HM í frjálsum íþróttum innanhúss fer um þessar mundir fram í Glasgow í Skotlandi. Þar náði McLeod sínum besta árangir á tímabilinu þegar hann stökk 8,21 metra.
Dugði það til að komast á verðlaunapall en McLeod nældi í brons. Hann er fyrsti Jamaíkumaðurinn sem kemst á verðlaunapall í langstökki innanhúss í 20 ár. Árangurinn vakti hins vegar ekki mesta athygli en myndband af einu stökki McLeod hefur það hins vegar.
Hvort McLeod hafi farið of snemma af stað er óljóst en starfsmenn mótsins voru enn að jafna út sandinn sem stokkið er í og minnstu munaði að Jamaíkumaðurinn hefði lent á hrífum sem notaður eru til verksins.