Salóme Jórunn Bernharðsdóttir segir tíðindalítið af svæðinu. Skjálftar hafa verið fáir, eða rétt um tíu skjálftar á umbrotasvæðinu í nótt.
Hún hún segir að líklega muni það taka um þrjá daga frá því kvikuhlaupið varð á laugardag uns sömu stöðu er náð í kvikusöfnun undir Svartsengi. Þá segir Salóme að einnig hafi vaknað spurningar um hvort einhverjar breytingar hafi orðið á kerfinu sem slíku þegar kvikan hljóp síðast.
Það verði hinsvegar að koma í ljós síðar.