Navalní borinn til grafar á föstudag Lovísa Arnardóttir skrifar 28. febrúar 2024 10:31 Navalní lést í fangelsi þann 16. febrúar. Hann hafði fyrir það verið einn helsti andófsmaður Pútín í Rússlandi. Vísir/EPA Alexei Navalní verður borinn til grafar í Moskvu á föstudag. Það staðfestir talsmaður tengdur honum. Athöfnin fer fram í Borisovskoye kirkjugarðinum í Moskvu eftir kveðjuathöfn sem haldin verður í Maryino hverfi borgarinnar. Greint var frá því fyrr í vikunni að erfiðlega hefði gengið að finna stað fyrir athöfnina því að sumir hafi neitað þegar þeir komust að því fyrir hvern athöfnin var. Alexei Navalní lést í fangelsi í Síberíu fyrr í þessum mánuði. Um árabil var hann helsti andstæðingur forseta Rússlands, Vladimír Pútín. Eiginkona Navalní hefur kennt Pútín um dauða hans. Greint var frá því í gær að samkomulag um fangaskipti hafi verið á lokametrunum og hann nálægt því að verða frjáls maður þegar hann lést þann 16. febrúar. Lík Navalní var afhent móður hans í upphafi þessarar viku en móðir hans, Ljúdmíla Navalní, sagði í ávarpi eftir andlát hans að rússnesk yfirvöld hefðu ætlað að grafa hann í kyrrþey í kirkjugarði fanganýlendunnar þar sem hann lést. Eftir þrýsting frá fjölskyldunni afhentu rússnesk yfirvöld móður hans lík hans. Í umfjöllun BBC um útför Navalní kemur fram að fjölskylda hans hafi upprunalega viljað halda útförina á morgun, þann 29. febrúar, en að erfiðlega hafi gengið að fá starfsmenn til að grafa gröfina því að Pútín mun á morgun halda sína árlega ræðu í rússneska þinginu á morgun. Ivan Zhdanov, talsmaður sjóðs gegn spillingu í nafni Navalní, sagði á samfélagsmiðlinum X að ríkisstjórnin vissi að enginn myndi vilja hlusta á Pútín sama dag og Navalní er borinn til grafar. Þá hvatti hann fólk til að mæta snemma til að geta kvatt Navalní. Mál Alexei Navalní Rússland Vladimír Pútín Tengdar fréttir Einn helsti mannréttindafrömuður Rússlands dæmdur í fangelsi Oleg Orlov, einn fremsti mannréttindafrömuður Rússlands, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi af dómstóli í Moskvu. Hinn sjötugi Orlov var dæmdur fyrir að „vanvirða“ rússneska hersins ítrekað með því að lýsa yfir andstöðu við innrásina í Úkraínu. 27. febrúar 2024 18:06 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Úkraínumenn í slæmri stöðu eftir tveggja ára átök Eftir tveggja ára stríðsrekstur hefur Rússum vaxið ásmegin í átökunum í Úkraínu. Þeir hafa sótt fram í austurhluta landsins og eru byrjaðir á umfangsmiklum árásum í suðri. Ólíklegt er þó að þeir hafi burði til að leggja umfangsmikil landsvæði undir sig, að svo stöddu. 24. febrúar 2024 08:01 Hótuðu að vanhelga lík Navalní Móðir rússneska andspyrnuleiðtogans Alexej Navalní sem lést á dögunum í fangelsi segist hafa fengið að sjá lík sonar síns og að rússnesk yfirvöld hafi þrýst á sig að halda jarðarför hans bakvið luktar dyr. 22. febrúar 2024 23:30 Biden kallar Pútín „tíkarson“ og furðar sig á ummælum Trump Joe Biden Bandaríkjaforseti kallaði Vladimir Pútín Rússlandsforseta „brjálaðan tíkarson“ á fjáröflunarviðburði í San Francisco í gær, auk þess sem hann skaut á forvera sinn Donald Trump fyrir að bera sig saman við rússneska andófsmanninn Alexei Navalní. 22. febrúar 2024 07:37 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Greint var frá því fyrr í vikunni að erfiðlega hefði gengið að finna stað fyrir athöfnina því að sumir hafi neitað þegar þeir komust að því fyrir hvern athöfnin var. Alexei Navalní lést í fangelsi í Síberíu fyrr í þessum mánuði. Um árabil var hann helsti andstæðingur forseta Rússlands, Vladimír Pútín. Eiginkona Navalní hefur kennt Pútín um dauða hans. Greint var frá því í gær að samkomulag um fangaskipti hafi verið á lokametrunum og hann nálægt því að verða frjáls maður þegar hann lést þann 16. febrúar. Lík Navalní var afhent móður hans í upphafi þessarar viku en móðir hans, Ljúdmíla Navalní, sagði í ávarpi eftir andlát hans að rússnesk yfirvöld hefðu ætlað að grafa hann í kyrrþey í kirkjugarði fanganýlendunnar þar sem hann lést. Eftir þrýsting frá fjölskyldunni afhentu rússnesk yfirvöld móður hans lík hans. Í umfjöllun BBC um útför Navalní kemur fram að fjölskylda hans hafi upprunalega viljað halda útförina á morgun, þann 29. febrúar, en að erfiðlega hafi gengið að fá starfsmenn til að grafa gröfina því að Pútín mun á morgun halda sína árlega ræðu í rússneska þinginu á morgun. Ivan Zhdanov, talsmaður sjóðs gegn spillingu í nafni Navalní, sagði á samfélagsmiðlinum X að ríkisstjórnin vissi að enginn myndi vilja hlusta á Pútín sama dag og Navalní er borinn til grafar. Þá hvatti hann fólk til að mæta snemma til að geta kvatt Navalní.
Mál Alexei Navalní Rússland Vladimír Pútín Tengdar fréttir Einn helsti mannréttindafrömuður Rússlands dæmdur í fangelsi Oleg Orlov, einn fremsti mannréttindafrömuður Rússlands, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi af dómstóli í Moskvu. Hinn sjötugi Orlov var dæmdur fyrir að „vanvirða“ rússneska hersins ítrekað með því að lýsa yfir andstöðu við innrásina í Úkraínu. 27. febrúar 2024 18:06 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Úkraínumenn í slæmri stöðu eftir tveggja ára átök Eftir tveggja ára stríðsrekstur hefur Rússum vaxið ásmegin í átökunum í Úkraínu. Þeir hafa sótt fram í austurhluta landsins og eru byrjaðir á umfangsmiklum árásum í suðri. Ólíklegt er þó að þeir hafi burði til að leggja umfangsmikil landsvæði undir sig, að svo stöddu. 24. febrúar 2024 08:01 Hótuðu að vanhelga lík Navalní Móðir rússneska andspyrnuleiðtogans Alexej Navalní sem lést á dögunum í fangelsi segist hafa fengið að sjá lík sonar síns og að rússnesk yfirvöld hafi þrýst á sig að halda jarðarför hans bakvið luktar dyr. 22. febrúar 2024 23:30 Biden kallar Pútín „tíkarson“ og furðar sig á ummælum Trump Joe Biden Bandaríkjaforseti kallaði Vladimir Pútín Rússlandsforseta „brjálaðan tíkarson“ á fjáröflunarviðburði í San Francisco í gær, auk þess sem hann skaut á forvera sinn Donald Trump fyrir að bera sig saman við rússneska andófsmanninn Alexei Navalní. 22. febrúar 2024 07:37 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Einn helsti mannréttindafrömuður Rússlands dæmdur í fangelsi Oleg Orlov, einn fremsti mannréttindafrömuður Rússlands, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi af dómstóli í Moskvu. Hinn sjötugi Orlov var dæmdur fyrir að „vanvirða“ rússneska hersins ítrekað með því að lýsa yfir andstöðu við innrásina í Úkraínu. 27. febrúar 2024 18:06
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Úkraínumenn í slæmri stöðu eftir tveggja ára átök Eftir tveggja ára stríðsrekstur hefur Rússum vaxið ásmegin í átökunum í Úkraínu. Þeir hafa sótt fram í austurhluta landsins og eru byrjaðir á umfangsmiklum árásum í suðri. Ólíklegt er þó að þeir hafi burði til að leggja umfangsmikil landsvæði undir sig, að svo stöddu. 24. febrúar 2024 08:01
Hótuðu að vanhelga lík Navalní Móðir rússneska andspyrnuleiðtogans Alexej Navalní sem lést á dögunum í fangelsi segist hafa fengið að sjá lík sonar síns og að rússnesk yfirvöld hafi þrýst á sig að halda jarðarför hans bakvið luktar dyr. 22. febrúar 2024 23:30
Biden kallar Pútín „tíkarson“ og furðar sig á ummælum Trump Joe Biden Bandaríkjaforseti kallaði Vladimir Pútín Rússlandsforseta „brjálaðan tíkarson“ á fjáröflunarviðburði í San Francisco í gær, auk þess sem hann skaut á forvera sinn Donald Trump fyrir að bera sig saman við rússneska andófsmanninn Alexei Navalní. 22. febrúar 2024 07:37