Lýsir yfir stuðningi við Bashar: „Ætlum við aldrei að læra neitt?“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 2. mars 2024 08:56 Myndband Þrastar hefur vakið athygli. Tæplega tíu þúsund áhorf eru á því. Skjáskot/Vísir/Vilhelm Þröstur Leó Gunnarsson leikari fór hörðum orðum um þátttöku Íslands í Eurovision í ljósi átakanna á Gasa í stuðningsyfirlýsingu við Palestínumanninn Bashar Murad, sem hann birti á TikTok reikningi dóttur sinnar í gærkvöldi. Lokakvöld Söngvakeppni RÚV fer fram í kvöld. Samkvæmt vef EurovisionWorld er Palestínumanninum Bashar Murad spáð sigri með laginu Wild West. Þá er Íslandi spáð þriðja sæti í Eurovision samkvæmt vefnum. Miklar umræður hafa skapast vegna þátttöku Íslands í Eurovision meðan Ísrael fær að taka þátt. Hafa einhverjir heitið sniðgöngu en aðrir sagst ætla að fylgjast með Söngvakeppninni sem stuðningur við Bashar. Gagnrýnir aðgerðaleysi Þröstur Leó gagnrýndi þátttöku Íslands í keppninni í ljósi fjöldamorðanna sem nú fara fram á Gasa af völdum Ísraelshers. Þá lýsti hann yfir stuðningi við Bashar, og sagðist ætla að styðja hann heils hugar þrátt fyrir að hann myndi ekki fylgjast með keppninni. „Ég get orðið svo ógeðslega reiður yfir öllu þessu rugli sem er í gangi. Það er verið að murka lífið úr konum, börnum og mönnum þarna úti í Palestínu,“ segir hann í upphafi. „Og við erum að fara að keppa í einhverri söngvakeppni, Eurovision söngvakeppni, þar sem Ísraelsmönnum er leyft að taka þátt bara eins og ekkert sé. Bara hæ,“ segir hann með hæðnistón í röddinni. „Og þetta er ömurlegt. Þetta er bara fáránlegt að þetta skuli geta skeð 2024. Ég veit ekki hvað, ætlum við aldrei að læra neitt? Og ætlum við bara að leyfa þetta? Við erum ekki einu sinni að sækja þetta fólk sem er með landvistarleyfi hérna á landinu.“ „Ætla að styðja hann þúsund prósent“ Þá segist hann hafa ákveðið að hann ætli ekki að fylgjast með keppninni, sem hann lýsir sem rugli. „En ég ætla hins vegar að styðja hann Bashar Murad. Já, ég ætla að gera það og það er mín sannfæring. Ég ætla að styðja hann margoft og ég ætla að styðja hann þúsund prósent,“ segir Þröstur. „En hugsið bara aðeins málið. Hugsið bara aðeins í hvaða stöðu þetta fólk er. Og eigum við að láta þetta bara viðgangast eins og bara, allt í gúddí? Nei,“ segir hann í lokin. Myndbandið má sjá hér að neðan. @worlds.most.punk.rockmom #palestine #fyp original sound Eurovision Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísland skýst upp í veðbönkum: Einvígið gæti komið í bakið á Bashar Ísland hefur á rúmri viku skotist upp um fimm sæti í veðbönkum þar sem spáð er fyrir um gengi laganna í Eurovision-söngvakeppninni. Menn eru löngu hættir að spá í það hvort Söngvakeppnin sé sjálfstætt fyrirbæri, menn beintengja hana við þátttöku í Eurovision. 29. febrúar 2024 11:27 Forseti Ísraels leggur mikla áherslu á þátttöku í Eurovision Isaac Herzog forseti Ísrael segir að landið verði að eiga fulltrúa í Eurovision í ár. Hann segir marga hatara vilja reka fulltrúa landsins af sviði. 26. febrúar 2024 10:38 Skilur gremjuna í garð RÚV, kýs sniðgöngu en vill líka atkvæðin Andrean Sigurgeirsson, sem sér um kóreógrafíu og sviðsetningu í atriði Bashar Murad í Söngvakeppninni á RÚV, vill að Ísland sniðgangi Eurovision í ár. Hann skilur gremju í garð RÚV en hvetur skoðanabræður sína til að kveikja á Ríkissjónvarpinu í kvöld og kjósa vin sinn. 24. febrúar 2024 07:01 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál Sjá meira
Lokakvöld Söngvakeppni RÚV fer fram í kvöld. Samkvæmt vef EurovisionWorld er Palestínumanninum Bashar Murad spáð sigri með laginu Wild West. Þá er Íslandi spáð þriðja sæti í Eurovision samkvæmt vefnum. Miklar umræður hafa skapast vegna þátttöku Íslands í Eurovision meðan Ísrael fær að taka þátt. Hafa einhverjir heitið sniðgöngu en aðrir sagst ætla að fylgjast með Söngvakeppninni sem stuðningur við Bashar. Gagnrýnir aðgerðaleysi Þröstur Leó gagnrýndi þátttöku Íslands í keppninni í ljósi fjöldamorðanna sem nú fara fram á Gasa af völdum Ísraelshers. Þá lýsti hann yfir stuðningi við Bashar, og sagðist ætla að styðja hann heils hugar þrátt fyrir að hann myndi ekki fylgjast með keppninni. „Ég get orðið svo ógeðslega reiður yfir öllu þessu rugli sem er í gangi. Það er verið að murka lífið úr konum, börnum og mönnum þarna úti í Palestínu,“ segir hann í upphafi. „Og við erum að fara að keppa í einhverri söngvakeppni, Eurovision söngvakeppni, þar sem Ísraelsmönnum er leyft að taka þátt bara eins og ekkert sé. Bara hæ,“ segir hann með hæðnistón í röddinni. „Og þetta er ömurlegt. Þetta er bara fáránlegt að þetta skuli geta skeð 2024. Ég veit ekki hvað, ætlum við aldrei að læra neitt? Og ætlum við bara að leyfa þetta? Við erum ekki einu sinni að sækja þetta fólk sem er með landvistarleyfi hérna á landinu.“ „Ætla að styðja hann þúsund prósent“ Þá segist hann hafa ákveðið að hann ætli ekki að fylgjast með keppninni, sem hann lýsir sem rugli. „En ég ætla hins vegar að styðja hann Bashar Murad. Já, ég ætla að gera það og það er mín sannfæring. Ég ætla að styðja hann margoft og ég ætla að styðja hann þúsund prósent,“ segir Þröstur. „En hugsið bara aðeins málið. Hugsið bara aðeins í hvaða stöðu þetta fólk er. Og eigum við að láta þetta bara viðgangast eins og bara, allt í gúddí? Nei,“ segir hann í lokin. Myndbandið má sjá hér að neðan. @worlds.most.punk.rockmom #palestine #fyp original sound
Eurovision Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísland skýst upp í veðbönkum: Einvígið gæti komið í bakið á Bashar Ísland hefur á rúmri viku skotist upp um fimm sæti í veðbönkum þar sem spáð er fyrir um gengi laganna í Eurovision-söngvakeppninni. Menn eru löngu hættir að spá í það hvort Söngvakeppnin sé sjálfstætt fyrirbæri, menn beintengja hana við þátttöku í Eurovision. 29. febrúar 2024 11:27 Forseti Ísraels leggur mikla áherslu á þátttöku í Eurovision Isaac Herzog forseti Ísrael segir að landið verði að eiga fulltrúa í Eurovision í ár. Hann segir marga hatara vilja reka fulltrúa landsins af sviði. 26. febrúar 2024 10:38 Skilur gremjuna í garð RÚV, kýs sniðgöngu en vill líka atkvæðin Andrean Sigurgeirsson, sem sér um kóreógrafíu og sviðsetningu í atriði Bashar Murad í Söngvakeppninni á RÚV, vill að Ísland sniðgangi Eurovision í ár. Hann skilur gremju í garð RÚV en hvetur skoðanabræður sína til að kveikja á Ríkissjónvarpinu í kvöld og kjósa vin sinn. 24. febrúar 2024 07:01 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál Sjá meira
Ísland skýst upp í veðbönkum: Einvígið gæti komið í bakið á Bashar Ísland hefur á rúmri viku skotist upp um fimm sæti í veðbönkum þar sem spáð er fyrir um gengi laganna í Eurovision-söngvakeppninni. Menn eru löngu hættir að spá í það hvort Söngvakeppnin sé sjálfstætt fyrirbæri, menn beintengja hana við þátttöku í Eurovision. 29. febrúar 2024 11:27
Forseti Ísraels leggur mikla áherslu á þátttöku í Eurovision Isaac Herzog forseti Ísrael segir að landið verði að eiga fulltrúa í Eurovision í ár. Hann segir marga hatara vilja reka fulltrúa landsins af sviði. 26. febrúar 2024 10:38
Skilur gremjuna í garð RÚV, kýs sniðgöngu en vill líka atkvæðin Andrean Sigurgeirsson, sem sér um kóreógrafíu og sviðsetningu í atriði Bashar Murad í Söngvakeppninni á RÚV, vill að Ísland sniðgangi Eurovision í ár. Hann skilur gremju í garð RÚV en hvetur skoðanabræður sína til að kveikja á Ríkissjónvarpinu í kvöld og kjósa vin sinn. 24. febrúar 2024 07:01