Hætt við aftöku vegna ítrekaðra mistaka Samúel Karl Ólason skrifar 29. febrúar 2024 18:30 Thomas Eugene Creech lá á þessu borði í klukkutíma í gær meðan reynt var að taka hann af lífi. AP Aftöku raðmorðingjans Thomas Eugene Creech í Idaho í Bandaríkjunum var frestað um óákveðinn tíma í gær. Sú ákvörðun var tekin eftir að læknateymi mistókst að finna æð sem hægt væri að dæla lyfjablöndunni sem átti að draga hann til dauða í. Creech er 73 ára gamall og hefur setið í fangelsi í hálfa öld. Hann er einn af þeim föngum í Bandaríkjunum sem setið hefur hvað lengt í fangelsi eftir dauðadóm. Hann hefur verið dæmdur fyrir fimm morð og er grunaður um fleiri en til stóð að taka hann af lífi klukkan tíu í gærmorgun. Til stóð að taka Creech af lífi fyrir morð á samfanga árið 1981. Þá barði hann fatlaðan fanga til bana. Eftir að sjálfboðaliðar vörðu tæpri klukkustund í að reyna og misheppnast átta sinnum að þræða nál í æð Creech, var aftökunni frestað. Creech var fluttur aftur í klefa sinn en enginn veit hve lengi hann verður þar. Aftökuleyfið, ef svo má segja, rann út í gærkvöldi og lögmenn Creech kröfðust þess um leið að ekki yrði veitt annað leyfi. Vísuðu þeir meðal annars til mistakanna og sögðu fangelsismálakerfi Idaho ekki geta tryggt mannúðlega aftöku í tak við stjórnarskrá. Mótmælendur fyrir utan fangelsið í Kuna í Idaho í gær.AP/Sarah A. Miller Í frétt AP fréttaveitunnar er haft eftir sérfræðingum að ýmsar ástæður geti verið fyrir því að aftakan hafi misheppnast. Vatnsskortur í líkama Creech gæti hafa leitt til vandræðanna, stress, hiti og ýmislegt annað getur einnig hafa spilað inní. Lögmenn Creech segja hann hafa glímt við nokkra heilsukvilla að undanförnu. Þar á meðal sykursýki, háan blóðþrýsting og bjúg, sem allt getur gert erfiðara að finna æð til að þræða. Þrír sjálfboðaliðar reyndu að þræða æðina en samkvæmt reglum Idaho þurfa viðkomandi að hafa starfað innan heilbrigðisgeirans í minnst þrjú ár. Sjálfboðaliðarnir gætu hafa verið sjúkraflutningamenn og það tiltölulega reynslulitlir. Fjölmörg lyfjafyrirtæki hafa meinað yfirvöldum í Bandaríkjunum á undanförnum árum að nota vörur þeirra við aftökur. Síðasta aftaka í Idaho var framkvæmd árið 2012 en þá flaug starfsmaður fangelsisyfiralda ríkisins til Washington þar sem hann keypti lyf fyrir aftökuna í apóteki með reiðufé. Þingmenn í Idaho hafa heimilað aftökur með skotsveitum, þegar lyf eru ekki í boði, og hefur verið gripið til samskonar aðgerða í öðrum ríkjum þar sem aftökur eru leyfilegar. Bandaríkin Dauðarefsingar Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Creech er 73 ára gamall og hefur setið í fangelsi í hálfa öld. Hann er einn af þeim föngum í Bandaríkjunum sem setið hefur hvað lengt í fangelsi eftir dauðadóm. Hann hefur verið dæmdur fyrir fimm morð og er grunaður um fleiri en til stóð að taka hann af lífi klukkan tíu í gærmorgun. Til stóð að taka Creech af lífi fyrir morð á samfanga árið 1981. Þá barði hann fatlaðan fanga til bana. Eftir að sjálfboðaliðar vörðu tæpri klukkustund í að reyna og misheppnast átta sinnum að þræða nál í æð Creech, var aftökunni frestað. Creech var fluttur aftur í klefa sinn en enginn veit hve lengi hann verður þar. Aftökuleyfið, ef svo má segja, rann út í gærkvöldi og lögmenn Creech kröfðust þess um leið að ekki yrði veitt annað leyfi. Vísuðu þeir meðal annars til mistakanna og sögðu fangelsismálakerfi Idaho ekki geta tryggt mannúðlega aftöku í tak við stjórnarskrá. Mótmælendur fyrir utan fangelsið í Kuna í Idaho í gær.AP/Sarah A. Miller Í frétt AP fréttaveitunnar er haft eftir sérfræðingum að ýmsar ástæður geti verið fyrir því að aftakan hafi misheppnast. Vatnsskortur í líkama Creech gæti hafa leitt til vandræðanna, stress, hiti og ýmislegt annað getur einnig hafa spilað inní. Lögmenn Creech segja hann hafa glímt við nokkra heilsukvilla að undanförnu. Þar á meðal sykursýki, háan blóðþrýsting og bjúg, sem allt getur gert erfiðara að finna æð til að þræða. Þrír sjálfboðaliðar reyndu að þræða æðina en samkvæmt reglum Idaho þurfa viðkomandi að hafa starfað innan heilbrigðisgeirans í minnst þrjú ár. Sjálfboðaliðarnir gætu hafa verið sjúkraflutningamenn og það tiltölulega reynslulitlir. Fjölmörg lyfjafyrirtæki hafa meinað yfirvöldum í Bandaríkjunum á undanförnum árum að nota vörur þeirra við aftökur. Síðasta aftaka í Idaho var framkvæmd árið 2012 en þá flaug starfsmaður fangelsisyfiralda ríkisins til Washington þar sem hann keypti lyf fyrir aftökuna í apóteki með reiðufé. Þingmenn í Idaho hafa heimilað aftökur með skotsveitum, þegar lyf eru ekki í boði, og hefur verið gripið til samskonar aðgerða í öðrum ríkjum þar sem aftökur eru leyfilegar.
Bandaríkin Dauðarefsingar Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira