Þetta kemur fram í aðsendri grein Ásgerðar í Morgunblaðinu, þar sem hún segir Fjölskylduhjálpina munu hætta allri starfsemi í sumar að óbreyttu.
Ástæðurnar séu meðal annars þær að innviðir séu komnir á tíma; kæli- og frystiklefar og vöruflutningabifreið samtakanna. Ekki sé til fjármagn til að endurnýja tækin. Þá hefði þurft að ráða bílstjóra á launum og yfirmönnum yfir sjálfboðaliðastarfinu.
„Eins og fyrr segir harmar Fjölskylduhjálp Íslands þetta og jafnframt að stjórnvöld hafi ekki séð ástæðu til að styðja við það hjálparstarf sem unnið er við erfiðar aðstæður. Fjölskylduhjálp Íslands er reiðubúin að halda áfram hjálparstarfi sínu ef stjórnvöld eru reiðubúin til að leggja sitt af mörkum til stuðnings við bágstadda á Íslandi,“ segir Ásgerður Jóna.
Hún færir þeim þakkir sem hafa stutt starfið og nefnir sérstaklega Þórólf Gíslason kaupfélagsstjóra Kaupfélags Skagfirðinga.
Að sögn Ásgerðar Jónu voru úthlutanir 28.643 árið 2023, þar af 2.864 fyrir jólin.