Mikil líkindi með lögum Heru og Demi Lovato Jakob Bjarnar skrifar 27. febrúar 2024 14:26 Dívuslagur. Líkindi eru með laginu sem Hera Björk, Við förum hærra, flytur í Söngvakeppninni og eldra lagi sem Demi Lovato flytur; Sorry, not sorry. vísir Ekki væri neitt Eurovision án þess að fram komi ásakanir um lagastuld. Nú er lagið Við förum hærra sem Hera Björk syngur í skotlínunni. Hera Björk komst áfram í undanúrslitum með lagið Við förum hærra eða Scared Of Heights. Þeir sem skráðir eru fyrir laginu er heill hópur: Ásdís María Viðarsdóttir auk þeirra Michael Bureks, Jaro Omars og Ferras Alqaisisen. Íslenska textann setur Ásdís María saman en allur hópurinn kemur að enska textanum. Hera Björk hefur haldið því fram kokhraust að hún ætli svo sannarlega í Eurovision-keppnina sigri hún á laugardaginn. Meinið er hins vegar að lagið þykir sláandi líkt lagi bandarísku leik- og söngkonunar Demi Lovato Sorry, not sorry. Áður en lengra er haldið er rétt að hlusta á lögin. Hvað sýnist þér? Og þá er það eldra lag sem Demi Lovato syngur með tilþrifum: Ekki að það hafi neitt með þetta að gera en athyglisvert er að Demi Lovato lék í Eurovsion-mynd Will Ferrells Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga. Þar lék hún íslensku söngkonuna Katiönu Lindsdóttur. Þetta er þannig ekki í fyrsta skipti sem hún tengist Eurovision þó eftir óvæntum leiðum sé. Mikil líkindi segir doktorinn Vitaskuld er þetta ekki í fyrsta skipti sem fram koma hugleiðingar um að lög í Eurovision séu stolin. Talandi um Ísrael, þannig var til að mynda lagið Toy sem Netta Barzilai söng til sigurs 2018 talið stolið af mörgum. Universal Music Studios sendi bréf til þeirra sem skrifaðir voru fyrir laginu, Doron Madalie og Stav Berger og héldu því fram að lagið væri kóperíng af laginu Seven Nation Armi sem The White Stripes sungu 2003. Og þannig má áfram telja. Margir héldu því fram að Ísland hefði átt að sigra árið 1999 þegar Charlotte Nilsson söng hið þrælstolna lag Take Me To Your Heaven meðan við buðum upp á miklu betra og frumlegra lag í flutningi Selmu: All out of luck, súrsætrar minningar. Vísir leitaði á náðir Dr. Arnars Eggerts Thoroddsen, sem er með próf upp á vasann í þessum fræðum, og innti hann álits: „Jú, vissulega eru mikil líkindi með viðlaginu sérstaklega en persónulega er ég lítt áhugasamur um þennan hermi- og stuldarbransa,“ segir Arnar eftir að hafa hlustað á lögin tvö. Hipp-hopp eða steríll Evrópubragur Doktorinn segir sönnunarbyrðina venjulega svo veika í þessum efnum. „Efniviðurinn í poppsmíðaiðnaðinum er fyrir svo takmarkaður - og hefur alltaf verið - vítt skilgreint hljóma öll þriggja mínútna popplög eins,“ segir Arnar og hlær. Arnar Eggert ætlar ekki að hætta sér djúpt í þessa kanínuholu.facebook „Þessi lög koma þá úr ólíkum grunni. Lovato vinnur með hipp-hoppgrunn, það er meiri ákefð og meira grall í gangi á meðan Hera er í „hvítu“ poppi. Það er steríll Evrópubragur á framvindunni.“ Arnar Eggert treystir sér ekki til að skera úr um hvort um stuld sé að ræða eður ei. „Nei. Ég ætla ekki að skera úr um hvort að Hera og hennar fólk séu að herma eftir Lovato, hvort að þessi melódía hafi verið að svamla um í hausi höfunda þegar samið var eða ekki. Þetta er kanínuhola og léttilega hægt að finna til önnur tíu lög sem eru nákvæmlega eins og þessi tvö.“ Tónlist Eurovision-mynd Will Ferrell Eurovision Ríkisútvarpið Höfundarréttur Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Hera Björk komst áfram í undanúrslitum með lagið Við förum hærra eða Scared Of Heights. Þeir sem skráðir eru fyrir laginu er heill hópur: Ásdís María Viðarsdóttir auk þeirra Michael Bureks, Jaro Omars og Ferras Alqaisisen. Íslenska textann setur Ásdís María saman en allur hópurinn kemur að enska textanum. Hera Björk hefur haldið því fram kokhraust að hún ætli svo sannarlega í Eurovision-keppnina sigri hún á laugardaginn. Meinið er hins vegar að lagið þykir sláandi líkt lagi bandarísku leik- og söngkonunar Demi Lovato Sorry, not sorry. Áður en lengra er haldið er rétt að hlusta á lögin. Hvað sýnist þér? Og þá er það eldra lag sem Demi Lovato syngur með tilþrifum: Ekki að það hafi neitt með þetta að gera en athyglisvert er að Demi Lovato lék í Eurovsion-mynd Will Ferrells Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga. Þar lék hún íslensku söngkonuna Katiönu Lindsdóttur. Þetta er þannig ekki í fyrsta skipti sem hún tengist Eurovision þó eftir óvæntum leiðum sé. Mikil líkindi segir doktorinn Vitaskuld er þetta ekki í fyrsta skipti sem fram koma hugleiðingar um að lög í Eurovision séu stolin. Talandi um Ísrael, þannig var til að mynda lagið Toy sem Netta Barzilai söng til sigurs 2018 talið stolið af mörgum. Universal Music Studios sendi bréf til þeirra sem skrifaðir voru fyrir laginu, Doron Madalie og Stav Berger og héldu því fram að lagið væri kóperíng af laginu Seven Nation Armi sem The White Stripes sungu 2003. Og þannig má áfram telja. Margir héldu því fram að Ísland hefði átt að sigra árið 1999 þegar Charlotte Nilsson söng hið þrælstolna lag Take Me To Your Heaven meðan við buðum upp á miklu betra og frumlegra lag í flutningi Selmu: All out of luck, súrsætrar minningar. Vísir leitaði á náðir Dr. Arnars Eggerts Thoroddsen, sem er með próf upp á vasann í þessum fræðum, og innti hann álits: „Jú, vissulega eru mikil líkindi með viðlaginu sérstaklega en persónulega er ég lítt áhugasamur um þennan hermi- og stuldarbransa,“ segir Arnar eftir að hafa hlustað á lögin tvö. Hipp-hopp eða steríll Evrópubragur Doktorinn segir sönnunarbyrðina venjulega svo veika í þessum efnum. „Efniviðurinn í poppsmíðaiðnaðinum er fyrir svo takmarkaður - og hefur alltaf verið - vítt skilgreint hljóma öll þriggja mínútna popplög eins,“ segir Arnar og hlær. Arnar Eggert ætlar ekki að hætta sér djúpt í þessa kanínuholu.facebook „Þessi lög koma þá úr ólíkum grunni. Lovato vinnur með hipp-hoppgrunn, það er meiri ákefð og meira grall í gangi á meðan Hera er í „hvítu“ poppi. Það er steríll Evrópubragur á framvindunni.“ Arnar Eggert treystir sér ekki til að skera úr um hvort um stuld sé að ræða eður ei. „Nei. Ég ætla ekki að skera úr um hvort að Hera og hennar fólk séu að herma eftir Lovato, hvort að þessi melódía hafi verið að svamla um í hausi höfunda þegar samið var eða ekki. Þetta er kanínuhola og léttilega hægt að finna til önnur tíu lög sem eru nákvæmlega eins og þessi tvö.“
Tónlist Eurovision-mynd Will Ferrell Eurovision Ríkisútvarpið Höfundarréttur Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira