Þetta kemur fram í fréttaskeyti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í miðborginni var lögreglu einnig tilkynnt um líkamsárás.
Á sömu lögreglustöð var ökumaður stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna en var látinn laus eftir hefðbundið ferli.
Á lögreglustöð 2, sem sinnir málum í Kópavogi og Breiðholti, var tilkynnt um slagsmál fyrir utan krá.
Þá var ökumaður stöðvaður á þjónustusvæði lögreglustöðvar 4, sem sinnir málum í efri byggðum Reykjavíkur og í Mosfellsbæ, grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Sá reyndist einnig sviptur ökuréttindum en var látinn laus eftir hefðbundið ferli.