn var bani birt í fjölmiðlum. Hann hét Armando Beqirai og var fæddur árið 1988. Fram kom að hann léti eftir sig eiginkonu og barn. Seinna kom í ljós að eiginkonan og barnið höfðu verið heima þegar Armando var ráðinn bani, auk þess sem að eiginkonan var ófrísk. Í samtali við Eftirmál rifjar Birgir upp að Armando hefði komið til Íslands frá Albaníu. Hann hafði stundað verkmannavinnu á Íslandi, og unnið sem dyravörður í miðbænum, auk þess sem hann rak fyrirtæki sem sá um að „selja“ dyraverði í verktöku fyrir skemmtistaði. „Hann einhvern veginn fléttast inn í þetta mál. Það sem við fengum að heyra af Armando var að hann var maður sem ætti konu og barn á Íslandi, væri búinn að gera upp hús í Rauðagerði og allt sem maður heyrði var að hann var ekkert smá duglegur.“ Nadine Guðrún, annar stjórnenda Eftirmála og Birgir Olgeirsson, blaðamaðurinn sem rætt er við, unnu á sínum tíma að Kompásþætti um undirheimana á Íslandi en einn þátturinn var um morðið í Rauðagerði. Í Eftirmálaþættinum rifjar Nadine upp þegar þau Birgir ræddu við Þórönnu, eiginkonu Armando á sínum tíma. „Þetta leit allt ósköp venjulega út. Þóranna er alveg yndisleg kona, klár, og gott að tala við hana. Hún er menntaður lögfræðingur. En auðvitað spyr fólk sig: Af hverju er hann myrtur af glæpagengi? Hann var fljótt sagður tengjast skipulagðri glæpastarfsemi á einhvern hátt,“ segir Nadine. Í þætti Eftirmála kemur fram að morðinginn, Angjelin Sterkaj, er frá Albanínu og er fæddur árið 1986. Hann hafði verið á Íslandi um í rúmlega sjö ár þegar hann myrti Armando. Fram kom í fréttum á sínum tíma að Angelín hefði verið eftirlýstur í heimalandinu, Albanínu, fyrir vopnað rán og að íslenskum yfirvöldum hefði borist framsalsbeiðni árið 2015. Beiðni albanskra stjórnvalda var hafnað á þeim grundvelli að þetta uppfyllti ekki skilyrði laga um framsal sakamanna þar sem endanlegur dómur lá ekki fyrir. Fengu aldrei almennileg svör Í samtali við Eftirmál bendir Birgir á að í aðdraganda morðsins í Rauðagerði hafi verið mikil spenna í gangi í undirheimunum hér á landi. „Maður vissi ekki nákvæmlega hvað var í gangi. En svo þegar við förum að skoða málið eftir á, þá voru allir á nálum. Það kemur í ljós að lögreglan er með upplýsingar um að Angjelin hafi verið með skotvopn á sér. Hann var eftirlýstur í heimlandinu og það var komin framsalsbeiðni á hann,“ segir hann. „Við vitum ekki nákvæmlega hvað var að stoppa lögregluna, af hverju lögreglan var ekki að gera neitt. Við fengum aldrei almennileg svör við því.“ Albanskir fjölmiðlar fjölluðu talsvert um Rauðagerðismálið á sínum tíma og greindu frá því aðAngelin væri góðkunningi lögreglunnar í heimalandi sínu. Í viðtali sem birtist í fyrrnefndum þætti Kompás á sínum tíma sagði Þóranna, ekkja Armando, hvað hún hefði aldrei orðið vör við neitt sem tengdi Armando við skipulagða glæpastarfsemi. Hún hefði engu að síður áttað sig á því að það væru deilur á milli aðila í dyravarðabransanum, sem Armando var í. Í þættinum er reifuð sú umfangsmikla lögreglurannsókn sem ráðist var í á sínum tíma. Á tímabili voru þrettán manns í gæsluvarðhaldi, eða handteknir á einhverjum tímapunkti. „Og þá fer í raun að koma mikill skjálfti í samfélagið man ég. Það er það mikill skjálfti að lögreglan sér sig knúna til að koma fram í fjölmiðlum og segja að venjulegt fólk þurfi ekki að hafa áhyggjur af öryggi sínu úti í samfélaginu. Þetta var mjög súrrealískur tími. Og það leiðir í rauninni til þess að við förum að ræða þetta mál svolítið mikið; hvað það er í rauninni kominn rosalega mikil harka í undirheimana,“ segir Birgir. Hann bendir á að á þessum tíma hafi vissulega komið upp alvarleg mál hér á landi sem tengdust frelsisviptingum og hrottalegu ofbeldi. Þetta mál var hins vegar af allt annari stærðargráðu. Það var síðan í mars 2021 að greint var frá því á blaðamannafundi lögreglunnar að Angjelin hefði játað á sig morðið. Á endanum voru þrír aðrir ákærðir vegna málsins, auk Angjelín. Kærasta Angjelin, sem er frá Portúgal, var þar á meðal og var hún grunuð um að hafa elt Armando kvöldið örlagaríka. Tveir karlmenn til viðbótar, báðir frá Albaníu, voru einnig ákærðir en annar þeirra var vinur þess myrta en hinn Albaninn var í bíl með Angjelin kvöldið sem Armando var myrtur. Fyrir dómi sagðist Angjelin hafa verið einn að verki og hin þrjú neituðu alfarið sök. Birgir sat í dómsalnum við meðferð málsins og segir frá því i þættinum að verjandi Angjelins hafi haldið því fram að hann hefði orðið að drepa hann í sjálfsvörn. Nokkuð ljóst er að Angjelin var ekki einn að verki, þó hann hann hafi haldið því fram sjálfur fyrir dómi. „Hann vill ennþá meina það, allavega verjandinn hans, að hann hefði haft ríka ástæðu til að óttast um líf sitt, og hann vildi líka meina að þetta hefði verið þáttur í sjálfsvörn.“ Í þættinum er aðalmeðferð málsins fyrir héraðdómi rifjuð upp, en hún hófst þann 13.september 2021. Aðalmeðferðin tók fjóra daga, hátt í fjörtíu vitni mættu fyrir dóminn og vakti það athygli að lögreglan hafði talsverðan viðbúnað við dómshúsið.Lögreglumenn biðu í bíl fyrir utan Héraðsdóm Reykjavíkur á meðan skýrslur voru teknar af vitnum. „Lögreglan vildi ekki svara spurningum fréttastofu varðandi viðbúnað sinn. Eftir því sem fréttastofa kemst næst þá er þessi viðvera hennar til að tryggja öryggi þeirra vitna sem kölluð voru fyrir dóminn í dag. Vitnin tengjast Rauðagerðismálinu með ólíkum hætti og hafa mismunandi bakgrunn,“ kom fram í frétt Vísis á sínum tíma. Einsdæmi í íslenskri réttarsögu Þann 21. október var Angjelin Sterkaj síðan dæmdur í sextán ára fangelsi en hin þrjú sem voru ákærð, Claudia Sofia Coelho Carvalho, Murat Selivrada og Shpetim Qerimi, voru sýknuð af kröfum ákæruvaldsins. Angjelin var dæmdur til að greiða Þórönnu Helgu, ekkju Armandos, fjórar milljónir króna í miskabætur, 27 milljónir vegna missis framfærslu og rúm 500 þúsund vegna útfarar. Var hann einnig dæmdur til að greiða syni þeirra Þórönnu og Armandos 7 milljónir vegna missis framfærslu og þrjár milljónir í miskabætur. Þá var hann dæmdur til að greiða nýfæddri dóttur þeirra þrjár milljónir króna í miskabætur og rétt tæpar átta milljónir vegna missis framfærslu. Þá hefur hann verið dæmdur til að greiða foreldrum Armandos hvoru um sig þrjár milljónir í miskabætur. Landsréttur sneri sýknudóminum yfir þremenningunum við og dæmdi öll þrjú í fjórtán ára fangelsi fyrir samverknað. Auk þess þyngdi Landsréttur dóminn yfir Angjelin í tuttugu ár. Í dómi Landsréttar segir orðrétt: „Mál þetta á sér ekki hliðstæðu í íslenskri réttarsögu á síðari tímum.” Þar segir jafnframt að ásetningur Angjelin til drápsins hafi verið einbeittur og hafi ekki helgast af neyðarvörn. Dómurinn segir enn fremur að þau Claudia, Murat og Sheptim hafi hlotið að vera ljóst, að virtum gögnum málsins, að langlíklegast væri að Angjelin hygðist ráða Armando Beqirai af dögum. Í júní 2023 staðfesti Hæstiréttur síðan sekt allra fjögurra sakborninga. Sakborningarnir hlutu töluvert mildari dóma en í Landsrétti; Angjelin var dæmdur í sextán ára fangelsi, Claudia fékk þriggja ára dóm, Murat fjögurra og Shpetim tíu ára. Í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 sagði Oddgeir Einarsson, skipaður verjandi Angjelin, að niðurstaðan hefði verið nokkuð fyrirsjáanleg. Þegar málskotsbeiðni Angjelins var send Hæstarétti sagði í áliti ríkissaksóknara að hugsanlega hafi skort lagaheimild til að þyngja dóm hans í tuttugu ár. „Skjólstæðingur minn vildi reyndar meina að það væru refsimildunarástæður sem virðist ekki hafa verið fallist á en ég er ekki búinn að lesa dóminn.“ Lifandi dæmi um hörkuna í undirheimunum Í þættinum velta þær Þórhildur og Nadine einnig fyrir með umfangi skipulagðrar glæpastarfsemi -út frá Rauðagerðismálinu. „Þetta birtist til dæmis í tugmilljarða fíkniefnaviðskiptum og tryggingasvikum. Það eru þannig brot sem einkenna undirheima Íslands í dag,“ segir Nadine. „Og eitt sem mér fannst mest áhugavert í þessu eru tryggingasvikin. Í Kompásþættinum fjölluðum við til dæmis um einn glæpahópinn sem hafði svikið út á þriðja hundruð milljónir af íslensku tryggingafélagi. Þetta voru þá útlendingar sem komu hingað til landsins gagngert til að klessa bíla. Þeir klesstu trekk í trekk á ljósastaura og fengu bætur. Það endaði þannig að eitt tryggingafélagið fór að sjá mynstur og þá kom í ljós þessi þrjú hundruð milljón króna svik.“ „Lögreglan hefur gefið það út að það sé aukin harka í undirheimum landsins og Rauðagerðismálið er auðvitað lifandi dæmi um það,“ segir Þórhildur jafnframt. Að neðan má sjá umfjöllun Kompás frá árinu 2021. Eftirmál Morð í Rauðagerði Lögreglumál Dómsmál Tengdar fréttir Hæstiréttur lækkaði laun verjenda um margar milljónir Formaður Lögmannafélags Íslands segir aukna tilhneigingu dómstóla til þess að virða framlagðar tímaskýrslur verjenda að vettugi hættulega þróun. Svo gæti farið að aðeins þeir efnameiri fái góða málsvörn í sakamálum. 23. júní 2023 14:02 „Betra en að vera dæmdur í fjórtán ára fangelsi“ Hæstiréttur staðfesti í dag sekt allra fjögurra sakborninga í einu umtalaðasta morðmáli íslandssögunnar, morðinu í Rauðagerði. Sakborningar hlutu töluvert mildari dóma en í Landsrétti. 21. júní 2023 19:53 Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Þetta segir Birgir Olgeirsson fyrrverandi blaðamaður sem á sínum tíma fjallaði ítarlega um Rauðagerðismálið svokallaða. Málinu var gerð skil í Kompás á Vísi á sínum tíma. Nýr veruleiki blasti við í íslensku samfélagi einn sunnudagsmorgun í febrúar 2021 þegar fréttir bárust af kaldrifjuðu morði í Rauðagerði, götu í rólegu fjölskylduhverfi í Reykjavík. Sá myrti var skotinn níu sinnum fyrir utan heimili sitt. Atburðurinn var fordæmalaus, minnti einna helst á aftöku og þótti marka aukna hörku í undirheimum Íslands. Í nýjasta þætti Eftirmála er atburðarásinn rakinn í þessu umfangsmikla morðmáli með Birgi sem fjallaði ítarlega um það á sínum tíma og sat réttarhöldin. Klippa: Eftirmál - Rauðagerðismálið Strax talið að andlátið hefði borið að með saknæmum hætti Stuttu fyrir hádegi þann 14. febrúar árið 2021 birtist eftirfarandi frétt á Vísi undir fyrirsögninni: „Mannslát í Reykjavík til rannsóknar og einn í haldi." Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynning um slasaðan karlmann á fertugsaldri fyrir utan hús í Rauðagerði í Reykjavík. Endurlífgunartilraunir hófust strax á vettvangi og í kjölfarið var hann fluttur á Landspítala. Hann var úrskurðaður látinn stuttu eftir komuna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við fréttastofu að málið sé á viðkvæmu stigi og verst allra fregna að svo stöddu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er talið að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Karlmaður er í haldi lögreglu vegna málsins. Hinn látni og sá sem er í haldi lögreglu eru báðir af erlendum uppruna. Þegar fréttastofa var á vettvangi á tólfta tímanum í dag var tæknideild lögreglunnar að störfum. Studdist hún meðal annars við málmleitartæki og dróna sem sveif yfir vettvangi. Að kvöldi sama dags var greint frá því að karlmaður á fertugsaldri hefði verið handtekinn í Garðabæ og væri í haldi lögreglu í tengslum við málið. Það lá fyrir að málið tengdist uppgjöri í undirheimunum. Spjótin beindust að lekamálinu „Eins og ég man þetta þá voru ekki allir „detailar“ komnir á hreint þarna strax í upphafi,“ rifjar Birgir upp í samtali við Eftirmál. „Síðan byrjar myndin að teiknast aðeins upp, og á sunnudagskvöldið, eða mánudagsmorguninn er að verða nokkuð ljóst hvað þetta er í raun skuggalegt mál.“ Líkt og Birgir bendir á átti morðið sér stað á sama tíma og Covid faraldurinn var í fullum gangi. Lögreglan boðaði til upplýsingafundar þar sem greint var frá því að málið hefði tengingar við skipulagða glæpastarfsemi og að hugsanlega væri um að ræða einhverskonar uppgjör á milli stríðandi fylkinga í undirheimum Reykjavíkur. „Þetta fer að púslast saman og spjótin fara að beinast að hinu svokallaða lekamáli,“ segir Birgir en umrætt lekamál varðaði trúnaðargögn lögreglu þar sem fram kom að Anton Kristinn Þórarinsson, eða Toni, athafnamaður sem oft hefur verið tengdur fyrir undirheimana á Íslandi - hafi um ára bil verið upplýsingagjafi lögreglu. Eftir að þessar upplýsingar láku út fóru ýmsar sögusagnir á kreik, meðal annars um að Anton hefði nýtt sér þetta upplýsingasamband til að koma lögreglu á slóðir annarra í undirheimunum. Átti hann að hafa gert það gegn friðhelgi eða í þeim tilgangi að halda lögreglunni upptekinni – svo þeir væru ekki að fylgjast með honum. Í frétt Fréttablaðsins á sínum tíma kom fram að að Anton hefði séð sig nauðbeygðan til að safna að sér hópi erlendra manna sér til verndar. Fram kom að lekamálið hefði skapað tortryggni og að ástandið í undirheimunum værii orðið mjög eldfimt. Þá kom fram í frétt DV að einn þeirra sem síðar var handtekinn í tenglsum við rannsókn morðsins í Rauðgerði hefði verið hluti af því erlenda vinnuafli sem Anton réði sér til verndar. Hann hafði stöðu sakbornings um tíma, sat í gæsluvarðhaldi og sætti síðar farbanni en var á endum ekki ákærður í málinu. „Það einhvern veginn lekur þarna heillangur doðrantur frá lögreglunni, sem varðar einhverskonar yfirheyrslu eða rannsókn á tengslum við uppljóstrara hjá lögreglunni. Það kemur í ljós að þessi uppljóstrari er Anton Kristinn, eða Toni. Í kjölfarið á þeim fregnum sem leka fer maður að heyra að þetta muni valda miklum titringi í undirheimunum. Maður var kannski ekki alveg að kaupa það, eða maður hafði ekki beint ímyndunarafl til að sjá það fyrir að þetta myndi enda með svona hræðilegum hætti,“ segir Birgir og bætir við: „Ég hefði aldrei haft hugmyndaflug í að þetta gæti gerst.“ Venjulegur fjölskyldufaðir Viku eftir morðið var nafn þess sem ráðinn var bani birt í fjölmiðlum. Hann hét Armando Beqirai og var fæddur árið 1988. Fram kom að hann léti eftir sig eiginkonu og barn. Seinna kom í ljós að eiginkonan og barnið höfðu verið heima þegar Armando var ráðinn bani, auk þess sem að eiginkonan var ófrísk. Í samtali við Eftirmál rifjar Birgir upp að Armando hefði komið til Íslands frá Albaníu. Hann hafði stundað verkmannavinnu á Íslandi, og unnið sem dyravörður í miðbænum, auk þess sem hann rak fyrirtæki sem sá um að „selja“ dyraverði í verktöku fyrir skemmtistaði. „Hann einhvern veginn fléttast inn í þetta mál. Það sem við fengum að heyra af Armando var að hann var maður sem ætti konu og barn á Íslandi, væri búinn að gera upp hús í Rauðagerði og allt sem maður heyrði var að hann var ekkert smá duglegur.“ Nadine Guðrún, annar stjórnenda Eftirmála og Birgir Olgeirsson, blaðamaðurinn sem rætt er við, unnu á sínum tíma að Kompásþætti um undirheimana á Íslandi en einn þátturinn var um morðið í Rauðagerði. Í Eftirmálaþættinum rifjar Nadine upp þegar þau Birgir ræddu við Þórönnu, eiginkonu Armando á sínum tíma. „Þetta leit allt ósköp venjulega út. Þóranna er alveg yndisleg kona, klár, og gott að tala við hana. Hún er menntaður lögfræðingur. En auðvitað spyr fólk sig: Af hverju er hann myrtur af glæpagengi? Hann var fljótt sagður tengjast skipulagðri glæpastarfsemi á einhvern hátt,“ segir Nadine. Í þætti Eftirmála kemur fram að morðinginn, Angjelin Sterkaj, er frá Albanínu og er fæddur árið 1986. Hann hafði verið á Íslandi um í rúmlega sjö ár þegar hann myrti Armando. Fram kom í fréttum á sínum tíma að Angelín hefði verið eftirlýstur í heimalandinu, Albanínu, fyrir vopnað rán og að íslenskum yfirvöldum hefði borist framsalsbeiðni árið 2015. Beiðni albanskra stjórnvalda var hafnað á þeim grundvelli að þetta uppfyllti ekki skilyrði laga um framsal sakamanna þar sem endanlegur dómur lá ekki fyrir. Fengu aldrei almennileg svör Í samtali við Eftirmál bendir Birgir á að í aðdraganda morðsins í Rauðagerði hafi verið mikil spenna í gangi í undirheimunum hér á landi. „Maður vissi ekki nákvæmlega hvað var í gangi. En svo þegar við förum að skoða málið eftir á, þá voru allir á nálum. Það kemur í ljós að lögreglan er með upplýsingar um að Angjelin hafi verið með skotvopn á sér. Hann var eftirlýstur í heimlandinu og það var komin framsalsbeiðni á hann,“ segir hann. „Við vitum ekki nákvæmlega hvað var að stoppa lögregluna, af hverju lögreglan var ekki að gera neitt. Við fengum aldrei almennileg svör við því.“ Albanskir fjölmiðlar fjölluðu talsvert um Rauðagerðismálið á sínum tíma og greindu frá því aðAngelin væri góðkunningi lögreglunnar í heimalandi sínu. Í viðtali sem birtist í fyrrnefndum þætti Kompás á sínum tíma sagði Þóranna, ekkja Armando, hvað hún hefði aldrei orðið vör við neitt sem tengdi Armando við skipulagða glæpastarfsemi. Hún hefði engu að síður áttað sig á því að það væru deilur á milli aðila í dyravarðabransanum, sem Armando var í. Í þættinum er reifuð sú umfangsmikla lögreglurannsókn sem ráðist var í á sínum tíma. Á tímabili voru þrettán manns í gæsluvarðhaldi, eða handteknir á einhverjum tímapunkti. „Og þá fer í raun að koma mikill skjálfti í samfélagið man ég. Það er það mikill skjálfti að lögreglan sér sig knúna til að koma fram í fjölmiðlum og segja að venjulegt fólk þurfi ekki að hafa áhyggjur af öryggi sínu úti í samfélaginu. Þetta var mjög súrrealískur tími. Og það leiðir í rauninni til þess að við förum að ræða þetta mál svolítið mikið; hvað það er í rauninni kominn rosalega mikil harka í undirheimana,“ segir Birgir. Hann bendir á að á þessum tíma hafi vissulega komið upp alvarleg mál hér á landi sem tengdust frelsisviptingum og hrottalegu ofbeldi. Þetta mál var hins vegar af allt annari stærðargráðu. Það var síðan í mars 2021 að greint var frá því á blaðamannafundi lögreglunnar að Angjelin hefði játað á sig morðið. Á endanum voru þrír aðrir ákærðir vegna málsins, auk Angjelín. Kærasta Angjelin, sem er frá Portúgal, var þar á meðal og var hún grunuð um að hafa elt Armando kvöldið örlagaríka. Tveir karlmenn til viðbótar, báðir frá Albaníu, voru einnig ákærðir en annar þeirra var vinur þess myrta en hinn Albaninn var í bíl með Angjelin kvöldið sem Armando var myrtur. Fyrir dómi sagðist Angjelin hafa verið einn að verki og hin þrjú neituðu alfarið sök. Birgir sat í dómsalnum við meðferð málsins og segir frá því i þættinum að verjandi Angjelins hafi haldið því fram að hann hefði orðið að drepa hann í sjálfsvörn. Nokkuð ljóst er að Angjelin var ekki einn að verki, þó hann hann hafi haldið því fram sjálfur fyrir dómi. „Hann vill ennþá meina það, allavega verjandinn hans, að hann hefði haft ríka ástæðu til að óttast um líf sitt, og hann vildi líka meina að þetta hefði verið þáttur í sjálfsvörn.“ Í þættinum er aðalmeðferð málsins fyrir héraðdómi rifjuð upp, en hún hófst þann 13.september 2021. Aðalmeðferðin tók fjóra daga, hátt í fjörtíu vitni mættu fyrir dóminn og vakti það athygli að lögreglan hafði talsverðan viðbúnað við dómshúsið.Lögreglumenn biðu í bíl fyrir utan Héraðsdóm Reykjavíkur á meðan skýrslur voru teknar af vitnum. „Lögreglan vildi ekki svara spurningum fréttastofu varðandi viðbúnað sinn. Eftir því sem fréttastofa kemst næst þá er þessi viðvera hennar til að tryggja öryggi þeirra vitna sem kölluð voru fyrir dóminn í dag. Vitnin tengjast Rauðagerðismálinu með ólíkum hætti og hafa mismunandi bakgrunn,“ kom fram í frétt Vísis á sínum tíma. Einsdæmi í íslenskri réttarsögu Þann 21. október var Angjelin Sterkaj síðan dæmdur í sextán ára fangelsi en hin þrjú sem voru ákærð, Claudia Sofia Coelho Carvalho, Murat Selivrada og Shpetim Qerimi, voru sýknuð af kröfum ákæruvaldsins. Angjelin var dæmdur til að greiða Þórönnu Helgu, ekkju Armandos, fjórar milljónir króna í miskabætur, 27 milljónir vegna missis framfærslu og rúm 500 þúsund vegna útfarar. Var hann einnig dæmdur til að greiða syni þeirra Þórönnu og Armandos 7 milljónir vegna missis framfærslu og þrjár milljónir í miskabætur. Þá var hann dæmdur til að greiða nýfæddri dóttur þeirra þrjár milljónir króna í miskabætur og rétt tæpar átta milljónir vegna missis framfærslu. Þá hefur hann verið dæmdur til að greiða foreldrum Armandos hvoru um sig þrjár milljónir í miskabætur. Landsréttur sneri sýknudóminum yfir þremenningunum við og dæmdi öll þrjú í fjórtán ára fangelsi fyrir samverknað. Auk þess þyngdi Landsréttur dóminn yfir Angjelin í tuttugu ár. Í dómi Landsréttar segir orðrétt: „Mál þetta á sér ekki hliðstæðu í íslenskri réttarsögu á síðari tímum.” Þar segir jafnframt að ásetningur Angjelin til drápsins hafi verið einbeittur og hafi ekki helgast af neyðarvörn. Dómurinn segir enn fremur að þau Claudia, Murat og Sheptim hafi hlotið að vera ljóst, að virtum gögnum málsins, að langlíklegast væri að Angjelin hygðist ráða Armando Beqirai af dögum. Í júní 2023 staðfesti Hæstiréttur síðan sekt allra fjögurra sakborninga. Sakborningarnir hlutu töluvert mildari dóma en í Landsrétti; Angjelin var dæmdur í sextán ára fangelsi, Claudia fékk þriggja ára dóm, Murat fjögurra og Shpetim tíu ára. Í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 sagði Oddgeir Einarsson, skipaður verjandi Angjelin, að niðurstaðan hefði verið nokkuð fyrirsjáanleg. Þegar málskotsbeiðni Angjelins var send Hæstarétti sagði í áliti ríkissaksóknara að hugsanlega hafi skort lagaheimild til að þyngja dóm hans í tuttugu ár. „Skjólstæðingur minn vildi reyndar meina að það væru refsimildunarástæður sem virðist ekki hafa verið fallist á en ég er ekki búinn að lesa dóminn.“ Lifandi dæmi um hörkuna í undirheimunum Í þættinum velta þær Þórhildur og Nadine einnig fyrir með umfangi skipulagðrar glæpastarfsemi -út frá Rauðagerðismálinu. „Þetta birtist til dæmis í tugmilljarða fíkniefnaviðskiptum og tryggingasvikum. Það eru þannig brot sem einkenna undirheima Íslands í dag,“ segir Nadine. „Og eitt sem mér fannst mest áhugavert í þessu eru tryggingasvikin. Í Kompásþættinum fjölluðum við til dæmis um einn glæpahópinn sem hafði svikið út á þriðja hundruð milljónir af íslensku tryggingafélagi. Þetta voru þá útlendingar sem komu hingað til landsins gagngert til að klessa bíla. Þeir klesstu trekk í trekk á ljósastaura og fengu bætur. Það endaði þannig að eitt tryggingafélagið fór að sjá mynstur og þá kom í ljós þessi þrjú hundruð milljón króna svik.“ „Lögreglan hefur gefið það út að það sé aukin harka í undirheimum landsins og Rauðagerðismálið er auðvitað lifandi dæmi um það,“ segir Þórhildur jafnframt. Að neðan má sjá umfjöllun Kompás frá árinu 2021.
Eftirmál Morð í Rauðagerði Lögreglumál Dómsmál Tengdar fréttir Hæstiréttur lækkaði laun verjenda um margar milljónir Formaður Lögmannafélags Íslands segir aukna tilhneigingu dómstóla til þess að virða framlagðar tímaskýrslur verjenda að vettugi hættulega þróun. Svo gæti farið að aðeins þeir efnameiri fái góða málsvörn í sakamálum. 23. júní 2023 14:02 „Betra en að vera dæmdur í fjórtán ára fangelsi“ Hæstiréttur staðfesti í dag sekt allra fjögurra sakborninga í einu umtalaðasta morðmáli íslandssögunnar, morðinu í Rauðagerði. Sakborningar hlutu töluvert mildari dóma en í Landsrétti. 21. júní 2023 19:53 Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Hæstiréttur lækkaði laun verjenda um margar milljónir Formaður Lögmannafélags Íslands segir aukna tilhneigingu dómstóla til þess að virða framlagðar tímaskýrslur verjenda að vettugi hættulega þróun. Svo gæti farið að aðeins þeir efnameiri fái góða málsvörn í sakamálum. 23. júní 2023 14:02
„Betra en að vera dæmdur í fjórtán ára fangelsi“ Hæstiréttur staðfesti í dag sekt allra fjögurra sakborninga í einu umtalaðasta morðmáli íslandssögunnar, morðinu í Rauðagerði. Sakborningar hlutu töluvert mildari dóma en í Landsrétti. 21. júní 2023 19:53