Hamingjusamari í Síerra Leóne en á Íslandi Stefán Árni Pálsson skrifar 27. febrúar 2024 10:32 Fjölskyldan í Freetown ásamt tökuliðinu. Efst frá vinstri: Sigurður Már Davíðsson myndatökumaður, Regína Bjarnadóttir framkvæmdastjóri Auroru velgjörðarsjóðs, Henry Alexander Henrysson heimspekingur. Neðri röð frá vinstri: Henry Benedikt Henrysson, Lóa Pind Aldísardóttir leikstjóri og Emma Karen Henrysdóttir. „Þetta er mjög líflegt land og það er mjög skemmtilegt að búa hérna,“ segir Henry Alexander Henrysson en þau Regína Bjarnadóttir búa ásamt börnum sínum tveimur í einu fátækasta ríki veraldar Síerra Leóne. Lóa Pind Aldísardóttir heimsótti þau til höfuðborgarinnar Freetown í vetur og afraksturinn var sýndur í þættinum Hvar er best að búa? á sunnudagskvöld á Stöð 2. Þau hjónin fluttu þangað eftir að Regína fékk draumastarfið - sem framkvæmdastjóri Auroru Velgjörðarsjóðs í Síerra Leóne. Regína er þróunarhagfræðingur og var áður að vinna sem forstöðumaður greiningardeildar Arion banka. Nú vinnur hún við að halda utan um fjölmörg verkefni í Síerra Leóne sem snúa að því að búa til útflutningsmarkað og skapa raunverulegar tekjur fyrir handverksfólk í landinu og styðja frumkvöðla með öflugum hætti til að stofna og reka fyrirtæki. Lóa Pind og Sigurður Már Davíðsson myndatökumaður þáttarins ásamt fjölskyldunni og vinum þeirra á ströndinni. Þau kunna því ákaflega vel að búa í Freetown, eins og heyra má í myndbrotinu sem hér fylgir. Elsta dóttir þeirra Elín katla er flutt heim enda á leið í háskólanám en Emma 15 ára og Henry Benedikt 11 ára eru í bandarískum einkaskóla í Freetown og hafa búið í Síerra Leóne flest sín uppvaxtarár. „Ég alveg elska þetta land svo mikið,“ segir Emma. „Þetta er minn uppáhaldsstaður á jörðinni.“ Einn af vefurunum sem vefur m.a. púða eftir hönnun íslenska hönnunarfyrirtækisins Hugdettu. Í 3. þætti af fimmtu seríu af Hvar er best að búa? heimsækir Lóa Pind þau Regínu, Henry og börnin þeirra tvö til Freetown í Síerra Leóne. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Lóa með Guðbjörgu í fanginu. Ein af starfskonunum á keramíkverkstæðinu Lettie Stuart Pottery sem Aurora styrkir eignaðist þessa litlu stúlku fyrir nokkrum mánuðum og skírði hana í höfuðið á Guðbjörgu Káradóttur leirlistarkonu sem hefur oftsinnis dvalið á svæðinu til að aðstoða handverksfólkið. Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk og fjölskyldur sem framfleytir sér á flugi, hönnun, örorkulaunum, fyrirlestrum um Spotify, almannatengslum og leikskólakennslu, verksmiðjuvinnu, skólavinnu og háskólakennslu, ferðaþjónustu á exótískum stöðumi, leiklist, heimspeki, þróunaraðstoð og býr í stórborgum, litlum borgum, sveit, húsbíl og strandbæ á Srí Lanka, Korfú og í Dubai, Finnlandi, Síerra Leóne, Frakklandi og Tókýó. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 3. þáttar er Sigurður Már Davíðsson, klippingu annaðist Sigurður Kristinn Ómarsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Klippa: Hamingjusamari í Síerra Leóne en á Íslandi Hvar er best að búa? Síerra Leóne Íslendingar erlendis Mest lesið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Kemur út sem pankynhneigð Lífið „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Fleiri fréttir Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Sjá meira
Lóa Pind Aldísardóttir heimsótti þau til höfuðborgarinnar Freetown í vetur og afraksturinn var sýndur í þættinum Hvar er best að búa? á sunnudagskvöld á Stöð 2. Þau hjónin fluttu þangað eftir að Regína fékk draumastarfið - sem framkvæmdastjóri Auroru Velgjörðarsjóðs í Síerra Leóne. Regína er þróunarhagfræðingur og var áður að vinna sem forstöðumaður greiningardeildar Arion banka. Nú vinnur hún við að halda utan um fjölmörg verkefni í Síerra Leóne sem snúa að því að búa til útflutningsmarkað og skapa raunverulegar tekjur fyrir handverksfólk í landinu og styðja frumkvöðla með öflugum hætti til að stofna og reka fyrirtæki. Lóa Pind og Sigurður Már Davíðsson myndatökumaður þáttarins ásamt fjölskyldunni og vinum þeirra á ströndinni. Þau kunna því ákaflega vel að búa í Freetown, eins og heyra má í myndbrotinu sem hér fylgir. Elsta dóttir þeirra Elín katla er flutt heim enda á leið í háskólanám en Emma 15 ára og Henry Benedikt 11 ára eru í bandarískum einkaskóla í Freetown og hafa búið í Síerra Leóne flest sín uppvaxtarár. „Ég alveg elska þetta land svo mikið,“ segir Emma. „Þetta er minn uppáhaldsstaður á jörðinni.“ Einn af vefurunum sem vefur m.a. púða eftir hönnun íslenska hönnunarfyrirtækisins Hugdettu. Í 3. þætti af fimmtu seríu af Hvar er best að búa? heimsækir Lóa Pind þau Regínu, Henry og börnin þeirra tvö til Freetown í Síerra Leóne. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Lóa með Guðbjörgu í fanginu. Ein af starfskonunum á keramíkverkstæðinu Lettie Stuart Pottery sem Aurora styrkir eignaðist þessa litlu stúlku fyrir nokkrum mánuðum og skírði hana í höfuðið á Guðbjörgu Káradóttur leirlistarkonu sem hefur oftsinnis dvalið á svæðinu til að aðstoða handverksfólkið. Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk og fjölskyldur sem framfleytir sér á flugi, hönnun, örorkulaunum, fyrirlestrum um Spotify, almannatengslum og leikskólakennslu, verksmiðjuvinnu, skólavinnu og háskólakennslu, ferðaþjónustu á exótískum stöðumi, leiklist, heimspeki, þróunaraðstoð og býr í stórborgum, litlum borgum, sveit, húsbíl og strandbæ á Srí Lanka, Korfú og í Dubai, Finnlandi, Síerra Leóne, Frakklandi og Tókýó. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 3. þáttar er Sigurður Már Davíðsson, klippingu annaðist Sigurður Kristinn Ómarsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Klippa: Hamingjusamari í Síerra Leóne en á Íslandi
Hvar er best að búa? Síerra Leóne Íslendingar erlendis Mest lesið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Kemur út sem pankynhneigð Lífið „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Fleiri fréttir Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Sjá meira