Hætt við aftöku vegna ítrekaðra mistaka Samúel Karl Ólason skrifar 29. febrúar 2024 18:30 Thomas Eugene Creech lá á þessu borði í klukkutíma í gær meðan reynt var að taka hann af lífi. AP Aftöku raðmorðingjans Thomas Eugene Creech í Idaho í Bandaríkjunum var frestað um óákveðinn tíma í gær. Sú ákvörðun var tekin eftir að læknateymi mistókst að finna æð sem hægt væri að dæla lyfjablöndunni sem átti að draga hann til dauða í. Creech er 73 ára gamall og hefur setið í fangelsi í hálfa öld. Hann er einn af þeim föngum í Bandaríkjunum sem setið hefur hvað lengt í fangelsi eftir dauðadóm. Hann hefur verið dæmdur fyrir fimm morð og er grunaður um fleiri en til stóð að taka hann af lífi klukkan tíu í gærmorgun. Til stóð að taka Creech af lífi fyrir morð á samfanga árið 1981. Þá barði hann fatlaðan fanga til bana. Eftir að sjálfboðaliðar vörðu tæpri klukkustund í að reyna og misheppnast átta sinnum að þræða nál í æð Creech, var aftökunni frestað. Creech var fluttur aftur í klefa sinn en enginn veit hve lengi hann verður þar. Aftökuleyfið, ef svo má segja, rann út í gærkvöldi og lögmenn Creech kröfðust þess um leið að ekki yrði veitt annað leyfi. Vísuðu þeir meðal annars til mistakanna og sögðu fangelsismálakerfi Idaho ekki geta tryggt mannúðlega aftöku í tak við stjórnarskrá. Mótmælendur fyrir utan fangelsið í Kuna í Idaho í gær.AP/Sarah A. Miller Í frétt AP fréttaveitunnar er haft eftir sérfræðingum að ýmsar ástæður geti verið fyrir því að aftakan hafi misheppnast. Vatnsskortur í líkama Creech gæti hafa leitt til vandræðanna, stress, hiti og ýmislegt annað getur einnig hafa spilað inní. Lögmenn Creech segja hann hafa glímt við nokkra heilsukvilla að undanförnu. Þar á meðal sykursýki, háan blóðþrýsting og bjúg, sem allt getur gert erfiðara að finna æð til að þræða. Þrír sjálfboðaliðar reyndu að þræða æðina en samkvæmt reglum Idaho þurfa viðkomandi að hafa starfað innan heilbrigðisgeirans í minnst þrjú ár. Sjálfboðaliðarnir gætu hafa verið sjúkraflutningamenn og það tiltölulega reynslulitlir. Fjölmörg lyfjafyrirtæki hafa meinað yfirvöldum í Bandaríkjunum á undanförnum árum að nota vörur þeirra við aftökur. Síðasta aftaka í Idaho var framkvæmd árið 2012 en þá flaug starfsmaður fangelsisyfiralda ríkisins til Washington þar sem hann keypti lyf fyrir aftökuna í apóteki með reiðufé. Þingmenn í Idaho hafa heimilað aftökur með skotsveitum, þegar lyf eru ekki í boði, og hefur verið gripið til samskonar aðgerða í öðrum ríkjum þar sem aftökur eru leyfilegar. Bandaríkin Dauðarefsingar Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sjá meira
Creech er 73 ára gamall og hefur setið í fangelsi í hálfa öld. Hann er einn af þeim föngum í Bandaríkjunum sem setið hefur hvað lengt í fangelsi eftir dauðadóm. Hann hefur verið dæmdur fyrir fimm morð og er grunaður um fleiri en til stóð að taka hann af lífi klukkan tíu í gærmorgun. Til stóð að taka Creech af lífi fyrir morð á samfanga árið 1981. Þá barði hann fatlaðan fanga til bana. Eftir að sjálfboðaliðar vörðu tæpri klukkustund í að reyna og misheppnast átta sinnum að þræða nál í æð Creech, var aftökunni frestað. Creech var fluttur aftur í klefa sinn en enginn veit hve lengi hann verður þar. Aftökuleyfið, ef svo má segja, rann út í gærkvöldi og lögmenn Creech kröfðust þess um leið að ekki yrði veitt annað leyfi. Vísuðu þeir meðal annars til mistakanna og sögðu fangelsismálakerfi Idaho ekki geta tryggt mannúðlega aftöku í tak við stjórnarskrá. Mótmælendur fyrir utan fangelsið í Kuna í Idaho í gær.AP/Sarah A. Miller Í frétt AP fréttaveitunnar er haft eftir sérfræðingum að ýmsar ástæður geti verið fyrir því að aftakan hafi misheppnast. Vatnsskortur í líkama Creech gæti hafa leitt til vandræðanna, stress, hiti og ýmislegt annað getur einnig hafa spilað inní. Lögmenn Creech segja hann hafa glímt við nokkra heilsukvilla að undanförnu. Þar á meðal sykursýki, háan blóðþrýsting og bjúg, sem allt getur gert erfiðara að finna æð til að þræða. Þrír sjálfboðaliðar reyndu að þræða æðina en samkvæmt reglum Idaho þurfa viðkomandi að hafa starfað innan heilbrigðisgeirans í minnst þrjú ár. Sjálfboðaliðarnir gætu hafa verið sjúkraflutningamenn og það tiltölulega reynslulitlir. Fjölmörg lyfjafyrirtæki hafa meinað yfirvöldum í Bandaríkjunum á undanförnum árum að nota vörur þeirra við aftökur. Síðasta aftaka í Idaho var framkvæmd árið 2012 en þá flaug starfsmaður fangelsisyfiralda ríkisins til Washington þar sem hann keypti lyf fyrir aftökuna í apóteki með reiðufé. Þingmenn í Idaho hafa heimilað aftökur með skotsveitum, þegar lyf eru ekki í boði, og hefur verið gripið til samskonar aðgerða í öðrum ríkjum þar sem aftökur eru leyfilegar.
Bandaríkin Dauðarefsingar Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sjá meira