„Í íþróttum er ekkert búið fyrr en það er búið að flauta af“ Stefán Árni Pálsson skrifar 1. mars 2024 07:30 Þorvaldur Örlygsson er nýr formaður Knattspyrnusambands Íslands. Hann hefur verið á fullu síðan hann tók við starfinu. Vísir/Einar Þorvaldur Örlygsson segir að fyrstu dagarnir á skrifstofunni sem formaður KSÍ hafi verið viðburðaríkir. Hann var mættur til vinnu strax á sunnudagsmorgninum. „Þessi skrifstofa er svona eins og þriggja herbergja íbúð. Maður svona reynir oft að skipta um stóla. Þetta er ágætis staður til að funda á, en já hún er stór,“ segir Þorvaldur léttur þegar rætt var við hann á Laugardalsvelli í gær. „Það hefur verið mikið að gera hjá mér síðustu daga. Ég byrjaði eiginlega bara strax á sunnudeginum að hitta landsliðsþjálfara karla og landsliðsþjálfara kvenna. Svo gekk hver fundurinn á fætur öðrum á mánudeginum.“ Það kom mögulega einhverjum á óvart að Þorvaldur skyldi hafa betur í baráttunni við Guðna Bergsson og Vigni Má Þormóðsson. Í Pallborðinu á Vísi á fimmtudaginn var birt skoðanakönnun þar sem aðildarfélög KSÍ höfðu valið sinn mann. Þátttakan var 40% en þá var Þorvaldur aðeins með sjö prósent stuðning. „Ég veit ekki hvort ég eigi að segja að ég hafi haft áhyggjur af þessu, þetta var svolítið sérstök skoðanakönnun. Eins og við vitum í íþróttum er ekkert búið fyrr en það er búið að flauta af. En já mínir mótframbjóðendur vorum með gott fylgi á þessum tíma en það þurfti samt að kjósa á laugardeginum. Skoðunarkönnunin var því kannski ekki rétt eftir á að hyggja en það er gaman að hafa svona kannanir.“ Hann segist samt sem áður hafa viljað halda áfram sama plani. „Ég vildi vera samkvæmur sjálfum mér allan tímann og halda áfram og gera eins allan tímann. Þarna voru tveir dagar eftir og þá gerist margt. Það var greinilega að það voru mörg lið óákveðin á þessum tímapunkti“ Þorvaldur hélt ræðu á ársþinginu sem virðist hafa heillað fólk í salnum. „Þessi ræða var skrifuð í vikunni og ég og konan mín fórum yfir punktana og fórum yfir þessa ræðu og hjálpuðumst að með þessa ræðu. Þeir punktar sem við vildum koma á framfæri voru í ræðunni, punktar sem voru í gegnum mína kosningabaráttu. En fólk þurfti að sjá mig á staðnum, hvernig ég er auglitis til auglitis.“ KSÍ Fótbolti Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Í beinni: Ísland - Georgía | Ætla að enda með fullt hús stiga Handbolti Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Í beinni: Liverpool - Arsenal | Skytturnar sækja meistarana heim Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: KA - Breiðablik | Stembið verkefni botnliðsins Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Í beinni: Ísland - Georgía | Ætla að enda með fullt hús stiga Í beinni: Liverpool - Arsenal | Skytturnar sækja meistarana heim KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Sjá meira
„Þessi skrifstofa er svona eins og þriggja herbergja íbúð. Maður svona reynir oft að skipta um stóla. Þetta er ágætis staður til að funda á, en já hún er stór,“ segir Þorvaldur léttur þegar rætt var við hann á Laugardalsvelli í gær. „Það hefur verið mikið að gera hjá mér síðustu daga. Ég byrjaði eiginlega bara strax á sunnudeginum að hitta landsliðsþjálfara karla og landsliðsþjálfara kvenna. Svo gekk hver fundurinn á fætur öðrum á mánudeginum.“ Það kom mögulega einhverjum á óvart að Þorvaldur skyldi hafa betur í baráttunni við Guðna Bergsson og Vigni Má Þormóðsson. Í Pallborðinu á Vísi á fimmtudaginn var birt skoðanakönnun þar sem aðildarfélög KSÍ höfðu valið sinn mann. Þátttakan var 40% en þá var Þorvaldur aðeins með sjö prósent stuðning. „Ég veit ekki hvort ég eigi að segja að ég hafi haft áhyggjur af þessu, þetta var svolítið sérstök skoðanakönnun. Eins og við vitum í íþróttum er ekkert búið fyrr en það er búið að flauta af. En já mínir mótframbjóðendur vorum með gott fylgi á þessum tíma en það þurfti samt að kjósa á laugardeginum. Skoðunarkönnunin var því kannski ekki rétt eftir á að hyggja en það er gaman að hafa svona kannanir.“ Hann segist samt sem áður hafa viljað halda áfram sama plani. „Ég vildi vera samkvæmur sjálfum mér allan tímann og halda áfram og gera eins allan tímann. Þarna voru tveir dagar eftir og þá gerist margt. Það var greinilega að það voru mörg lið óákveðin á þessum tímapunkti“ Þorvaldur hélt ræðu á ársþinginu sem virðist hafa heillað fólk í salnum. „Þessi ræða var skrifuð í vikunni og ég og konan mín fórum yfir punktana og fórum yfir þessa ræðu og hjálpuðumst að með þessa ræðu. Þeir punktar sem við vildum koma á framfæri voru í ræðunni, punktar sem voru í gegnum mína kosningabaráttu. En fólk þurfti að sjá mig á staðnum, hvernig ég er auglitis til auglitis.“
KSÍ Fótbolti Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Í beinni: Ísland - Georgía | Ætla að enda með fullt hús stiga Handbolti Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Í beinni: Liverpool - Arsenal | Skytturnar sækja meistarana heim Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: KA - Breiðablik | Stembið verkefni botnliðsins Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Í beinni: Ísland - Georgía | Ætla að enda með fullt hús stiga Í beinni: Liverpool - Arsenal | Skytturnar sækja meistarana heim KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Sjá meira