Fabrizio Romano sagður fá borgað fyrir að tjá sig um ákveðna aðila Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. mars 2024 22:15 Fabrizio Romano þekkja flest þau sem fylgjast með knattspyrnu enda verið gríðarlega vinsæll á samfélagsmiðlum undanfarin ár. B/R Football Fabrizio Romano, maðurinn sem er ávallt með puttann á púlsinum þegar kemur að félagaskiptum innan knattspyrnuheimsins, er sagður bjóða liðum og leikmönnum umfjöllun gegn greiðslu. Er hann sakaður um að dreifa því sem kalla mætti „falsfréttir“ svo lengi sem hann fær borgað. Það er Tipsbladet í Danmörku sem greinir frá þessu en ástæðan fyrir umfjöllun blaðsins um starfsemi Romano er umfjöllun hans um sænska undrabarnið Roony Bardghji hjá FC Kaupmannahöfn. Sá skoraði til að mynda sigurmark í ótrúlegum 3-2 sigri á Manchester United í Meistaradeild Evrópu fyrir ekki svo löngu síðan. Roony hefur hins vegar ekki átt upp á dekk hjá Jacob Neestrup, þjálfara FCK, eftir að danska deildin sneri til baka eftir jólafrí. Roony kom inn af bekknum í 2-0 tapinu gegn Midtjylland í gær, föstudag, en þurfti að sætta sig við að bekkjarsetu í sigrum á Nordsjælland og Silkeborg sem og tapi gegn Manchester City í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Romano tjáði sig nýverið um stöðu Roony í Kaupmannahöfn og sagði hann sitja á bekknum þar sem vængmaðurinn neitaði að framlengja samning sinn í höfuðborg Danmerkur. Núverandi samningur hins 18 ára gamla Roony rennur út sumarið 2025. Roony Bardghji, strange case for one of best talents in Europe. From being top scorer with 10 goals for Copenhagen to zero minutes in first games of 2024.Reason is that Bardghji has no intention to sign new long term deal from the summer, he will only have 18 months pic.twitter.com/Ywed0GVJch— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 28, 2024 Forráðamenn FCK hafa opinberlega neitað þessum ásökunum en óvænt umfjöllun Romano um mál Roony fékk Troels Bager Thogersen hjá Tipsbladet, til að hefja rannsókn á Romano og teymi hans. Thogersen segir að Romano, og þeir sem með honum vinna, hafi verið í sambandi við lið og leikmenn í von um að fá borgað verði leikmaðurinn, eða félagið, nefndur á samfélagsmiðlum Romano. Þá segir Thogersen það ljóst að umboðskrifstofa Roony hafi „plantað“ orðræðunni um samningsmál leikmannsins og bekkjarsetu hans. „Ég veit að Romano er líkt og guð á samfélagsmiðlum. Ég veit líka að oft fær hann upplýsingar sínar frá umboðsmönnum og er í raun bara að básúna þeirra hagsmunum. Það er mjög svo staðan í máli Roony. Þetta er ekki blaðamennska og það er helsti punkturinn hér. Það sem virðist vera blaðamennska er rekið af áfram af fjárhagslegum ávinningi.“ Þá hafa norskir fjölmiðlar einnig fjallað um málið. Á vef Idrettspolitikk segir að Romano hafi í gegnum þriðja aðila boðið norska knattspyrnufélaginu Vålerenga umfjöllun, og orðróma, um ákveðna leikmenn gegn greiðslu. Did Fabrizio Romano approach Valerenga via a third party to spread rumours about players in return for money?@aselliaas with more, via @Idrettspolitik1.https://t.co/jM8G6PPqdz— Samindra Kunti (@samindrakunti) March 1, 2024 Tipsbladet hefur boðið hinum 31 árs gamla Romano að segja sína hlið en hann hefur ekki viljað veita viðtal. Fótbolti Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Sjá meira
Er hann sakaður um að dreifa því sem kalla mætti „falsfréttir“ svo lengi sem hann fær borgað. Það er Tipsbladet í Danmörku sem greinir frá þessu en ástæðan fyrir umfjöllun blaðsins um starfsemi Romano er umfjöllun hans um sænska undrabarnið Roony Bardghji hjá FC Kaupmannahöfn. Sá skoraði til að mynda sigurmark í ótrúlegum 3-2 sigri á Manchester United í Meistaradeild Evrópu fyrir ekki svo löngu síðan. Roony hefur hins vegar ekki átt upp á dekk hjá Jacob Neestrup, þjálfara FCK, eftir að danska deildin sneri til baka eftir jólafrí. Roony kom inn af bekknum í 2-0 tapinu gegn Midtjylland í gær, föstudag, en þurfti að sætta sig við að bekkjarsetu í sigrum á Nordsjælland og Silkeborg sem og tapi gegn Manchester City í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Romano tjáði sig nýverið um stöðu Roony í Kaupmannahöfn og sagði hann sitja á bekknum þar sem vængmaðurinn neitaði að framlengja samning sinn í höfuðborg Danmerkur. Núverandi samningur hins 18 ára gamla Roony rennur út sumarið 2025. Roony Bardghji, strange case for one of best talents in Europe. From being top scorer with 10 goals for Copenhagen to zero minutes in first games of 2024.Reason is that Bardghji has no intention to sign new long term deal from the summer, he will only have 18 months pic.twitter.com/Ywed0GVJch— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 28, 2024 Forráðamenn FCK hafa opinberlega neitað þessum ásökunum en óvænt umfjöllun Romano um mál Roony fékk Troels Bager Thogersen hjá Tipsbladet, til að hefja rannsókn á Romano og teymi hans. Thogersen segir að Romano, og þeir sem með honum vinna, hafi verið í sambandi við lið og leikmenn í von um að fá borgað verði leikmaðurinn, eða félagið, nefndur á samfélagsmiðlum Romano. Þá segir Thogersen það ljóst að umboðskrifstofa Roony hafi „plantað“ orðræðunni um samningsmál leikmannsins og bekkjarsetu hans. „Ég veit að Romano er líkt og guð á samfélagsmiðlum. Ég veit líka að oft fær hann upplýsingar sínar frá umboðsmönnum og er í raun bara að básúna þeirra hagsmunum. Það er mjög svo staðan í máli Roony. Þetta er ekki blaðamennska og það er helsti punkturinn hér. Það sem virðist vera blaðamennska er rekið af áfram af fjárhagslegum ávinningi.“ Þá hafa norskir fjölmiðlar einnig fjallað um málið. Á vef Idrettspolitikk segir að Romano hafi í gegnum þriðja aðila boðið norska knattspyrnufélaginu Vålerenga umfjöllun, og orðróma, um ákveðna leikmenn gegn greiðslu. Did Fabrizio Romano approach Valerenga via a third party to spread rumours about players in return for money?@aselliaas with more, via @Idrettspolitik1.https://t.co/jM8G6PPqdz— Samindra Kunti (@samindrakunti) March 1, 2024 Tipsbladet hefur boðið hinum 31 árs gamla Romano að segja sína hlið en hann hefur ekki viljað veita viðtal.
Fótbolti Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Sjá meira