Leiðtogi Hamas í Katar segir samtökin reiðubúin til að vera sveigjanleg Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. febrúar 2024 07:06 Tjaldbúðir í Rafah. AP/Hatem Ali Stjórnvöld í Katar hafa sakað Ísraelsmenn um að stuðla að hungursneyð meðal Palestínumanna. Þau kalla eftir auknum þrýstingi af hálfu alþjóðasamfélagsins. Yfirvöld í Katar, Egyptalandi og Bandaríkjunum hafa unnið að vopnahléssamkomulagi á milli Ísrael og Hamas og þrátt fyrir nokkuð misvísandi fregnir af gangi mála síðustu daga hefur BBC eftir fyrrverandi yfirmanni hjá Mossad, ísraelsku leyniþjónustunni, að hann sé nokkuð bjartsýnn. „Ég held við séum ansi nálægt þessu,“ hefur miðillinn eftir Haim Tomer, sem hefur reynslu af samningaviðræðum milli aðila. Viðræður standa nú yfir í Katar og eru fulltrúar Katar og Egyptalands sagðir fara á milli sendinefnda Ísraelsmanna og Hamas með skilaboð. Fátt virðist niðurneglt og enn rætt um fjölda Palestínumanna sem sleppt verður fyrir gísla í haldi Hamas og um leið fyrir íbúa Gasa til að snúa aftur heim. Kallað eftir lausn gísla Hamas í Tel Aviv.AP/Ohad Zwigenberg Tomer vísaði hins vegar til ummæla sem Ismail Haniyeh, leiðtogi Hamas í Katar, lét falla í gær en hann sagði samtökin sýna sveigjanleika í viðræðunum, til að vernda „blóð þjóðar okkar“ og til að binda enda á þjáningu fólksins í „útrýmingarherferð“ Ísraela. BBC gerir því skóna að umræddur „sveigjanleiki“ sem Haniyeh vísar til gæti þýtt að Hamas hafi fallið frá því að krefjast endaloka átaka og brotthvarfs Ísraelshers frá Gasa. Haniyeh ítrekaði hins vegar að Hamas-liðar myndu berjast áfram ef þörf krefði og hvatti Palestínumenn á Vesturbakkanum og í Jerúsalem til að fjölmenna við al-Aqsa moskuna í Jerúsalem á meðan Ramadan stæði yfir. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa segja 30 þúsund látna í árásum Ísraelsmanna. Engin leið er fyrir utanaðkomandi að staðfesta töluna og þá er ekki greint á milli almennra borgara og bardagamanna Hamas. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Katar Tengdar fréttir Ísraelsmenn og Hamas segja Biden hafa verið helst til bráðlátan Bæði Ísraelsmenn og fulltrúar Hamas-samtakanna segja Joe Biden Bandaríkjaforseta, sem sagðist í fyrradag vonast til þess að vopnhlé yrði í höfn eftir næstu helgi, hafa verið helst til bráðlátann þegar hann lét ummælin falla. 28. febrúar 2024 06:33 Vonir bundnar við vopnahlé á Gaza á mánudag Vonir eru bundnar við að vopnahlé komist á í átökunum á Gaza á mánudag. Fjöldi manns hefur fallið í loftárásum Ísraels á Rafahborg undanfarinn sólahring og gífurlegur skortur er á öllum lífsnauðsynjum. 27. febrúar 2024 19:21 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Yfirvöld í Katar, Egyptalandi og Bandaríkjunum hafa unnið að vopnahléssamkomulagi á milli Ísrael og Hamas og þrátt fyrir nokkuð misvísandi fregnir af gangi mála síðustu daga hefur BBC eftir fyrrverandi yfirmanni hjá Mossad, ísraelsku leyniþjónustunni, að hann sé nokkuð bjartsýnn. „Ég held við séum ansi nálægt þessu,“ hefur miðillinn eftir Haim Tomer, sem hefur reynslu af samningaviðræðum milli aðila. Viðræður standa nú yfir í Katar og eru fulltrúar Katar og Egyptalands sagðir fara á milli sendinefnda Ísraelsmanna og Hamas með skilaboð. Fátt virðist niðurneglt og enn rætt um fjölda Palestínumanna sem sleppt verður fyrir gísla í haldi Hamas og um leið fyrir íbúa Gasa til að snúa aftur heim. Kallað eftir lausn gísla Hamas í Tel Aviv.AP/Ohad Zwigenberg Tomer vísaði hins vegar til ummæla sem Ismail Haniyeh, leiðtogi Hamas í Katar, lét falla í gær en hann sagði samtökin sýna sveigjanleika í viðræðunum, til að vernda „blóð þjóðar okkar“ og til að binda enda á þjáningu fólksins í „útrýmingarherferð“ Ísraela. BBC gerir því skóna að umræddur „sveigjanleiki“ sem Haniyeh vísar til gæti þýtt að Hamas hafi fallið frá því að krefjast endaloka átaka og brotthvarfs Ísraelshers frá Gasa. Haniyeh ítrekaði hins vegar að Hamas-liðar myndu berjast áfram ef þörf krefði og hvatti Palestínumenn á Vesturbakkanum og í Jerúsalem til að fjölmenna við al-Aqsa moskuna í Jerúsalem á meðan Ramadan stæði yfir. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa segja 30 þúsund látna í árásum Ísraelsmanna. Engin leið er fyrir utanaðkomandi að staðfesta töluna og þá er ekki greint á milli almennra borgara og bardagamanna Hamas.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Katar Tengdar fréttir Ísraelsmenn og Hamas segja Biden hafa verið helst til bráðlátan Bæði Ísraelsmenn og fulltrúar Hamas-samtakanna segja Joe Biden Bandaríkjaforseta, sem sagðist í fyrradag vonast til þess að vopnhlé yrði í höfn eftir næstu helgi, hafa verið helst til bráðlátann þegar hann lét ummælin falla. 28. febrúar 2024 06:33 Vonir bundnar við vopnahlé á Gaza á mánudag Vonir eru bundnar við að vopnahlé komist á í átökunum á Gaza á mánudag. Fjöldi manns hefur fallið í loftárásum Ísraels á Rafahborg undanfarinn sólahring og gífurlegur skortur er á öllum lífsnauðsynjum. 27. febrúar 2024 19:21 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Ísraelsmenn og Hamas segja Biden hafa verið helst til bráðlátan Bæði Ísraelsmenn og fulltrúar Hamas-samtakanna segja Joe Biden Bandaríkjaforseta, sem sagðist í fyrradag vonast til þess að vopnhlé yrði í höfn eftir næstu helgi, hafa verið helst til bráðlátann þegar hann lét ummælin falla. 28. febrúar 2024 06:33
Vonir bundnar við vopnahlé á Gaza á mánudag Vonir eru bundnar við að vopnahlé komist á í átökunum á Gaza á mánudag. Fjöldi manns hefur fallið í loftárásum Ísraels á Rafahborg undanfarinn sólahring og gífurlegur skortur er á öllum lífsnauðsynjum. 27. febrúar 2024 19:21